Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 17
Sálkreppur og sálgreining. SIÐMENNINGAR- VIÐJAR Dr. Matthías Jónasson: Norðurpól 24. mai. Sæll og blessaður, Brandur minn. Það er svo að sjá, að sá siður að skrifast á, sé næstum aldauða í þessu landi og þvi er verr. Mér þykir fyrir þvi, live sjaldan við höfum hitzt i seinni tið og ég þykist sjá, að þannig verði það að minnsta kosti í náinni framtíð. Ég skrifa þér þessar línur til þess að stinga upp á, að við skrifumst á og segjum hvor öðrum það sem við vitum markverðast og tölum um þá lærdóma sem draga má af því. Þar sem þú ert mun yngri maður en ég, ættir þú ekki að skaðast á þvi. Þú manst til dæmis sáralítið eftir krepputim- unum mn og eftir 1930 og raunar náðu þeir kreppu- tímar allt fram til 1940, þegar landið var hernumið og hernaðaryfirvöldin hófu hér vinnuaðgerðir og sog- uðu í sig vinnuþrekið. Þetta veit ég, að þú manst ekki svo glöggt, en ég man vel eftir ástandinu fyrstu mánuðina eftir að Bretar fóru að búa til flugvöllinn i Vatnsmýrinni. Allt í einu urðu allar hendur önnum kafnar og menn þustu að úr öllum áttum, fyrst i stað var venju- legt taxta-kaup, en síðan yfirborgaðir og þar af leið- andi útþrælkaðir, enda splundraðist sú ákvörðun verk- lýðshreyfingarinnar, að koma á átta stunda vinnu- degi. Hún dó um leið og Dagsbrún gerði samþykkt sína. En óseðjandi vinnumark- aður var ekki nóg. Jafn- framt hófst f)að skefjalausa svindl- og brask-tímabil sem enn ríkir í algteym- ingi og á sér ekki nein tak- inörk. Það hófst með þvi, að íslenzkir verktakar, í samvinnu við brezka liðs- foringja, fóru að skrá fleiri menn ti! vinnu, en unnu, fleiri vörubifreiðar, en nokkru sinni komust að og fengu greiðslur fyrir í eigin vasa. Næsta stigið var fimmtán prósentin til múrara og húsameistara fyrir að sjá um byggingar og höfðu þeir umsjón með mörgum í einu án þess að hafa nokkra umsjón með þeim. Þá minnist maður innflutningsins á lávarða- mublunum, vitfirringarinnar, sem greip um sig svo að jafnvel kom til handalögmáls um gamla horn- sófinn á Hótel ísland, en þar voru lávárðamublurnar frá Bretlandi sýndar og seldar. Tíminn síðastliðinn aldarfjórðung eða vel það, er varðaður slíkum fyrirbrigðum, svo ekki sé minnzt á alla spákaupmennskuna, skattsvikin, smyglið og spillinguna í nær öllum greinum. ()g hér skal minnzt á það síðasta, sem fer lágt, en er jafnvel að verða að fastri viðskiptareglu. Tveir menn fóru nýlega til iðnrekenda fyrir hönd stofnunar nokkurrar og skyldu þeir semja við hann um framleiðslu — og kaup á nauðsynlegum tækjum fyrir stofnunina. Annar fulltrúinn var ganial! Reyk- vikingur, en hinn var nýkominn utan af landi, en þar hafði hann starfað við verzlun um sinn.Samn- ingar tókust og þegar komið var að því að undir- skrifa þá sneri eldri maðurinn sér að iðnrekandanum með pcnnann í hendinni og sagði: ,,Og svo eru ÞaS tvö prósentin." Ungi maðurinn vissi ekki um livað var rætt og horfði spyrjandi á félaga sinn. Hann tók eftir þvf, að það kom á iðn- rekandann, og svo sagði hann: Já, tvö prósentin. Ég hefði nú gleymt þeim. Ég hækka lilboðið um eitt prósent. Er það ekki í lagi?“ „O, jú,“ svaraði sá aldraði. Framhald á bls. 38. 2Qt> undir bordid FRUMSJÁLF OG SIÐFÁGUN. „Menning okkar er grundvölluð í bælingu hvatanna“. Llklega hefir Freud hvergi sett menningartúlkun sina fram i færri og ótvíræðari orðum. Nánar greind fyllir hún 17 bindi. í þvi formi verður hún ekki viðfangsefni okkar hér; við gripum út úr aðeins einn, að visu mjög sterkan þátt þessara menningarviðja: Bælingu kynhvatarinnar. Hin fræga og umdeilda kenning Freuds, sálgreiningin og sú menningartúlkun, sem af henni leiðir, fjallar fyrst og fremst um átök hins hvatræna frumsjálfs við siðvendni menningar- innar. Svo sem vænta má, biður frumsjálfið ávallt lægra hlut í þeim átökum; siðvendnin þvingar sjálfselskar hvatir barns- ins undir lögmál sín og öngmarkar svigrúm þeirra. Þessum aga tekur barnið frá fæðingu. Það kann að sárna undan sið- menningarfjötrunum, ófá bera örkuml ævilangt. Þá hefir bæl- ing hvatanna gerzt of harðleikin, svo að af spratt sálrænt mis- ræmi, sem í ytra atferli birtist sem taugaveiklun (psyohoneurosis). Þennan skilning leiðir beint af sérstakri túlkun á kynlifi barnsins. Fram um siðustu aldamót rikti almennt sú skoðun, að barnið lifði sem kynlaus vera fram á unglingsár, er ytri auðkenni vaknandi kynþroska verða sýnileg. Freud aftur á móti rökstuddi þá kenningu, að kynhvötin væri eðlislægt og Framhald á bls. 37. Freud rökstuddi þá kenningu, að kyn- hvötin væri eðlislæg og virkt afl frá fæðingu, en áður hafði því verið haldið fram að hún vaknaði ekki fyrr en á kynþroskaskeiðinu. VIIÍAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.