Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 19
aði Anita. „Getið þið ekki beðið með spurningarnar ...“ „Nei.“ Rödd Schrank var slík, að henni varð ljóst að ekki dugði að hreyfa neinum mótbárum. „Þú varst á dansleiknum í félagsheimilinu?" spurði hann Maríu. „Já,“ svaraði María og benti Anitu að draga upp rennilásinn I bakið á kjólnum. „Bróðir þinn lenti í hörðum deilum vegna þess að þú dansaðir við ein- hvern, sem honum var á móti skapi.“ Schrank leit fast á Maríu, það var bezt að fá þessu lokið sem fyrst. „Þig langar til að sjá bróður þinn? Allt í lagi; ég skal fara með þig þangað, sem hann liggur, og þar geturðu svo sagt mér allt, sem þú veizt." „Fyrirgefðu, Aníta, en nú verður höfuðverkurinn enn sárari," sagði María. Þú ættir' að skreppa í lyfja- búðina fyrir mig og kaupa ... hvað heitir það nú aftur...“ „Aspirín," svaraði Aníta, án þess þó að hún gerði sig líklega til að fara. Schrank leit inn í baðherbergið. „Eigið þið ekki aspirín einhvers stað- ar?“ spurði hann. „Ég er búin úr glasinu," svaraði Maria og leit enn biðjandi á Anítu. „Viltu ekki skreppa fyrir mig — þeir fara að loka þá og þegar ...“ „Við getum keypt aspirín í leiðinni," sagði Schrank og tók undir hönd henni. „Verðum við lengi?" spurði María og leit um öxl til Anitu, bænaraugum. „Þú getur beðið eftir mér hjá lyfja- búðinni, Anita." „Ég skal gera það,“ svaraði Aníta. „Kannski lyfsalinn biði me)ð að loka.“ Hún snéri sér að Schrank. „Þér megið ekki fara illa með teipuna, hún hefur þegar fengið að líða nóg í kvöld. Og ég er unnusta Bernardos ..Hún leit storkandi á leynilögregluþjóninn. „Þér voruð það,“ leiðrétti hann. „Þér ætlið bara að spyrja mig ein- hverra spurninga," mælti Maria ann- ars hugar. „Ekki beinlinis spyrja,“ varð Schrank að orði um leið og hann leiddi hana niður stigann, það leyndi sér ekki á svip hans, að honum féll ekki þefurinn. „Ég þarf að fá stað- fest ýmislegt, sem ég þegar veit. Það urðu deilur út af þessum strák ... „Það var strákur að heiman," svar- aði María án þess að hika. „Hvað heitir hann?“ „Jose, svaraði hún og leit á Schrank. Þegar Aníta kom i námunda við lyfjabúðina, fór hún með greiðu um hár sitt, þerraði síðan andlitið með vasaklútnum og kastaði honum frá sér; litaði varirnar spegilslaust og slétti úr fötunum, þvi að hún var í Bandaríkjunum og þar gerðu menn sér frekast far um að leyna sorg sinni, og hún vildi ekki vera þar eftirbátur neins í neinu. En þegar hún kom inn í lyfjabúðina hikaði hún ósjálfrátt við. Þar voru þeir fyrir, Arabinn og Diesillinn, og báðir störðu þeir á hana og bitu á vör. „Get ég fengið að tala við lyfsal- ann?“ spurði hún lágt. Arabinn leit á Diesilinn, áður en hann svaraði. „Hann er ekki viðstadd- ur .. „Hvar er hann?" Henni varð litið á hurðina í skrifstofudyrunum fyrir innan afgreiðsluborðið. „Skrapp í bankann," svaraði Arab- inn. „Þeir höfðu borgað honum nokkrum aurum of mikið, og hann fór að skila þeirn." „En fyndið," varð henni að orði. „Sér í lagi þar sem allir bankar eru lokaðir á kvöldin .... Hvar er hann?“ „Hann er í bankanum," endurtók Diesillinn. „Þú veizt hve hann er mag- ur. Hann skríður þar út og inn um skráargatið." „Og einhverra hluta vegna situr hann fastur í skráargatinu í þetta skiptið," mælti Arabinn. „Það er því ekki gott að segja hvenær hann kem- ur aftur." I-Iann opnaði dyrnar, laut Anítu og benti henni að hypja sig út. „Gerið svo vel, senoríta. Hérna eru dyrnar. Kannski getið þér unnið yður fyrir nokkrum aurum á heimleiðinni." En hún var ekki á því að láta reka sig út. Þess i stað strunsaði hún inn fyrir afgreiðsluborðið. „Ég vil fá að tala við lyfsalann," endurtók hún. „Ef þú ert sárþjáð, geturðu reynt að koma aftur á morgun," sagði Diesillinn og hljóp í veg fyrir hana. „Ertu heyrnarlaus, eða hvað? Er ég ekki búinn að segja þér oftar en einu sinni, að hann sé ekki við ....“ „Þá verðurðu að biðja mig um að fara frá dyrunum. Biðja mig kurteis- lega ...." Það var dulinn ögrunarhreimur í röddinni. „Viltu gera svo vel að fara fró hurðinni ....“ Arabinn virti hana fyrir sér og það var eins og hann horfði á hana alls- nakta. ,.Þú ert of hörundsdökk til þess að þér sé leyfður aðgangur," svaraði hann. „Og þar að auki hef- urðu gleymt brjóstahöldum heima." „Dóni,“ sagði hún. „Og skrokkurinn á þér er eins og ... hvers konar mót eru það eigin- lega, sem þeir nota til þess að steypa svona skrokka i, þarna í Puerto Rico?“ Og Arabinn hló að fyndni sinni. Aníta titraði og reiddi upp hand- töskuna sér til varnar. Snertið mig ekki,“ mælti hún lágri röddu. „Gerið svo vel að snerta mig ekki," leiðrétti Arabinn hana. Það vantaði ekki, að hann gat verið fyndinn, þeg- ar hann vildi það við hafa. „Gerið svo vel að snerta mig ekki. Nei, það er satt, Þér talið enskuna ekki rétt vel, mín fagra mey. Við verðum að ráða bót á því. Hvernig væri að við kenndum þér helztu klámsyrðin, svona til að byrja með .... “ „Hlustið á mig .... ég þarf að koma skilaboðum til vinar ykkar. Ég verð að ná tali af Tony ... .“ mælti Aníta biðjandi. „En hann er því miður ekki hérna,“ svaraði Diesillinn og gaf Arabanum bendingu um að láta ekki við svo búið standa. „Ég veit að hann er hérna. Leyfið „West Side Story“. mér að flytja honum skilaboðin. Það skiptir engu máli frá hverjum þau eru ....“ bað Aníta enn. „Hvers vegna geturðu ekki eins sagt mér skiiaboðin?" spurði Arabinn og kom henni í sjálfheldu við hill- urnar. „Hvernig væri að við tækjum einn mambó saman?" mælti hann enn og Þrýsti sér að henni. „Farðu írá mér!“ Hún reyndi að berja hann. „Svinið þitt Arabinn reif töskuna úr hendi hennar. „Ég verð að koma i veg fyrir að Chino . . . . “ hóf hún enn máls. „Hættu þessu, svínið þitt ....“ „Sjálf ertu svin,“ urraði Arabinn. „Þú varst skækja Bernardos, helvízk ekki sen hvítlauksætan þin. Og ef Þú ætlar að reyna að njósna um Tony fyrir Chino, þá skaltu fá fyrir ferð- ina .. ..“ Hann brá henni svo hún féll aftur á bak á gólfið bak við afgreiðslu- Framhald á bls. 36. .. Segðu þeim bara að bróðir þinn sé dáinn... að hann hafi verið myrtur, og að þú ætlir að hlaupast á brott með sonarbana þeirra...“ Þoturnar og Hákarlarnir — ballettatriði úr söngleiknum VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.