Vikan


Vikan - 24.05.1962, Side 37

Vikan - 24.05.1962, Side 37
rólegri og vingjarnlegri röddu. Og hún bar þar kennsl á lyfsalann. Hann sagði henni að hún skyldi verða sér samferða heim til móður Tonys. Ein- hver yrði að segja henni hvernig kom- ið væri og hún Þyrfti huggunar við. Og þær hefðu báðar unnað Tony. Setjum sem svo, að um tíu þús- und borgarbúar, eða Þeir, sem áttu heima þarna í grenndinni, hafi vitað nokkurn veginn hvaða harmleikur hafði gerzt — samt sem áður voru milljónir manna í New York, sem höfðu ekki hugmynd um það. Daginn eftir birtu nokkur af dagblöðum borgarinnar, ekki nándarnærri öll, stutta frétt um morðin undir brúnni, en þó ekki nema lauslega. Þetta var laugardagskvöld, og borg- arbúar nutu lífsins, Því að Það var hvíldardagur á morgun; nutu ásta, víns og matar, svefns og værðar. Og það var fólk sem lézt á sóttarsæng, og aðrir dóu af slysum eða voru myrtir. Og til voru þær konur og karlar, sem þjáðust af einmanleika og horfðu á stjörnurnar og tunglið; hvísluðu út í myrkrið og þögnina í Þeirri von að einhvers staðar væri einhver, sem heyrði ákall þeirra í draumi .... að ósk þeirra mætti rætast, og ekki liði á löngu þangað til einhver yrði á vegi Þeirra, sem einnig þráði ást, ham- ingju og gleði. Og óskir sumra rættust, en það kom borginni sjálfri ekkert við, því að hún var byggð til að standa þegar það væri löngu látið, allt þetta fólk, ■sem byggði hana nú. Og þannig gekk lítið sinn vanagang, eins og það hafði gert og mun gera. ENDIR. Siðmenningarvið j ar Framhald af bls. 17. virkt afl allt frá fæðingu og leitaði fullnægingár í sérstöku hátterni, sem einkenndi mismunandi skeið þróunarinnar. „Allt þetta verður okkur ljósara, ef við gefum gaum ■þeirri staðreynd, að kynhvöt manns- ins þjónar upprunalega alls ekki viðhaldi iifsins, lieldur er markmið hennar ákveðin tegund naulnar" (Freud: Ges. Werke, 7. hindi, bls. 151). Þessarar nautnar og fróunar leit- ar barnið fyrst við brjóst móður sinnar, en slðar á eigin líkama, einkum mcð því að filla við kyn- færi sin. Fljótleg atlnigun leiðir þetta ótvírætt í ljós. H vítvoðungur- inn hættir eld.i að sjúga brjóst móð- ur sinnar, þegar hann er mettur, heldur toltar það áfram, þangað til sælukennt værðarmók sígur á hann. í sama tilgangi sýgur hann fingur og snuð, og jafnvel þótt hann hafi ekkert í munni sér, veitir sog- hreyfingin einsaman nautnakennd og fró. Bráðlega uppgötvar barnið svo þá líkamshluta, sem veita á- kveðna þægindakennd við snertingu. Þar með er mörkuð stefna kynhvat- arinnar á fyrsta kynþróunarskeið- inu: sjálfhverfa hennar eða auto- erotik. Bæði Freud og slðar aðrir sálfræðingar telja sig hafa fundið sérstaklega greinileg skeið þessa frumbernskukynlífs, á aldrinum 3—4 ára. Sumir tala jafnvel um ákveðin kreppuskeið kynþróunar- innar um 3 ára aldur. AFSTAÐAN TIL KYN- HÆFNINNAR. Enda þótt kynþrá barnsins sé sjálfhverf og það leiti henni fróunarskömmu uppvaxtarskeiði verður eðl- á eigin líkama, vaknar snemma gagnkvæmur áhugi drengs og telpu fyrir ólikum skapnaði þeirra. Hvort um sig tekur í fyrstu sinn eigin skapnað sem hið algilda sköpulag, og fyllist undrun, þegar það sér, að drengur og telpa hafa ólíkan líkamsskapnað, t. d. ef systkin eru saman í baði. Freud telur nú að sjálfsvirðing karls og konu ákvarðist verulega af hugmyndum þeirra á barnsaldri um skapnaðarmuninn. Telpan finni til vanmetakenndar yfir því, að hún hafi verið svipt kynfæri sínu eða misst það á annan hált, og hún lítur með lotningu upp til drengsins, sem hefir þetta þægi- lega tippi til að pissa með. Þessir yfirburðir fylla drenginn stolti, sem þó blandast þrálátum ótta, að einnig hann verði sviptur kynfæri sínu, eins og hann þykist sjá að gerzt hafi með systur hans. Slikur ótti getur altekið hann, ef hann þjáist af afbrýði við föður sinn vegna for- réttinda hans hjá móðurinni. Um allt þetta myndaði Freud hugtaka- kerfi, sem á að bera strangan vís- indablæ (Penisneid, Ivastrations- angst, Ödipuskomplex), en mörgum virðist þetta samt vera sá þáttur i kenningu hans, sem mest er liáður hans eigin persónu og tið. Engar sannanir eru fyrir þvi, að telpur séu síður stoltar af skapnaði sínum en drengir, þó að auðvelt sé að rugla sjálfstraust barnsins með óheppilegum afskiptum fullorðinna. Freud lætur um of leiðast af kreddubimdniun Irúarhugmyndum samtíðar sinnar og þjóðar um nauð- syn algers aðskilnaðar kynjanna frá bernsku. í frjálslyndara samfélagi, eins og t. d. hér á landi, þar sem systkini busla saman í baðkerinu og sjá móður eða föður oft nakin taka þau skapnaðarmun kynjanna sem sjálfsagðan hlut, sem að visu getur vakið forvitni þeirra i svip, en raskar hugarró þeirra ekki að öðru leyti. Það er alltof auðsær kyn- liroki karla, ef gert er ráð fyrir, að konan líti á skapnað okkar sem eins konar fullkomnun, sem hún hafi misst al'. Raunsæ athugun á börnum staðfestir það ekki. Öðru máli gegnir með kynlíf barnsins. Það heimtar greini'ega silt rúm, ba'ði í luiga barns og ytra at- ferli. En siðvendni samfélagsins setur því óvægilegar skorður. Sam- kvæmt henni er kynhvöt á bernsku- aldri ótímabær, og þvi er látið heita svo sem hún væri ekki til. Hvar sem á henni bryddir er hún bann- færð í vitund barnsins, svo að það á naumast annars kostar völ en að bæla hana hið innra með sér. Því fordæmir það hana án þess að geta iosnað undan álagavaldi hennar, er á verði gegn henni án þess að kunna að varast dulargervi hennar. Einmitt þessi tvíhverfð auðkenn- ir hinn siðmenntaða nútímamann. Kynhvöt á sér sama uppruna og sama ætlunarverk hjá manni og dýri. En manninum einum stendur leið siðfágunarinnar opin. Hann gerir sér ástríðu sína meðvitaða og umvefur hana rómantík ástarinnar eða veitir orku liennar i nýjan far- veg afreka og skapandi starfs. Þetta er sá farvegur, sem siðvendnin ætl- ar „ótimabærri“ kynhvöt: leið göfgunarinnar. Inn á hana beinir hún öllum þorra fólks árekstralaust. En bilið frá hemjuleysi frumstæðrar hvatar til siðvendni og siðfágunar nútimamannsins er býsna breitt. Á ið að semja sig að árþúsunda þróun. Það er hlekkur tímans, sem læsist fastar og fastar um manneðlið. Þróunarhraði siðmenningarinnar eykst, en náttúran er þó treg til að breyta stigmáli sínu. Af þvi leiðir árekstra, sársauka og bælingu eðlis- ins. Á misgengi milli eðlislægra hvata einstaklingsins og siðfágunarkröfu samfélagsins hvílir sú staðreynd, að „menning okkar er grundvölluð í bælingu hvatanna“. Þá brostu þeir svörtu Framhald af bls. 15. liðnir frá dauða föður hans, þegar hún byrjaði að tala um að gifta sig aftur. Hún skrapp til Ameríku, meðan ég var þar, í hálfan mánuð til að slæða miðin þar. SNSION þessi var annars M 1 mjög skemmtilegt, gamalt J hús, fullt af gömluni þýzkum og fallegum hlutum. Ég fékk stórt og gott herbergi á þriðju og efstu liæð, fullt af málverkum og gömlum húsgögnum. Stúlkan, sem lók til i herbergjunum var mið- aldra þýzk pipariney, ein af þessum sem átti kærasta, sem fórst í fyrri heimsstyrjöldinni, og ákaflega sér- vitur. Henni var mjög vel við mig, færði mér vikublöð, sem hún fann á öðrum herbergjum, hún hefði átt að vita, hvað mér fannst gaman að lesa vikublöð, og kom með blóm og annað þess háttar. Svo loksins einn daginn stundi hún því upp, hvorl hún mætti ekki fá lánað út- varpið mitt, þegar ég færi til Miinchen um helgar, henni |)ætti svo gaman að hlusta á útvarpið og svo brosti hún eins og barn sem hefur verið lofað að fá heitustu ósk sina uppfyllta. Fyrir utan það að hlusta á útvarp, þegar hún fékk það, var eftirlætisiðja hennar að drekka bjór. Margar eldri konur þýzkar eru forfallnar 1 bjór. Sonurinn þarna sagði mér, að hún ætti mörg hundr- uð mörk í banka og gæti því keypt sér radiógrammofón ef hún vildi, en hún eyddi aldrei einu marki, gekk jafnvel i sömu fötunum ár eftir ár. Það er einkennandi fyrir Þjóðverja, hvað þeir eru sparsainir, mér dettur oft í hug, hvers vegna fólk hafi verið að búa til Skota- sögur, þegar Þjóðverjar voru fyrir hendi. Og þeir eru ekki einungis sparsamir, heldur og ágjarnir. Einn islenzkur kunningi minn í Múnchen, sagðist vera búinn að sannreyna það, að ekki væri hægt að fá Þjóð- verja til að brosa falslaust, nema vcifa framan í liann tiumarkaseðli. Þetta var t. d. ástæðan fyrir þvi, að eiganda pensioninnar líkaði mjög vel við mig, þvi ég keypti oft eitthvað hjá henni, en henni var afar illa við hinn nemandann úr skólanum, sein bjó jiarna þar sem hann keypti aldrei neitt, ekki einu sinni kaffibolia. Annars liorðuðu nemendur i sameiginlegu mötu- neyti. Framhald á næstu síðu. JOHNSON utanborðsmótorar 3 - 5,5 - 10 - 18 - 28 -40 hestafla mótorar jafnan fyrirliggjandi. Fullkomin viðgerðar- og varahlutaþjónusta. Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16. — Sími 35200. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.