Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 3
VIKAM
og Caskmn
Frn fordvcrk-
snriðjuiuiit) í
Brctlondi
í eina tíð var hlegið að strákn-
um, sem fullyrti að England væri
til víðar en i Kaupmannahöfn —
liann var nefnilega frá Englandi
i Borgarfirði.
Og það er til Ford víðar en í
Bandaríkjunum og Fordbílar fram-
leiddir viðar en i Detroit, bila-
borginni miklu, þar sem eitt sinn
var sagt að hestur faeldist, ef hann
mætti öðrum hesti — og þótti
fyndni, en getur nú allt eins átt
við á íslandi, að minnsta kosti upp
til sveita. Fordverksmiðjur eru nú
starfræktar á Þýzkalandi; það hefði
einhvern tima þótt fyrirsögn, en
þaðan kemur „Ford Taunus“, tal-
inn ágætur bil og ber nafn af frægu
henta öllu betur við allar aðstæður
í Evrópulönduin en bílarnir frá
Fordverksmiðjunum vestra, sem
að allri gerð voru miðaðir fyrst og
fremst við bandarískar aðstæður,
enda þótt þeir væru einnig hin
frægasta útflutningsvara, að
minnsta kosti sumar gerðirnar. Og
það mun ekki ofmælt að brezku
Fordverksmiðjurnar gegni nú for-
ystuhlutverki á sviði framleiðsl-
unnar, og það ekki einungis i Evr-
ópu.
Það vekur þvi að vonum mikla
athygli þegar nýjar gerðir koma
á markaðinn frá þeim verksmiðj-
Mælaborð — framljós — afturljós;
glæsibragur, öryggi og vandaður
frágangur.
„Ford Zephyr 4“ — bíllinn, sem íslenzku stöðvarstjórarnir urðu „ást-
fangnir“ af!
Sætin þægileg og rúmgóð og öll hin
vönduðustu.
fjalli i Hessen — og Ford gamla.
Simcaverksmiðjurnar frönsku eru
einnig Ford-fyrirtæki, þótt ekki
séu þær við þá feðga kenndar, en
það mun koma af’því að þar er um
að ræða gamalt og gróið fyrirtæki
sem þeir hjá Ford í Bandaríkjun-
um keyptu, og Simcabílarnir voru
þá löngu alkunnir orðnir. Og loks
eru það Fordverksmiðjurnar á
Bretlandi, sem ekki eru neitt eftir-
styrjaldarfyrirbæri.
Bílarnir frá Fordverksmiðjunum
brezku hafa alltaf notið mikils á-
lits i Evrópu, hafa jafnvel oft þótt
um. Þess er getið í heimsblöðunum,
og að sjálfsögðu í öllum bilablöðum
og timaritum, en þar er rökrætt um
sýjar gerðir og þær metnar og
dæmdar og lýst kostum þeirra og
göllum, öidungis eins og gert er i
bókmenntatimantum, þegar frægur
höfundur sendir frá sér nytt skáld-
verk. Þótti það þvi hinn fréttnæm-
asti atburður, er jjað gerðist ekki
alls fyrir löngu að brezku Ford-
verksmiðjurnar settu á markaðinn
þrjár nýjar gerðir — kannski væri
öllu íræðilegra að segja þrjú ný
afbrigði af eldri gerðum, en það
eru nú kallaðar nýjar gerðir samt.
Þarna var um að ræða „Ford Zod-
iac Mk III“, „Ford Zephyr 4“ og
„Ford Zephyr 6“ en þessi merki,
Zodiacinn og Zephyrinn, hafa um
ára bil getið sér hinn bezta orðstir
sem traustir, vandaðir og glæsileg-
ir bílar.
Eftir myndum að dæma virðast
liinar nýju gerðir sízt standa þeim
eldri að baki hvað ytri glæsileik
WHiAHl
efandí: Hilmir h.f. .
Ritstjóri:
Gísli Sigurðsson (ábm.)
Auglýsingastjóri:
Jóhannes Jörundsson.
Framk væmdastjórí;
Hilmar A. Kristjánsson.
/ næsta blaði verður m.a.:
• „Þeim geðjast bezt að sléttlendinu“. Rætt við Björn Pálsson
alþingismann og bónda á Löngumýri í Blöndudal. „Ég held
að Húnvetningar hafi ekki verið þjófóttari en aðrir menn“,
segir Björn, „en rigningarnar hafa hins vegar þynnt út
vitsmuni Sunnlendinga ...“
• Stefnumót í kvöldsólinni. — Smásaga.
• Lifið vel og Iengi. — Ráðleggingar um hvaða lífsvenjur séu
vænlegastar til eftirsóknarverðs lífs — og langlífis.
• Bréf að sunnan. — Björn á Suðurpól skrifast á við Brand á
Norðurpól og Brandur svarar í næsta blaði.
• Grá taug tengir sálina við líkamann. — Rætt við Margréti
Ásgeirsdóttur, sem les í lófa, sér fyrir óorðna hluti og er
gædd þeim hæfileika að fara úr líkamanum að eigin vild.
• María í París. — Fjöldi mynda af Maríu Guðmundsdóttur,
sem nú starfar sem Ijósmyndafyrirsæta, — í París.
• Læknirinn gerir alltaf skyldu sína. — Ný spennandi fram-
haldssaga eftir Bodil Asper.
• Yolkswagen-getraunin. — Fjórði hluti.
Hitstjórn og augíýsingart Ski(
33. Símar: 3532Ö, 35321, 35322,
Pósthólf 149. Afgreiðsla og dréifii
Blaðadreifíhg, Laugavegi 133,
3(5720. Dreifingarstjóri: óskar Karís
son. Verð i lausasölu kr. 15. Áskríff
arverð er 200,kr. ársþriðjungslegp
greiðisi fyrirfram. Prentun: Hilmilr
h.f. Myndamót: Bafgraf h.f.
„Zodiac Mark 111“ — Sama hvar á hann er litið!
snertir. Er svq að sjá sem þar sam-
eini þeir helztu kosti bandariskra
og brezkra bíla — þeir eru i senn
nýtizkulegir eins og þeir banda-
risku, og stílhreinir og yfirlætis-
lausir, en það hefur löngum þótt
ytra aðalsmerki brezkra bila. Verk-
smiðjurnar og merkin eru svo
trygging fyrir því, að þetta séu
traust og vönduð farartæki. Og vist
er um það, að vel hefur islenzku
bílstjórunum og stöðvarstjórunum
litizt á þessar nýju gerðir, er þeir
heimsóttu verksmiðjurnar fyrir
nokkrum mánuðum í boði umboðs-
manna þeirra hér — að minnsta
kosti voru pantaðir hingað yfir
eitt hundrað bílar af einni gerð-
inni — „Zephyr 4“ — þegar áður
en hún var komin á markaðinn
opinberlega.
„Zephyr 4“ er knúinn fjögurra
strokka hreyfli, 73,5 ha., hámarks-
hraðinn yfir tSÚ milur á klst. Við-
hrágðshraðinn 0—-60 milur á klst.
á 23,9 sek. Þeir sem átt hafa þess
kost að skoða þennan bíl, róma
mjög hve rúmgóður hann sé, sæti
þægileg og vönduð og vel séð fyrir
öllu í sambandi við farangurinn —
enda auglýsa framleiðendurnir, að
óþarft sé að setja hafurtask sitt of-
an i töskur, maður taki það bara
með sér. Annars fáum við tækifæri
til þess innan skamms að skoða og
reyna „Zephyr 4“, eins og áður er
frá sagt, því að fyrstu bílarnir af
þessum hundrað koma hingað á
næstunni.
„Ford Zodiac Mark 111“ er hið
glæsilegasta farartæki, enda talinn
með „tignari“ einkabilum, kraft-
mikill — hreyfillinn er sex strokka
—- hraðskreiður og virðulegur, en
þó um leið allur liinn nýtízlculeg-
asti, og fær hann mikið hrós í er-
lendum bilablöðum. Einkum er það
fram tekið, að hann sé öllum hugs-
anlegum ökuþægindum búinn og
sérlega stöðugur á vegi og öruggur.
„Bill hinna vandlátu,“ auðlýsa
framleiðendurnir. Óliklegt er að
þess verði langt að biða að okkur
gefist kostur á að sjá „Zodiac Mark
111“ á strætum og jjjóðvegum —
hér eru áreiðanlega margir, sem
kunna að meta þá eiginleika, sem
hann er búinn, og hafa efni á að
njóta þeirra. „Maður hefur alltaf
efni á að kaupa sér gæðing“, var
haft eftir borgfirzkum bónda, er
menn furðuðu sig á hestakaupum
hans. Og sú lífsspeki virðist ætla að
verða lífseig með okkur . . .
VIKAN 3