Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 35

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 35
hennar og dró hana frá veggnum. Hann slökkti ljósið. Það var eins og að draslast með heilt hús að koma henni þangað, sem hann ætl- aði. Hún hékk á honum eins og lömuð. Hann óskaði þess aftur að þessu væri aflokið og hann væri orð- inn einn aftur. Hún þurfti nú ekki að vera með þessi látalæti, og það gerði hann taugaóstyrkan, að hún skyldi ekkert segja. Ef hún hefði sagt honum að hætta, hefði hann tekið hana á orðinu. Hann hratt henni niður á rúm- ið. Gamla, óstöðuga járnrúmið hans. Það hvæsti og urraði, eins og það mótmælti þessu fyrir hönd fjöl- skyldunnar. Hann beygði sig yfir hana og reyndi að snúa andliti henn- ar upp. Það var rennandi blauttt Hún grét. Hann varð alveg ringl- aður og fálmaði eftir lampanum á náttborðinu. — Kveiktu ekki, hvíslaði hún og þrýsti andlitinu aftur niður i kodd- ann. — Hvað er að þér? Ertu veik? Hann hristi hana til. Eina svarið sem hann fékk voru stunur. Honum fór ekki að verða um sel. lívað hafði hann gert? — Heyrðu, sagði hann og kveikti á lampanum. Hvað er að? Hann neyddi hana til að snúa sér við. Það var hræðilegt að sjá á henni andlitið. Svertan kringum augun hafði öil runnið út og and- litið var allt i svörtum flekkjum, og varaliturinn hafði klístrazt út á kinnar og niður á höku. Honum hefði átt að finnast hún hlægileg, en það fannst honum ekki, þvi inni i öllum flekkjunum sá í tárvot augu hennar, full af angist. — En, sagði hann og skildi hvorki upp né niður. Ertu að skæla? Ég hélt ... — Það er sama hvað þú liélzt. Ég — ég vil það ekki. Hef aldrei vitjað það. En — ég — ætlaði að reyna. Hann vissi elcki sitt rjúkandi ráð. Hann strauk herðar hennar, sem skulfu af ekka. — Allir aðrir hafa reynt það. AIl- ir nema ég. Ég hélt ekki — að það mundi vera svona — erfitt. Ég vil það ekki — vil það ekki. Hann skammaðist sín svo, að hann óskaði þess að jörðin gleypti hann. Þvilíkur óþokki gat hann verið! Hvað átti hann að gera? — Heyrðu Maríanna, gráttu ekki — ég — ég ætlaði ekki beinlínis — ég hélt að þú — ég meina — æ, gráttu ekki Marianna, ég er samt hrifinn af þér! Hann hlustaði á sín eigin orð. En þetta var satt, ekki bara eitt- hvað, sem hann sagði til að hugga hana. Hann stakk hendinni í vas- ann og fór að leita að vasaklút. Hann var ekki vel hreinn, en það var andlit hennar ekki heldur. Hann byrjaði að þurrka af henni varalitinn og alla svertuna, þar sem hann komst að fyrir handleggnum, sem hún hélt fyrir sér. Loks leit hún á hann. Eftir að hafa grátið af sér alla málninguna, líktist hún þeirri Mariönnu, sem hann hafði haldið að væri til, einu sinni fyrir löngu, áður en hann hafði lært að allt kvenfólk var eins, bæði útvortis og innvortis. Maður varð eldri og reyndari, lærði sitt af hverju og allar hug- sjónir manns voru kæfðar 1 fæðingu. Það var sárt, en þannig var gang- Telpukápon Q1QI tvíofið þýzkt ullarefni - 4 tízkulitir. Verzl. SIF, Laugavegi. — Verzl. EROS, Hafnarstræti. Verzl. SÓLEY, Laugavegi. — Verzl. FONS, Keflavík. Verzl. ANNA GUNNLAUGSSON, Vestmannaeyjum. SOKKABÚÐIN, Laugavegi. Heildsölubirgðir: YLUR H.F. Sími 13591. ur lífsins. Svo kom það allt í einu i ljós, að ein og ein hugsjón hafði komizt lífs af. Það voru til stelpur, sem voru ekki eins og allar hinar. Það gat verið að þær væru ekki neinar draumaprinsessur — en það höfðu nú allir sina galla, ekki sízt hann sjálfur. Hann varð allt i einu svo glaður, eins og hann hefði gert mikla uppgötvun. — Sune — finnst þér ég vera — barnaleg? Hún var ógreidd og úfin, vang- arnir bólgnir og blautir, og hún leit út eins og krakki, sem hefur gert eitthvað illt af sér og vill láta hugga sig. — Mér finnst þú ágæt! sagði hann rólega. Nú hefði hann langað til að kyssa hana, nú voru varir hennar mjúkar og hreinar og hrífandi, en hún mundi kannski halda að hann ætlaði að fara að byrja aftur og hann vildi ekki hætta á það. Ein- mitt núna var það mikilvægt að hann gerði ekkert, sem gæti vald- ið misskilningi. — Heyrðu, það er kannski bezt að við förum, sagði hann. Ef ein- hver skyldi koma — þau gætu haldið ... Hún blóðroðnaði. — Réttu mér töskuna, gerðu það! Ilann tók um höndina, þegar hún teygði sig eftir töskunni. — Þú ert miklu sætari svona, sagði hann og hélt töskunni svo hún náði henni ekki. — En Sune ... Þá kyssti hann hana, bara svo- litið — svo að hún misskildi það ekki. — Þú ert sæt, hvíslaði liann, og þegar augu hennar ljóniuðu, hugs- aði hann með sér, að sannara orð hefði liann aldrei sagt. — Ég er svo glöð, livíslaði hún. Allt er orðið svo gott og öðruvisi, svo — fallegt, 1 nótt ætla ég að láta mig dreyma um þig. Dreyma — hugsaði hann. Nú þeg- ar hann sá hilla undir einhverja framtíð, var svo margt, sem hægt var að dreyma um. Hann gæti farið á tækniskólann og hætt á verkstæð- inu — það var ágætt að hafa lokið verklega náminu af — svo gæti hann orðið verkfræðingur, fengið góða stöðu og unnið fyrir mikíum peningum — og þá gæti hann boð- ið kærustunni sinni á fina staði á laugar dagskvöldum! — Ja, kvenfólk, sagði hann blíð- lega. Ég er nú enginn draumaprins. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.