Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 3
VIKAN og Smknin Hábrliim fr« QM. Tækni- og tilraunadeildir General Motors eru til húsa í miklum bygg- ingum að Warren í Michigan. Verk- fræðingur sá, sem kunnastur er fyrir uppdrætti sina að yfirbyggingnm bila, sem þetta risafyrirtæki fram- leiðir, heitir Bill Mitchell. Og þar sem hann hefur sjálfur mikinn á- huga á sportbílum, er það honum í senn starf og yndi að gera upp- drætti að yfirbyggingu slikra farar- tækja. Fyrir skömmu hafa verksmiðj- urnar þarna lokið við að smíða sér- staka yfirbyggingu á Corvettebíl, eftir teikningum hans. Sú yfirbygg- ing á þó harla litið sameiginlegt við hina venjulegu Corvette-yfirbygg- ingu, heldur er þarna um að ræða einskonar „sport-útgáfu“, og hana svo glæsilega að hinum ótalmörgu sportbilaunnendum vestur þar mun finnast, sem nú rætist þeirra djörf- ustu draumar. Þessi sportútgáfa hefur hlotið nafnið „Hákarlinn", og ekki að ó- fyrirsynju. Það er eltki eins og bíll- inn minni ósjálfrátt á hákarl, heldur ■ er það af ráðnum huga gert. Bill Mitchell er nefnilega líka mikill sportveiðimaður, og hefur meðal annars unnið það afrek að draga hákarl á stöng. Og til þess að sann- færa væntanlega gesti sina um það afrek, lét hann fiá skrápinn af ill- fiskinum og „stoppa hann upp“, og hengdi hann síðan á vegg yfir arn- inum heima hjá sér. Svo var það ■ einhvern tima þegar hann var að virða skepnuna fyrir sér, að hann gleymdi því algerlega — hvað kom þó sjaldan fyrir — að dást að því hvílíkur íþróttagarpur það væri, sem drægi slíkt illfiski á stöng, held- ur var sem hann sæi liákarlinn á hjólum.... fjórum hjólum.... og hann settist tafarlaust við teikni- iborðið. Enginn skyldi þó ætla að Corv- 'ette-Hákarlinn hafi orðið til þarna / næsta blaði verður m. a.: • Einn marhnútur á tuttugu þúsund króna heimsmeistarastöng, eftir Loft Guðmundsson. Loftur hefur farið á sjóstangaveiðar með Nóa og segir hér frá veiðiförinni í gamansömum tón. • Aðsent bréf: Hvor var sterkari, Finnbogi rammi eða Vaslov. Til- efni greinarinnar er frásögn af sterkasta manni heims, Rússan- um \uri Vaslov, sein birtist í Vikunni, Greinarhöfundur dregur í efa, að hann hafi verið sterkari en Finnbogi ramrni og Grettir. • Holan. Pínulítib óhugnanleg saga eftir A. Porges. • Ævintýrið um rieinz Noruhoff og Volkswagen. Hver á hugmynd- ina að Fólksvagninum, hvenær var hún framkvæmd og hvernig stendur á því að Volkswagenverksmiðjurnar eru nú orðnar stærsta fyrirtæki Þýzkalands? • Beðið eftir bréfi. — Smásaga. • Yoga hins nýja tírna. Síðasta grein frú Steinunnar S. Briem um Yoga. • Hin dimma þrá. — Grein eftir dr. Matthías Jónasson. • Fólk á förnum vegi: Blaöaútgefandí á bezta aldri. Rætt við Björn Sigurbjörnsson, Einarssonar biskups, sem gefur út fjölritað blað. • Kalt borð á Borginni o. fl. • Níundi og næstsíðasti hluti verðlaunagetraunarinnar. Volkswag- enbíll í verðlaun. • Svavar Gests skrifar uni plötur og dansmúsík. Vikuklúbburinn, pósturinn, tækniþáttur, verðlaunakrossgáta, stjörnuspá, blóma- þáttur, myndasögur og framhaldssaga. á stundinni. Bill teiknaði og teikn- aði í rnarga daga; fyrst hákarlinn, sem eins og allir vita er ákaflega hraðskreiður á sundi, vegna þess hve öll skrokkbygging hans nálgast fullkomið straumlinuform. En smám saman hreyttist hákarlinn svo i með- förum hans, og varð eins konar kyn- blendingur bíls og hákarls, og loka- árangurinn varð svo Corvette-Há- karlinn, hinn nýi sportbíll frá Gen- erai Motors, sem hvarvetna vekur nu hina mestu athygli. Yfirbyggingin er að miklu leyti úr harðplasti. Framhluti hennar ber það með sér, að þar hefur liákarls- hausinn verið mjög hafður til fyrir- myndar, en liturinn á allri yfirbygg- ingunni er eins og á hákarlsskrokk — biágrár og dekkri að ofan en ljós- ári. að neðan. Bíllinn er tveggja sæta, og innbúnaður hans allur hinn vandaðasti, sætin hólstruð gúm- svampi og dregin ekta leðri. Hreyf- iliinn er að visu venjulegur Corv- ette-hreyfill, en þó hefur honuni verið breytt þannig að átak lians verður 400 hestöfl. Viðbragð bílsins Framhald á bls. 38. >amtíðarmenn í spéspegli lastþynnunnar — sjá framhald. Útgefandi: Hilmir h.f. Kltstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) Anglýsingastjóri: Jóhannes JörundsRon. Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. Hitstjórn og auglýsingar: .SkiphoJfi 33. Símar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósihólf 149. Afgreíðsla og dreifing: Blaðadreífing, Laugavegi 133, simi . 30720. Dreífingarstjóri: Óskar Karls- son. Verð í lausasölu kr. 15. Áskríft- arvc-rð er 200 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Pre.Htun: Hilnoir. h.f. Myndamót: Bafgraf h.f. , , >? „Hákarlinn“ frá G. M. í tilefni þess að Ólafur Thors, forsætis- ráðherra er nú í aldarspegli Vikunnar, höfum við fengið Halldór Pétursson, listmálara, til þess að teikna forsíðumynd af honum. Þið takið ef til vill eftir því að önnur og betri áferð er á þessari forsíðu heldur en venjulega. Það er vegna þess að Vikan hefur lagt í þann kostnað að hafa ögn betri pappír í kápunni og verður svo framvegis. Dagblaðapappír er ótollaður, en þeirn sem vilja reyna að setja menningarsvip á íslenzk blöð og tímarit er refsað með mjög ósanngjörnum tollaákvæðum. Útlend blöð eru hinsvegar flutt inn ótoliuð og borið við umhyggju fyrir menningunni. Menntamálaráðherra mætti gjarnan hugleiða það, um leið og hann skoðar þessa rnynd af Ólafi Thors, hvort ekki kæmi til greina að gefa íslenzkum aðilum jafna aðstöðu á við út- lendinga við það vandasama verk að bjarga menningunni. VIKAN g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.