Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 29
VIKUklúbburinn er ekki í þessu blaði sökum þrengsla,, en hann verður í næsta blaði og síðan áfram eins og venju- lega. brátt litið á hann sem sjálfsdýrkanda, algerlega tilfinningalausan gagnvart öðrum; aftur á móti ber þeim ekki saman um hvort hún hafi goldið hon- um líku líkt með trúskapinn og segja sumir að hún hafi haldið framhjá honum og verið í Þingum við ýmsa af heldri leiðtogum flokksins, en aðr- ir þvertaka fyrir það. SJÖUNDI KAFLI. LOKAÞÁTTUR. — TJALDIÐ FELLUR. Uppgjöf þýzku hersveitanna við Stalingrad þann 31. janúar 1943, er yfirleitt talin tákna örlagamörk í síð- ari heimsstyrjöldinni. Daginn áður var tíu ára afmæli valdatöku Hitlers, en ekki varð neitt úr hátíðahöldum af því tilefní. Goebbels hafði um ann- að að hugsa. Um það má endalaust deila hvort aðferðin, sem hann valdi til að birta þýzku þjóðinni óheilla- tiðindin, hafi verið sem heppilegust; en þarna bauðst honum nýstárlegt tækifæri —- að setja áhrifamikinn harmleik á svið. Og hann stóðst ekki mátið. Stök, deyfð trumbuslög, e'ins og tíðkast á sorgargöngu, kváðu við í útvarpinu drykklanga hríð áður en tilkynningin um ósigurinn var flutt hlustendum; morguninn eftir voru öll dagblöðin með svörtum jaðars- röndum. Og vissulega var fyllsta á- stæða til uggs og harma .... Og nú kemur fram athyglisverður þáttur i hinni margslungnu skapgerð Goebbels. Það er eins og sigur eða ósigur Þýzkalands skipti hann ekki mestu máli þegar öllu er á botninn hvolft. Nú hafði skipt um leik á sviði ■— hinn stolti hetjuleikur hafði breytzt í válegan harmleik, og úr því sem komið var reið fyrst og fremst á að halda stilnum, gera hvert atriði sem mikilfenglegast og stórbrotnast. Þarna bauðst meistaranum ómetan- legt tækifæri til að sýna og sanna öllum heimi snilligáfu sína. Þannig virðist Goebbels hafa litið á málið fyrst og fremst. Dagbækur hans bera því ljóst vitni hvílíkan fögnuð það vekur með honum, þegar foringinn dáist að listrænum afrekum hans á þessu sviði; þó vekur það að því er virðist enn meiri fögnuð með honum, þegar honum berast þær fregnir, að jafnvel fjandmennirnir viðurkenni snilli hans. Þar er lauslega sagt frá hinum örlagarikustu og válegustu atburðum, einungis sem tilefni hinna frábæru listbragða hans sjálfs, en frá þeim og viðurkenningunni er ná- kvæmlega skýrt. Hafi Goebbels í rauninni verið farinn að leggja trún- að á það sjálfur, að æðri máttarvöld hefðu kjörið Hitler sem verkfæri sitt, hefur hann áreiðanlega ekki efazt um að þau hin sömu máttarvöld væru staðráðin i að haga svo atburðum, að heimurinn gæti minnst Josephs Goebbels sem hins mikla áróður- snillings allra alda — jafnyel þótt þau yrðu að fórna „sinni eigin út- völdu Þjóð“ i því skyni. Tilgangurinn er ekki lengur sá að nazisminn frelsi þýzku þjóðina og þýzka þjóðin frelsi heiminn, heldur harmleikurinn vegna harmleiksins. Þannig verður hinn mikli áróðursmeistari að lokum sínum eigin áróðri að bráð. Séðar í þessu Ijósi verða dagbækur hans frá síðustu styrjaldarmánuðun- um furðu skýr og merkileg heimild um sjálfan hann. Öll frásögn hans er gersneydd samúð; hann lítur á allt og alla á sama hátt og leikstjórinn lítur á atburði þá, sem gerast á svið- inu og leikendurna, sem þar koma fram. Að hans dómi eru leikendurnir yfirleitt lélegir, það er eingöngu snilli- gáfa hans sjálfs, sem bjargar sýning- unni. Hann fagnar því að samband hans við foringjann verður stöðugt nánara aftur, að sama skapi og sígur meir á ógæfuhliðina — það er honum viðurkenning þess, að þegar á reyni, sjái foringinn að hann sé sá eini, sem aldrei bregzt trausti hans, þótt allir aðrir bili. Viðurkenning .... aðdáun .... vera tekinn fram yfir alla aðra .... Ef einhver skyldi ætla að hér væri of sterkt að orði kveðið; það geti ekki komið til mála að sjálfsdýrkun Goebbels hafi verið svo takmarkalaus, tilfinningaleysi hans svo algert, má benda á lítið dæmi úr dagbókum hans; klausu, sem hann skrifar þegar allt er að hruni komið: „Oft virðist sem framkoma Berlínarbúa sé beinlínis þrungin trúarlegri tilbeiðslu. Konurnar ganga í veg fyrir mig, gera krossmark og biðja Guð að vernda mig. Þetta er ákaflega hrífandi. En ég geri lika allt, sem í mínu valdi stendur, fyrir þetta fólk .... Með dálitlu lagi, getur maður vafið því um fingur sér ...." Að geta vafið öðrum um fingur sér, og vera tekinn fram yfir alla aðra .... Samsærið gegn Hitler er öllum þeim, sem fylgdust með atburðum á þessum árum, eða kynnt hafa sér þá af bókum síðar, svo ljóst í minni að óþarft er að rifja það upp hér, enda ekki rúm til þess. E’kki verður þó hjá þvi komizt að geta nokkuð þeirrar hlutdeildar sem Goebbels átti i eftirleiknum og hvernig hann hag- nýtti sér hann til þess ýtrasta til að efla aðstöðu sína og áhrif hjá foringjanum, og má með nokkrum sanni segja, að þar hafi hann unnið sinn frægasta leiksviðssigur — og um leið þann síðasta. Ekkert bendir til þess, það er nú er vitað, að Goebbels hafi verið kunn- ugt um undirbúninginn að samsær- inu, endajsýndi sig að því var stefnt gegn honum; samsærismenn höfðu ákveðið að taka hann höndum um leið og sprengjan hefði ráðiö niður- lögum foringjans. Það var fyrsta vitneskjan, sem Goebbels hafði um þennan örlagaríka atburð, er hann frétti að foringjanum hafði verið sýnt + QtfAGÐGÖÐ s-n,6 + H(3P?AANDi SCOTT'S HAFRAGRJÓNIN eru nýjung á markaðnum. Þau eru drýgri, bragðbetri og kraftmeiri, enda heims- þekkt gæðavara. Reynið sjálf þessar þrjár uppskriftir. LeiObeiningar: 1 góðan hafragraut fyrir tvo; hrærið úr heil- um bolla af Scott’s hafragrjónum út I þrjá bolla af köldu vatni. Bætið út í sléttfullri teskeið af salti. Setjið yfir suðu og látið sjóða í fimm mínútur. Hrærið í af og til. (Borið fram með kaldri mjólk, þegar tilbúið). I gómsætan hafragraut notið mjólk eða mjólkur- blöndu í staðinn fyrir vatn eingöngu. 1 m. uppskrift. Fyrir tvo: Hrærið úr heilum bolla af Scott's hafragrjón- um út í þrjá og hálfan bolla af hálfsoðnu vatni. Bætið út i sléttfullri teskeið af salti. Haldið yfir suðu í eina mínútu. Hrærið í af og til. Takið hitann af og látið hafragrautinn standa í fimm mínútur. Borið fram með kaldri mjólk. Kaldur hafragrjónsréttur: Hellið beint úr pakkanum, bætið út á kaldri mjólk og sykri. — Þetta er dásamlegur réttur. SCOTTS hafraGRJÓNIN fást í næstu búð. Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ h.f. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.