Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 22

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 22
Vikan hefur litið inn í nokkrar tízkuverzlanir í Reykjavík og bregður hér upp myndum ásamt upplýsingum um tízkufatnaðinn í vor og sumar Verzlunin Rima Þrír sumarkjólar, úr léttum bómullarefnum, sem eru auð- veld í þvotti. Jakkakjóllinn t. v. er bleikrauður, sá í miðið er í sterkgræna tízkulitnum, og kjóllinn t. h. er mynztraður í bláum litum. Þeir kosta frá 785.00 kr. — 1000.00 kr. < Verzlunin Markaöurmn Svartur kvöldkjóll með íofn- um röndum úr lakkþræði, en lakkborin blúnda og legging- ar eru mikið notaðar núna í kvöldkjóla. Sjalið er úr chiff- on og laust við kjólinn. í þess- um kjól er eitt af þeim efnum, sem verzlunin flytur inn að- eins í einn kjól. Þekkt inn- kaupastofnun í París, Boas, kaupir inn fyrir Markaðinn og selur sú sama stofnun efni til frægustu tízkuhúsa víða um heim. Þannig er stundum hægt að fá hér í Markaðnum kjól úr sama efni og kostar offjár hjá fínustu verzlunum erlend- is. Þessi kjóll kostar hér 4.895,00 kr. og þo það se nokk- uð há upphæð, er það ekki mikið miðað við hvað model- kjóll kostar annars staðar. 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.