Vikan


Vikan - 24.05.1962, Qupperneq 15

Vikan - 24.05.1962, Qupperneq 15
Matsöluhúsið þar sem Helga bjó. Helga Finnsdóttir, blaðakona hjá Vikunni, hefur verið úti í Þýzkalandi í vetur við nám í blaðamennsku, þýzku o. fl. Hún dvaldist um tíma í Bad Aibling, þorpi sunnan við Miinchen og hér segir hún frá þýzkri nákvæmni, allra þjóða fólki í skólanum og ýmsu því 3em orðið hefur á vegi hennar. hvort eru þær ómerkilegar, eða væmnar, þeir þræða aldrei neinn meSalveg, þar af leiðandi hættir þeim til að verða fanatískir, en þaS er einnig ástæSan fyrir dugnaSi þeirra, svo sjá má að alit hefur sína kosti og sína gaila. /■ y G HRÖKK upp úr hugsunum minum viS að lestin var komin til Bad Albling og 1 y ég varS aS taka til handa og fóta aS forSa mér út, því þýzkar lestir hafa þann leiS- iniega siS, aS stoppa þegjandi og hljóðalanst á áfangastað, og farþeginn verður að gera svo vei að nota sitt hyggjuvit, ef hann vill vita hvar hann er staddur og hvenær hann á aS fara lit. Mér tókst að bjarga mér og öllum farangrinum, sem var hreint ekki svo litiil, mér virSist annaS fólk á ferSalagi vera meS alls engan farangur, að minnsta kosti fer ekkert fyrir honum, en ég er alltaf hlaSin bögglum og pinklum. Þegar ég loksins slappaSi af á brautarpallinum, uppgötv- aSi ég, að ég hafði gleymt handtöskunni inni. Örvæntingarfulit látbragS mitt hefur víst komiS gráu heilasellunum af stað hjá farþegunum, því þar sem ég hljóp á eftir lestinni á fullri ferð kom taskan fljúgandi út um einn gluggann. Þá hafði ég endurheimt aleiguna og öll min persónulegu skilriki, fyrir utan „andlitiS“ og mynd af þeim heittelskaSa. Ég er ákaflega bjartsýn aS eSlisfari og þaS eru einmitt svona hlutir, sem gera mig bjartsýna. Þá var næst aS gefa sig fram í skólanum. SkólahúsiS reyndist vera stórt múrsteinshús í yndislega fallegum garði með tjörn og laufskála, allt naut þetta sín vel, því veðrið var milt og blítt og mikil sól, rúmri viku áSur hafði ég yfirgefið ísland í kulda og dimmviðri. Skóla- stjórinn, iitill og ákaflega þýzkur í útliti, var eklcert nema elskulegheitin og af því að ég sagSi Guten Tag, þegar hann bauð góðan daginn og settist, þegar hann sagði, Nehmen Sie Platz, bitte, var það útkljáS mál, að ég skildi þýzku. Ég skildi þetta seinna, þegar ég vissi að hann bar mig saman við Japana, sem koniu beina leið frá Japan og töluðu ekkert nema japönsku, mér er hulin ráðgáta, hvernig hann fór að því, aS flokka þá niSur í bekki, eSa svertingja, sem komu beint úr frumskógum Afrílcu. TRAX þegar kennslustund var lokiS byrj- aði spurningakliðurinn og þegar þau heyrðu að ég væri frá íslandi var þaS ákaflega spennandi, þá væri ég vikingur. SiSan myndin Vikingarnir með Janet Leigh og Kirk Douglas hefur farið sigurför um heiminn, eru víkingar ákaflega vinsælir. Ég er kannski ekki alveg eins og Janet Leigh og Sviinn sem var í bekknum, minnti ekki beint á Kirk Douglas, en viS virtumst taka þeirra stað í hugum skólasystkinanna. Svo voru spurningar, eins og hvort við töluðum ensku, hver væri konungurinn, livort það væri ekki hroðalega kalt og allt þakið snjó, hvað landið væri stórt og hve íbúarnir væru margir. Ég átti í mestum erfiðleikum með þær tvær síðastnefndu, þvi þó ég hafi marglært þetta á ég ómögulegt með að muna tölur, en ég hafði upp á staðreyndunum og þaS veitti ekki af að læra þær rækilega utan að, þvi þetta voru sígildar spurningar. Flestir sem ég talaði við, bæði þarna og annars staðar, sögðust einhvern tima ætla að fara til íslands eða langa þangað. Gamla Frón virðist hafa eitthvert sérstakt aðdráttarafl. IG LANGAR til að lýsa bekkjarsyst- kinunum ofurlítið nánar. Stewart var hár og harðgerður Skoti, þéttur á velli og þéttur i lund og ákaflega ánægður með sjálfan sig, eins og þegnum Stóra-Bretlands ber að vera. Pabbi hans bjó 'til myndirnar meS Norman Visdom, og sagði hann mér, að Norman væri skapillur og leiðinlegur hversdags. Stewart sat öðrum.megin viS mig og hinum megin sat Kramer, burstaklipptur, frá New York, nákvæm- lega eins og boxari í útliti, en mjög góður og barnalegur i sér, eins og titt er um Ameriku- menn. Stewart og Kramer áttu í eilífum deilum, þeim bar ekki saman um, hver væri bezti sund- rnaSur í heiminum, Stewart sagði að hann væri enskur, Kramer sagði að hann væri amerískur, Englendingar áttu forláta flugvél, Ameríkumenn áttu einhverja betri og þar frarn eftir götunum. Það vakti athygli mina, að allir í bekknum voru að læra eitthvað eða vissu hvað þeir ætluðu að verða, nemá Kramer, hann hafði ekki hugmynd um jiað, sagði bara brosandi og tuggði sitt liggjó, að hann hefði ekkert hugsað út f það ennþá. Svo var Larson, sænski víkingurinn, freknótt- ur, ljóshærður og bláeygur og afskaplega glað- lyndur mcð sinn sjunganda sænska hreim i þýzkunni. Þýzka ioftslagið virkaði ákaflega mis- munandi á menn, eins og gefur að skilja og þegar Stewart kom stynjandi i skólann á morgnana, þvi hann hafði veriS að drepast úr hita og þurft að kasta af sér öllum sængum og afkiæða sig, skildist mér, til að fá almenni- legan skozkan svefn kom Larson náfölur og hríöskjálfandi úr kulda, vanur upphituðum sænskum húsakynnum. Stewart átti einnig í miklum deilum við Mátthew, sem þó furðulegt megi virðast, var enskur líka. En þeir voru úr sitt hvorum skól- anum og deildu um ágæti skóla sinna. Matthew var lifandi alfræðibók um leikrit ailt frá örófi alda fram að Ionesko og afskaplega rólyndur. Enn átti Stewart í deilum og það var við svert- ingjana. Mátti halda að hann væri sérstakur fulltrúi nýlendumálaráðherra Breta, með svo miklum ákafa ræddi hann, hvað Bretum væri mikil nauðsyn að halda nýlendum sínum, við Lawamba, Kallikabulu og hvað þeir nú hétu. En þeir bara brostu eins sauðarlega og svert- ingjum einum er unnt og manni var ekki grun- laust um, að þeir væru að brosa að því, hvaS Bretar væru barnalegir og eftir að hafa rætt við þá um markmið þeirra og aðstæður i lönd- um þeirra og sett sig inn i áform þessarar og þessarar leynihreyfingar, var manni ekki grun- laust um að þeir mundu ekki láta aS sér hæða. EMENDUR í skólanum voru áttatiu og þar af fjórar stúlkur. Ein þeirra var jap- önsk, agnarlítil, meS hendur og fætur jafnstóra og eldspýtustokka. Hún sat eins og dúkka i öllum timum og brosti hæversklega, þegar litið var á hana og sagði aldrei orð, nema yrt væri á hana. Hún félck ókjör af bréfum daglega og einhvers konar linurit, þvi hún var méðlimur i einhverjum róttækum stjórnmála- flokki. Það er víst ákaflega mikið i tízku í Jap- an, að konur séu i stjórnmálum. Ég gat aldrei felit mig við, þegar hún flissaði i tíma og ótíma og stakk hnefanum upp í munninn, en kannski liefur henni fundizt einhver af mínum siðum jafnóviðkunnanlegur. Hinar tvær stúlkurnar voru ítalskar og grískar. Nemendur bjuggu allir á prívatheimilum og ég var svo heppinn að lenda á pension rétt lijá skólanum. Eigandi pensioninnar var ekkja, sem hugsaði ekki um annað en að leita sér að eigin- manni. Sonur hennar trúði mér áhyggjufullur fyrir því, að ekkj hefðu nema fjörutíu dagar Framhald á bls. 37. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.