Vikan


Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 05.04.1962, Blaðsíða 39
KLÚBBURINN KÍNVERSKI BARINN HafiS þér komið í KÍNVERSKA BARINN og fundið þar hina sér- kennilegu austurlenzku stemmn- ingu? Reynið austurlenzk áhrif i KÍNVERSKUM BAR úti á veröndinni í Edensgarði og var aö koma þar fyrir auglýsingaspjaldi. Að skipt hefði verið um forstjóra . . . og þá fann drengurinn, sem ekki var drengur framar, til einhvers tómleika hið innra með sér . . . saknaðar, sem hann hafði aldrei áður kennt. Það var sem stjarna hefði hrapað ... -^ J-lVenJU BaUMulSlnN þekkti ég ekki, en hins vegar allt umhverfið. Með fyrirfram þakklæti fyrir ráðninguna. Kær kveðja. Bóndi. Svar til Bónda: Mér þykir trúlegt að ekki sé langt þess að bíða að einhver stórtíðindi gerist á eða I nám- unda við bæ þinn, þar sem þig dreymir Nóbelsverðlanaveitingu framkvæmda á bæ þínum. Þessi atburður gæti að einhverju leyti snert fjárstofn þinn, en gæti einn- ig verið tengdur sjónum, þar eð Litla-Gul stefndi til sjávar. Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri draumaráðningamaður. Viltu gjöra svo vel að ráða eft- irfarpndi draum: Það er vordagur og samkoma á bænum, sem ég á heima. Nýbúið er að úthluta Nó- belsverðlaununum í efnafræði hér á staðnum. Tveir menn standa úti á túni og ræða saman, en ég stend þar einn skammt frá. Okkur verð- ur litið upp á túnið og sjáum við þar kind sem kemur gangandi mjög hægt og virðulega, og gengur fram hjá okkur i áttina ofan að sjó. Þá segir annar maðurinn úið þann sem hjá honum stendur. „Getur verið að þetta sé kindin scm fékk efnafræðiverðlaunin, svona lítil og rírðarleg kind“. „Já“, svarar sá sem spurður var. Þá spyrja þeir mig að því hvað kindin heiti. „Litla-Gul“, svara ég. í raunveruleikanum á ég þessa kind og þekkti ég að það var hún í draummnn. Mennina Kæri draumaráðandi. Mig langar til að vita hvað þessi draumur merkir: Ég var í sveit í sumar og mér fannst að ég væri kominn þangað SNIA VISCOSA. aftur, og mér fannst að það væri komið stórt fjall fyrir framan bæ- inn og ég var að smala. Mér fannst koma til mín strákur, sem ég þekki vel. Hann spurði mig á livaða bæ ég væri, og ég benti á hann. Mér fannst við fara í hús uppi i fjalli og borða þar. Það var með mér hvolpur og hann fór að grafa í jörðina og gróf upp hund sem hafði verið grafinn þar. Viltu segja mér hvað þessi draumur merkir. S.B.E.H.G.G.I.E. Svar til S.B.E.H. Fjallið er tákn um verkefni fyrir þig, þarna á bænum. Piltur- inn í draumnum ásamt hvolpin- um og hundinum eru tákn minni háttar vináttu, til að byrja með, sem gæti leitt til traustrar vin- áttu síðar meir. Borðhald ykk- ar bendir einnig í sömu átt. Kæri Draumaráðningamaður. Mig langar tii að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig eins fijótt og þú getur. lig hef verið með strák sl. ár og margir héldu að við mundum setja upp bringa um jólahátiðina, en jiar var eklti. Mig dreymdi að ég væri komin nuð gifiingahring, en á honum stóð ártalið 1962 ineð mjög skritnum stöfum. Þegar maður horfði á jiá sýndust jieir dálítið stórir og langt i burtu, en þeir voru ofan á hringn- um. Það var eins og þeir væru gerð- ir úr smástjörnum, og mjög bjart yfir þeim. Það er svo vont að lýsa honum nákvæmlega, hann var svo skritinn. Ég var niðri í bæ og öllum fannst hann mjög fallegur og ósk- uðu mér til hamingju með hann. Vonast eftir fljótu svari. Sigríður J. Svar til Sigríðar J. Þó að álíta mætti að draumur þessi væri bending um að þú mundir setja upp hringa á þessu ári, kynni það þó að dragast fram eftir árinu og jafnvel leng- ur, þar sem ártalið virtist fjarri á hringnum. Stjörnurnar í ártal- inu bendá þó til að það samband sem þá myndast verði mjög ham- ingjusamt. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.