Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 13

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 13
Annars er það enn ein sönnunín Um ándstæðurnar í íari Goebbels, að hann mat Churchill mikils og hikaði ekki við að láta það í ljós í samtölum við gesti slna — einkum þegar hann þurfti að koma lagi á Ribbentrop, sem hann fyrirleit mest allra leiðtoga nazistaflokksins. „Hann hefur komizt yfir auð sinn méð kvonfangi sinu, keypt sér aðalsnafnið og fengið embættið með svikum“, sagði hann. Svipað komst hann að orði um flesta hina leiðtogana. Göhring fyrirleit hann takmarka- laust, einkum fyrir óhófslíf hans og heimsku. Hann gagnx-ýndi jafnvel foringjann sjálfan, þegar svo bar undir — og yfirleitt var það sérkenni hans að hann gagn- rýndi miskunnarlaust allt og alla og tortryggði alla. Þegar leið á styrjöldina, hat- aðist hann við alla herforingjana og ráðunauta Hitlers, þar sem hann taldi Þá blekkja hann og villa honum sýn — en þó fyrst og fremst að þeir kæmu i veg fyrir að hann sjálfur mætti hafa þau áhrif á Hitler, sem annars gætu bjargað öllu við. Það er og ekki ólíklegt, að hernaðarsaga Þjóðverja á Rússlandi hefði orðið talsvert önnur, ef Hitler hefði viljað hlíta þeim ráðum Goebbels að þýzki herinn kæmi þannig fram í þeim héruðum Rússlands, sem hann náði á vald sitt, að íbúarnir gætu álitið sig frelsaða undan valdi Stalins og yrðu Þjóðverjum vinveittir. En Hitler fór þar að gagnstæðum ráðum annarra. Ekkert sveið Goebbels þó meir en það, að Hitler skyldi skipa sérstakan „blaða- fulltrúa“ ríkisstjórnarinnar, Otto Dietrich, sem ekki heyrði einu sinni undir ráðu- neyti Goebbels, heldur beint undir stjórnarskrifstofu Hitlers sjálfs og var ábyrgur gagnvart honum einum, enda kostaði það Goebbels oft mikil heilabrot og erfiði að bæta úr mistökum hans og axarsköftum. 1 októbermánuði 1941 lýsti Dietrich til dæmis yfir því á blaðamannafundi, að rauöi herinn væri gersigraður og styrjöld- inni i Rússlandi mætti þar með kallast lokið — og er haft fyrir satt að þá hafi Goebbels froðufellt af reiði. Þó gerði Dietrich ef til vill enn ófyrirgefanlegra axar- skapt, þegar hann hnýtti þeirri athugasemd aftan í tilkynninguna um hið sögulega flug Rudolfs Hess til Bretlands, að það hefði lengi verið vitað að hann væri geðsjúkur. Þótti Goebbels þá að vonum sköi'in færast upp í bekkinn, þegar sjálfur blaðafulltrúi foringjans léði fjandmönnunum þann áróðurshöggstað á flokksforyzt- ÁRÓÐURSMETSTSRT HTTLERS F)Ó R DI O C SÍÐASTT HLUTT SVIÐSETNIN G TORTÍMINGAR- Það líður að endalokum þriðja ríkisins. Hitler hefur fengið „ó- yggjandi sannanir fyrir óskeikuileika sínum“ og Goebbels styður hinar brjálæðislegu skoðanir hans þar til allt hrynur og sjálfs- morð er síðasta úrræðið fyrir báða. unni, að nánasti ráðgjafi og kjörinn eftirmaður foringjans hefði lengi verið geð- sjúkur maður — og flokksforyztan vitað það! Aftur á móti fannst Goebbels sem lánið léki við sig, Þegar hann fékk að leika ái'óðursbrögð sín eins og hann helzt vildi. 1 júnímánuði 1941 var honum til dæmis leyft að tilkynna það í „Völkischer Beobachter", að loks yrði gerð alvara úr hinni margumtöluðu innrás í England, en láta síðan gera blaðið upptækt — þó ekki fyrr en erlendir fréttaritarar höfðu komizt á snoðir um tilkynninguna. Þessi kænskubrella var að sjálfsögðu til þess gerð að leiða athyglina frá lokaundirbúningnum að innrásinni í Sovétríkin. Svo langt gekk hann þá í leik sínum, að hann lét koma þeirri sögu á kreik, að hann hefði fallið í ónáð hjá Hitler fyrir að ljóstra upp um hernaðarleyndarxnál. 1 hópi nánustu kunningja sinna og samstarfsmanna skemmti hann sér konunglega þegar hann ræddi um þessa snjöllu brellu; sló þá fingrum á enni sér og mælti með aðdáun: „Þetta höfuð .... þetta höfuð ....“ Þegar á leið styrjöldina ræddi Goebbels margt um það, að hann mundi draga sig 1 hlé frá allri pólitik að henni lokinni, setjast að á sveitasetri og semja sagnfræði- rit. Fyrst og fremst var það ævisaga Hitlers, sem hann hugðist skrifa og leggja dagbækur sínar henni til grundvallar; átti þetta að verða verk 1 mörgum bindum og voru tvö þau fyrstu þegar fullsamin, að sögn hans. Þá hugðist hann rita sögu Þýzkalands frá 1900; auk þess stórt ritverk um „kristni og kristindóm, sem hefði mikla, stjórnmálalega þýðingu", og loks fræðirit mikið um kvikmyndir og kvik- myndagerð. En það fullyrti Goebbels, að hann skyldi sjá svo um, að Helmuth, sonur sinn fengist aldrei neitt við pólitík, heldur skyldi hann verða stórbóndi. „Pólitíkin •eyðileggur skapgerðina, eflir ofurkapp og ofmetnað og talar óhjákvæmilega til lægstu hvatanna. Máleíni það, sem maður vill bera fram til sigufá, verður sifellt þýðingarminna, baráttan fyrir persónulegum völd- um og baktjaldaátökin við andstæðinga og meðbiðla, loks hið eina, sem máli skiptir". Furðuleg yfirlýsing af vörum Goebbels. Með réttu og röngu þakkaði Goebbels sér hinn mikla fram- gang nazismans — enda þótt hann gæfi foringjanum jafnan dýrðina. Hann taldi sig hafa átt frumkvæðið að því að innlima verkalýðshreyfinguna í þjóðernishreyfinguna, en sú fullyrðing hans var að minnsta kosti mjög vafasöm. Hann kvaðst hafa sigrað Berlín, en án þess hefði nazisminn aldrei orðið annað en „sveita- pólitík" og var sú íullyrðing hans sönnu nær. Þá kvað hann nazistaflokkinn eiga allra ytri reisn og glæsibrag sér að þakka — fyrirkomulag fjöldafunda, hópgöngur undir fánum og með gjallandi tónlist, blysfarirnar og önnur slík sviðsetning væri sitt verk. Verður sú fullyrðing varla vefengd. Ekki heldur sú full- yrðing hans, að hann væri höfundur „foringja-helgisagnarinnar", sem gerði Hitler ekki einungis óskeikulan, heldur og að vissu leyti goðborinn að eðli, jafnvel ódauðlegan og ósæranlegan, að minnsta kosti þangað til hlutverk hans væri fullkomnað — að leiða þýzku þjóðina til sigurs og öndvegis í heiminum. Það á- róðursbragð er eitt hið djarfasta, og um leið hið snjallasta, sem um getur í sögunni, sér í lagi með tilliti til Þess, að þar var eitt af rótgrónustu og sérstæðustu skapgerðareinkennum þýzku þjóðarinnar hagnýtt til hins ýtrasta til framdráttar flokknum og stefnunni — og um leið svo augljóst, að nálgaðist óskamm- feilni, að minnsta kosti i augum annarra þjóða, sem voru furðu lostnar yfir því, að svo menntuð þjóð skyldi láta bjóða sér slikt. Framhald á bls. 28. MYNDIRNAR. Að ofan: Goebbels Ijómar af hrifningu, þegar hann klappar fyrir foringjanum, sem hann taldi til æðri máttarvalda. Við hlið hans stendur kona hans, Martha. — 1 miðju að ofan: Goebbels í hópi gamalla sam- herja. Hann hafði þó aldrei ver- ið hermaður sjálfur. — Að neð- an: Ein stoltasta stund í ævi Goebbels: Foringinn útnefnir hann áróðursmálaráðherra. — Lengst til vinstri: Þannig leit Goebbels út, þegar Rússar náðu fundi hans. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.