Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 4
SUNDBOLTR model 1962 Valin efní Nýjustu snid FjölbnjfttAstn úrvnl — og þér fáið það bezia Handavinna og húsnæðishrak Kæra Vika mín, Ég hef mikið fylgzt með sögum þínum og tekið eftir framförum þinum, sem hafa aukizt ár frá ári, og ég óska þér til hamingju með þann stóra sigur,sem þú hefur unnið. Ég hef alltaf lesið Póstinn og um hið misíynda fólk, sem þér hefur skrifað, en aldrei hafði mér komið til hugar, að ég ætti eftir að trúa þér fyrir áhyggjum minum. En nú kemur það: Ég er 18 ára og hef stundað nám í tvo vetur á hús- mæðraskóla úti á landi, og eins og þú getur nærri um, þá hef ég unnið mikla handavinnu á þessum tveim vetrum. En svo er mál með vexti, að ég, tvö yngri systkinin og for- eldrar mínir búum i litilli þriggja herbergja ibúð, og sef ég i borð- stofunni ásamt tólf ára systur. Það er ekki þannig að við séum efna- iitil — nei, alls ekki — við liöfum það alveg prýðilegt, fyrir utan það að plássið er lítið. Mamma vill að við seljum og fáum okkur stærra, og pabbi vill það reyndar líka, en þetta hefur nú dregizt í rúm þrjú ár. Og af óskiljanlegum ástæðum vill pabbi ekki einu sinni líta á íbúðir, sem auglýstar eru. Þegar ég kom heim frá skólanum, lilakkaði ég óskaplega til að koma vinnunni minni fyrir, hengja vegg- teppið upp og þviumlíkt. En ég varð fyrir hræðilegum vonbrigðum, j)ví ekkert pláss var í íbúðinni, ekki einu sinni í skápum eða skúffum. Ég varð sem sagt að setja allt mitt dót ofan í tösku og geyma niðri í kjallara. Mér hefur dottið í hug að leigja mér herbergi úti í bæ. Ég hef góða vinnu, en foreldrum mínum þykir mjog leiðiniegt að hafa ekki pláss fyrir dóttur sína, en segja líka, að ég sé orðin það gömul, að þau geti iítið sagt. Jæja, Vika mín, getur þú nú sagt mér, hvað ég á að gera?Á ég að sofa i borðstofunni áfram með handavinnu mína, myndir og allt, sem ég á (nema fötin) niðri í kjall- ara eða leigja herbergi með vin- stúlku minni og dúka borðin með dúkum, sem ég hef sjálf ofið? Gólf- teppi og veggteppi hef ég einnig ofið sjálf Elsku Vika mín, viitu hjálpa mér úr þessuin vanda. Þín einlæg, Ein í vanda. P.s. Ég vissi ekki, hvort ég átti að senda peninga með. --------Þar sem þið virðist búa við sæmileg efni og gætuð hæg- lega búið í mun þægilegri íbúð, finnst mér foreldrar þínir eigi að skilja, að stúlka á þínum aldri þarfnast umfram allt. sjálfstæðis. Auðvitað er það hins vegar langt frá því að vera ástæða til þess að þú flytjist að heiman, að þú fáir ekki að flíka allri þinni handavinnu. Ætli þú þyrftir ekki heila höll undir öll ósköpin, þeg- ar fram liðu stundir? Á hinn bóg- inn viðurkenni ég, að það er van- hugsað af foreldrum þínum að hunza á þennan hátt allt þitt strit á húsmæðraskólanum. Ég trúi ekki öðru en hægt væri ein- hvers staðar að hliðra til fyrir svo sem einu veggteppi. í þínum sporum mundi ég samt reyna að fá mér íbúð með þessari vinkonu um stundarsakir. Þannig iærir þú a. m. k. að standa á eigin fótum. Það gæti einnig orðið til þess að opna augu foreldra þinna. Það kemur einstöku sinnum fyr- ir, að fólk vill senda peninga með bréfum sínum. Ekki svo að skilja, að við höfum eitthvað á móti peningum, en birting bréfa sem þessa kostar hreint ekki neitt. Verðlagseftirlit Kæra Vika. Ég vildi gjarnan fá að vita, hvort nokkurt verðlagseftirlit sé með sölu á fokheldum íbúðum. Fer þar fram einhvers konar opinbert mat, eða leyfist hverjum og einum að setja það upp, sem honum sýnist? H. J. H. — — — Mér vitandi er ekkert verðlagseftirlit með sölu fok- heldra íbúða, enda framboð og eftirspurn afar mismunandi, jafn- vel frá mánuði til mánaðar, og sé ég því ekki, hvernig fram- kvæmanlegt væri að beita slíku mati. Það væri jafnfráleitt að hugsa sér siíkt mat og leigumat. Leigusamningur hlýtur alltaf að vera samningur tveggja aðila, án þess að nokkurt opinbert mat komi þar nærri. Ávísanir Kæri Póstur, Eru ávísanir fullgildur gjaldmið- ill eða ekki? Ég hef orðið var við, að sumar verzlanir neita að talca ávísanir — og þar læt ég að sjálf- sögðu aldrei sjá mig aftur. En fyrst þetta fyrirkomulag er á annað borð — af hverju þá ekki að hafa ávis- anir nákvæmlega jafngildar og pen- ingaseðla — þeir eru þó aldrei nema pappír. Með kveðju, Geiri. -------Ég er fyllilega sammáia — seðlarnir eru í rauninni ein- ungis fjár ígildi á nákvæmlega sama hátt og ávísanir. Hitt er það, að fjárinnistæðan er ekki ávallt jafntrygg, er um ávísanir er að ræða. Engu að síður ættu verzlanir aldrei að sýna við- skiptavinum sínum þá iítiisvirð- ingu að neita að taka við ávís- unum. Það er alténd ekki leiðin til að tryggja sér trygga við- skiptavini. Svar Kæri Póstur. Ég var að sjá i blaðinu hjá ykkur bréf frá einhverjum, sem kvartar sáran undan álagningu iðnaðar- manna. Plann tekur sem dæmi ein- hverja menn, sem lcomu að kvöidi dags og settu upp nokkrar hillur 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.