Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 23
Verzlunin Guðrún > Regnkápur úr bómullarpoplíni, en þær eru gerðar vatnsheldar með nýju efni, sem hcitir „Scotch Guard.“ Það er nokkurskonar silicone sem gerir það að verk- um að regnið festist ekki á káp- unurn — það perlar af jafnóðum, og eru því kápurnar þurrar, þeg- ar komið er í hús. Það fer ekki úr efninu við hreinsun, eins og venjuleg inpregnering gerir venjulega. Allar regnkápur, sem verzlunin hefur, eru frá Sviss og segir verzlunarstjórinn að þær séu sérstaklega vandaðar. Regn- kápan lengst t. v. er ljósblá og hægt að nota hana án beltis. Hún kostar 2240.00 kr. í miðið er dökkgræn terrylene regnkápa með vösum mjög neðarlega sem kostar 2600.00 kr. og t. h. er hvít kápa, stungin með ölluin saumum og kostar hún 1760.00 kr. Verzlunin Eygló Svart-hvít kápa úr léttu uliarboucle. „Við leggjum mesta áherzlu á, að hafa á boð- stólum hentug föt fyrir almenning, föt sem hægt er að nota við ólík tækifæri og allan ársins hring“, segir Lárus G. Lúðvigsson, forstjóri. „Flestar kápur, sem við höfum eru því heilsárskápur, en ekki miðaðar eingöngu við vissa árstíð, t. d. þetta stutta og stopula sumar okkaA“ Kápan er þverskorin á mjöðmunum, með fjórum föllum að neðan, og kragalaus Hún kostar 2285.00 kr. Verzlunin MarkaSurinn > Hollenzk sumarkápa, beinhvít, úr ullarefni með java- áferð. Leggingarnar eru settar á kápuna á sérkennilegan hátt, en í baki er há lokufelling. Verðið er um 3000.00 kr. Verzlunin GuSrún Þrjár kápur af hinu mikla úrvali, sem verzl. hefur á boðstólum. T. v. er ljósgrábrún kápa, rnætti segja að hún væri haframjölslit, Hún er brydduð með samlitum leggingum og kostar 3150.00 kr. f miðið er gul kápa, stungin með dökkbrúnu við vasa og handveg. Verðið á henni er 2655.00 kr. og t. h. er mynztruð kápa með klassísku sniði í ljósgrænum og gráum litum. Hún kostar 3200.00 kr. Þessar kápur eru frá Hollandi, eins og allar, eða flestar, kápurnar í búðinni. Þær eru keyptar hjá ýmsum þekktum fyrirtækjum, eins og Ile Groot og Mecona. V k s •. : .:;::xo:x:V: :; x ' ' <• '■'•í VIKAN ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.