Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 28
í KLÚBBNUM fáið þér góða skemmtun, mat og aðra þjónustu við yðar hæfi. Þér getið valið um: ÞÆGILEGAN MATSAL með dásamlegu útsýni KINVERSKAN SAL framan logandi ARINN skemmtilegt danspláss og góða hljómlist frá Hljómsveit HAUKS MORTHENS GRILL HORNIÐ KINVERSKAN BAR skemmti legan VEIÐIMANNAKOFA ÍTALSKAN BAR með góöu dansplássi og hljómlist frá NEO-TRÍÓINU og söngkonunni MARGIT CALVA VELKOMIN í KLÚBBINN 28 VJKAN GOEBBELS Framhald af bls. 13. Vissulega átti foringinn og flokkur- inn Goebbels margt og mikið upp að unna; og ekkert særði Goebbels eins og Það, er foringinn virtist ekki gera sér það fyllilega ljóst og setti hann á bekk með öðrum leiðtogum flokks- ins, sem Goebbels yfirleitt fyrirleit. Hjónaband Goebbels, afstaða hans til konu og barna, væri i sjálfu sér merkilegasta rannsóknarefni, ef nauð- synlega ljósar og áreiðanlegar heim- ildir um Það væru fyrir hendi. Hann var af flestum talinn góður og um- hyggjusamur heimilisfaðir, enda þótt það færi ekki milli mála að hann gæfi sér lítinn tíma til að sinna börn- unum. Og allt var það í sviðsetning- arstílnum þegar hann kom heim á kvöldin; Magda lét börnin standa í réttri röð í anddyrinu, Þvegin og greidd, og fagna honum, en þegar hann hafði heilsað þeim gengu þau fram, eitt í senn og eftir aldri, og fluttu stutta skýrslu um atburði dagsins; þegar hann hafði svo talað við þau nokkur orð, leiddi barnfóstr- an þau á brott. Samt sem áður unnu þau honum hugástum og dáðu hann, enda brýndi Magda það mjög fyrir þeim — að gömlum og rótgrónum, þýzkum sið. Vafalaust hefur Goeb- belt þótt vænt um börnin á sinn hátt, eða að svo miklu leyti, sem honum var það gefið að geta unnað öðrum og öðru en sjálfu sér, þótt lokaatriðið í skiptum hans við þau, geri það að óskiijanlegri ráðgátu. Afstaða hans til eiginkonunnar verður þó enn flóknari og vandskýrð- ari. Alla ævi var honum það nauðsyn að geta sannað sjálíum sér vald sitt yfir konum og karlmennsku sína í þeim viðskiptum, en um leið þráði hann það undir niðri að mega unna einhverri konu heilshugar. Vafalaust hefur hann komizt næst því að fá þeirri þrá sinni fullnægt, er hann kynntist Lidu Baarova. Mögdu kvænt- ist hann til fjár og bættrar aðstöðu, og til þess að þóknast foringjanum, sem hafði alltaf miklar mætur á henni, og brátt snerist hjúskaparaf- staða hans upp í það að geta með henni sem flest börn, og uppfylla þannig frjósemisboðorð flokksins um leið og hann sannaði umheiminum þar með karlmennsku sína í verki. Það er til marks um hégómagirnd hans, einnig á því sviði, að eftir að Hess var horfinn til Bretlands, gerði Goebbels sér mikinn mat úr því í viðræðum, að Hess hefði orðið að leita til kuklara um ráð við ófrjósemi sinni og væri býsna tortryggilegt hvernig þeim hjónum hefði loks tek- izt að eignast barn eftir margra ára hjónaband. En þótt vandi sé að fuil- yrða nokkuð í slíkum málum, er að minnsta kosti harla ólíklegt að Goeb- bels hafi nokkurn tíma unnað konu sinni hugástum. Afstaða Mögdu til hans er þó ef til vill enn meiri ráðgáta. Hún hafði slitið ástlausu hjónabandi við sér eldri mann og siðan notið lifsins um skeið, mjög frjálslega að sögn, unz hún giftist Goebbels, enda var hún þá bæði ung og falleg og gat veitt sér allt. Vafalaust hefur hún verið ástfangin af Goebbels fyrst í stað, en kunnugir fullyrtu þó að hún hefði verið enn ástfangnari af Hitler; sú ást hennar snerist seinna upp í beina guðsdýrkun, en tvennar sögur fara af því hvernig fór um ást hennar á eiginmanninum er frá leið. Þeir sem bezt þekktu til fullyrða að hún hafi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.