Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 31
Hárió verður fyrst fallegt meó 0m Km SHAMPOO silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og WHITE RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn gljáandi blæfegurð — laðar fram hinn dulda yndisþokka. Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir — ein þeirra er einmitt fyrir yður. Toni framleiðsla tryggir fegursta hárió tvistigu og þoröu ekki aö hafast að. Speer var sá eini, sem hafði þrek og karlmennsku til að horfast i augu við staðreyndirnar; hann trássaðist við að hlýða hinum brjálæðiskenndu fyrirskipunum foringjans um gereyð- ingu iðnaðarins, hann gerði sér ljóst hvað það kostaði þýzku þjóðina að halda þessu vonlausa viðnámi áfram og láta sem ekki þyrfti að hugsa fyr- ir neinu, þegar styrjöldinni væri lok- ið. Hann athugaði meira að segja þann möguleika að dæla eiturgasi inn i loftrásarkerfi neðanjarðar- byrgjanna, þar sem Hitler hafðist við, í því skyni að binda endi á þetta brjálæði, sem ekki mundi réna á meðan foringinn var á lífi. 1 janúarmánuði hélt rússneski her- inn yfir Pólland, inn í Slésiu að Oder og nálgaðist nú Berlín og Vínarborg. 1 marz héldu brezkar og bandarískar hersveitir yfir Rín, i aprílmánuði bar bandarískar og rússneskar hersveitir samtímis að E'lbe, en Rússar tóku það sem enn var eftir af Austur- Prússlandi herskildi og sömuleiðis Vínarborg. Þar með var styrjöldinni eiginlega lokið — Berlín opin og varnarlaus .... Hitler hafði ekki lengur neina hug- mynd um hvað fram fór. Á fundi, sem efnt var til niðri i „foringja- byrginu" á 56. afmælisdegi hans, varð hann óður af reiði þegar minnzt var á að hann, og þeir sem enn voru eftir í stjórn hans fiyttust suður á bóginn — aðalstöðvar foringjans voru niðri í byrginu, og þaðan kvaðst hann stjórna styrjöldinni áfram. Tveim dög- um seinna, þann 22. apríl, fluttu Goebbels og Magda með börnin sín sex niður í byrgin til hans. Einhvern tima hlýtur að koma aÖ því, að skáld og sálfræðingar leiði Mögdu Goebbels fram á sjónársviðið, þótt enn sé ekki unnt að sjá fyrir hvern þeir gera hlut hennar. En örð- ugt verður það þá að kveða upp sann- an og óhlutdrægan dóm yfir henni; til þess verða viðkomandi fyrst og fremst aö hafa gerkynnt sér um- hverfiö og andrúmsloftið, sem hún lifði í siðustu mánuöina — og haÖ er spurning, hvort nokkrum er yfir- leitt léð þaö ímyndunarafl, sem til þess þarf. Sennilega veröur þaö öllu auðveldara fyrir þá höfunda ,aÖ gera sér sálfræðilega grein fyrir afstööu Möadu. konunnar. til þeirra tveggja karl^anna. sem tengdastir voru hinni hryll'legu ákvöröun hennar, foringj- ans og eiginmannsins, og er þó engum auðvelt aö skyggnast inn í leyndust.u hugarfylgsni annarra. Ekki verður gerð nein tilraun til þess hér, heldur aðeins sagt i fám orðum frá þvi hvern'v það varö Magda, sem aö lok- um yfirgnæfði alla hina brjálæðis- kenndu snilli og óhugnanle'gu hug- kvæmni eiginmanns sins við sviðsetn- ingu tortimingarharmleiksins — ekki til bess að sýnast og ekki til bess að hljóta aðdáun og hrós fyrir snilli sína, eða verða sér úti um „eilíft líf“ I sögunni, heldur ... þvi getur víst eng- inn svarað enn. og það er vafasamt að bví verði nokkurn tima svarað óvggiandi og til hlítar. Þeir eftirlifandi, sem gerzt þekkja til. fullvrða að það hafi verið Magda sjálf, sem átti hugmyndina að þvi, að stytta ekki einungis sjálfri sér aldur heldur og hinum ungu börnum þeirra hjóna. öllum sex, þegar „öllu lyki“. Þeim ber saman um það, að bæði Goebbels og systir hanS, auk ýmissa annarra, hafi reynt að fá hana til að hætta viö það — þyrma börn- unum aö minnsta kosti. En viö þaö var ekki komandi. Það veitir ef til vill nokkra hug- mynd um andrúmsloftið í neðanjarð- arbyrginu, þar sem skuggi hins hálf- vitskerrta foringja þrúgaði öllum eins og djöfulleg martröð, að sérhver af hans nánustu hafði þegið áf honum eiturhylki, sem hann útdeildi sem eins konar „hinsta sakramenti" til sinna trúuðu, og þeir varðveittu síðan á sér sem helgan grip, unz þeir stóðu andspænis þeirri ákvörðun, sem úr skar. Að sjálfsögðu utdeildi foringinn þessu „hinnsta sakramennti" einnig til Goebbels og Mögdu, sem alltaf var honum einkar kær og tilbað hann og dýrkaði eins og guð sinn — hún var meira að segja ein af þeim fyrstu úr hópnum, sem hann auðsýndi slíka náð, en einkalæknir Hitlers, hinn ógeðs- legi skottulæknir, „prófessor Morell,“ mun hafa látið henni i té eitur- skammta að auki, svo hún gæti svipt börn sín lífi. Það var því ekki eins og Magda Goebbels gerði þetta í stundar örvænt- ingu — hún hafði margra daga frest til umhugsunar, það er meira að segja mjög líklegt að hún hafi verið búin að hugleiða það vikum saman áður en hún fékk eitrið í hendur, og samt íéllst henni ekki hugur. Orð þau, sem hún lét falla við einn af nánustu samstarfsmönnum Goebbels, eru sennilega með þeim átakanlegustu, sem höfð hafa verið eftir nokkurri móður: „Þegar ég hátta börnin mín á kvöldin og kem þeim í rúmið, og mér verður hugsað til þess að ég neyðist til aö myrða þessa blessaða sakleysingja að nokkrum vikum liðn- um, er ég oft að örvæntingu komin, svo mjög kvelur það mig. Og ég spyr sjálfa mig, hvaðan mér eigi að koma þrek og kraftur til að framkvæma það, þegar þar að kemur . .. Aðeins nokkrum dögum áður en þar að kom, reyndi Goebbels að fá hana til að flýja með börnin vestur á bóginn, svo þau lentu í höndum brezkra. „Bretar vinna okkur ekki nokkurt mein,“ fullyrti hann, en Magda hafn- aði þeirri uppástungu umsvifalaust. Síðustu dagana dvaldist Goebbels öllum stundum hjá börnunum, lék sér við þau og reyndi á allan hátt að gera þeim innilokunina í neðanjarðar- byrginu sem bærilegasta, en Magda annaðist matreiðsluna og heimilis- verkin. Ber öilum saman um að þá liafi ekki sézt á henni nein merki ótta né hryggðar; hún hafi verið kát og glöð og gengið brosandi um, létt VIKAN 3X

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.