Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 30
r 11 m JLCJlll. heimapermanent gerir hár yóar mjúkt, gljáandi og meðfærilegt Með TONI fáið þér fallegasta og varanlegasta permanentið. Vegna þess að „leyniefni“ Toni heldur lagningunni og gerir hárið svo meðfærilegt, að þér þurfið aðeins að bregða greiðunni í hárið, til þess að laga það, Ekkert annað permanent hefir „leyniefni", það er eingöngu Toni. Toni er framleitt i þremur styrkleikum REGULAR fyrir venjulegt hár SUPER fyrir mjög fínt hár GENTLE fyrir gróft hár, skolað og litað hár Einn þeirra er einmitt fyrir yður. Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið j banatilræði og sloppið iifandi með naumindum; fyrst i stað hafði Goeb- belt ekki hugmynd um hvort Hitler væri lífshættulega særður eða ekki, og ekki heldur hver mundi verða næsti ieikur samsærismanna. En hann brá skjótt við eins og hans var vandi, og hafði þó um leið allan var- ann á — bauð foringja lifvíirðar- sveita Hitlers að hafa lið sitt til taks fyrirvaralaust, en hafast þó ekki neitt að fyrr en hann, Goebbels, gæfi hon- um nánari fyrirmæli. En um leið og hann hafði átt símtal við foringj- ann sjálfan og komizt að raun um að skap hans var að minnsta kosti með öllu óskert, var hann fljótur að taka afstöðu og láta til skarar skríða. Eftir að hann hafði gert nauð- synlegar ráðstafanir til þess að hend- ur yrðu haíðar í hári samsæris- manna, hraðaði hann sér til Rasten- burg til fundar við foringjann. Hitl- er bar nokkrar ytri menjar banatil- ræðisins — hárið hafði sviðnað af augnabrúnum hans, fötin tæzt utan af honum, hægri handleggurinn var mikið lamaður og hljóðhimnurnar í báðum eyrum höfðu rifnað, svo hann heyrði ekki hálfa heyrn. En þetta var þó ekkert á móti því áfalli, sem hann hafði fengið andlega. Hann fékk hvert æðiskastið eftir annað með skömmu millibili, og Það var ber- sýnilegt að einungis ein hugsun komst að i heila hans — hefnd, blóðug hefnd yfir svikurunum; önnur „nótt hinna löngu hnifa“, blóðugri og hryllilegri hinni fyrri. Þarna sá Goebbels sér þann leik á borði sem hann hafði lengi beðið eftir .... Enginn veit með vissu tölu þeirra, sem teknir voru af lífi næstu vikurn- ar, varpað í fangelsi eða sendir í fangabúðir. Seinna fannst að vísu listi yfir 5000 manns, sem teknir höfðu verið af lífi, vissa er fyrir að þeir voru mun fleiri. Herforingjar þeir, sem að samsærinu stóðu, voru að Rommel undanskildum, dregnir fyrir einskon- ar „alþýðudómstól" og dæmdir til dauða, Goebbels sá um að bæði réttar- höldin og aftaka þeirra var kvikmynd- uð; síðan ,,skemmti“ Hitler sér við það kvöld eftir kvöld að horfa á hinar hryllilegu aðfarir, er hinir dæmdu voru hengdir upp á kjötkróka og síð- an kyrktir hægt, svo að dauðinn yrði þeim sem lengstur og kvalafyllstur. Það eitt olli Hitler nokkurri gremju, að enda þótt allt væri gert til að van- virða þá sem mest fyrir réttinum — þeir voru t. d. klæddir í fatalurfur, sem fóru þeim eins herfilega og frek- ast var unnt,auk þess sem þeim var meinað að bera belti eða axlabönd — var framkoma þeirra samt hin virðu- legasta. Hin hryllilegu aftökuatriði voru foringjanum samt slík raunabót, að hann krafðist þess að myndin yrði sýnd opinberlega i öllum kvikmynda- húsum þriðja ríkisins — en Goebbels kom í veg fyrir það. Þegar Goebbels hélt aftur heim til Berlínar, hafði Hitler veitt honum ótakmarkað vald sem æðsta yfir- manni „algerra styrjaldaraðgerða". Á leiðinni lét Goebbels svo ummælt við einn af nánustu samstarfsmönn- um sínum: „Hefði ég fengið þetta vald fyrir nokkrum árum, værum við þegar orðnir sigurvegarar. Þá væri styrjöldinni að öllum likindum lokið. Guð veit, að þetta hef ég þrásinnis sagt Hitler, en hann hefur bersýnilega þurft að fá sprengju í rassgatið til þess að hann gæti viðurkennt að ég hefði lög að mæla ...“ Þessi ummæli sýna ljóslega, að Goebbels fór ekki í neinar grafgötur um það, að hann hafði unnið sinn mesta leiksigur um seinan — en Þó um leið nógu snemma til Þess að tryggja sér „eilift lif“, sem aðalleik- stjóri lokaþáttarins . . . eins hins blóð- ugasta og grimmúðlegasta harmleiks, sem nokkru sinni hafði verið settur á svið veraldarsögunnar. Og áreiðan- lega var hann ekki í neinum efa um það, að hann væri eini maðurinn, sem gæddur væri þeirri snilligáfu, sem svo stórbrotið viðfangsefni krafð- ist. Og Goebbels tók þegar til óspilltra málanna. Loks hafði hann óbundnar hendur til að sýna foringjanum og öllum umheimi hvers hann væri megnugur. Og Það var i rauninni furðulegt hvað hann megnaði að leggja á aðra. Konur allt að fimmtugu urðu að gegna vinnuþjónustu, yfirleitt tíu stundir á dag, og allir karlmenn á aldrinum sextán til sextíu ára, sem ekki gátu barizt á vígstöðvunum en voru þó nokkurnveginn vopnfærir, voru skráðir í heimavarnarliðið, en 14 ára börn sett að loftvarnarbyssunum. Öll einkaferðalög voru bönnuð, öllum leikhúsum lokað, útgáfa tímarita stöðvuð og dagblöðin minnkuð eins og frekast var unnt. Allt var gert til að koma í veg fyrir að uppgjafarandi og vonleysi næði tökum á þjóðinni — varðaði strangri refsingu að gefa í skyn að styrjöldin gæti endað öðru- vísi en með dýrlegum sigri Þjóðverja. Og þó gat þetta allt einungis orðið til þess að slá ósigrinum og upp- gjöfinni á frest í nokkra mánuði; veitt Goebbels tækifæri til að gera loka- atriðin, helstrið þriðja ríkisins, enn blóðugri og hryllilegri .... tækifæri til að kyrja hina ofstækisbrjáluðu dánarmessu áróðursins enn um hrið á hinu ömurlega sviði. Hitler hafði um langt skeið ein- angrað sig frá umheiminum og þvi sem þar var að gerast, fyrst i „kanselleríinu", síðan í neðanjarðar- byrginu, þar sem hann sat öllum stundum yfir herráðskortunum og sendi frá sér óframkvæmanlegar skipanir -—• oftast raunar til her- sveita, sem hvergi fyrirfundust leng- ur nema á pappirnum — yfirgefinn af öllum sínum „trúu og traustu” leiðtogum nema Goebbels og Borman, sem enn háðu miskunnarlaust ein- vigi um náð og hylli „foringjans". Þótt Ribbentrop ætti enn að heita utanríkismálaráðherra hafði hann löngu lýst því yfir að hann væri með öllu valdalaus, en Göring og Himmler 30 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.