Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 16
ÚTDRÁTTUR. Eva Rönne hjúkrunarkona hefur ráðið sír til starfa við sjúkrahúsið í Sólvík sumarlancrt. Lilian frænka hennar er gift skurðlækninum, Ein- ari Banp:, en þau hafa kynnzt á námsárunum. Eva osr hann. Einar rækir starf sitt af mikilli samvizku- semi oet tekur sárt hve mjöj; hann verður að afrækja eÍRÍnkonu sina bess vegrna. En Lilian sér um sík, ocr hefur orðið sér úti um olskhuera, Gustav Lantre iiðsforinsria. Eva verð- ur óviliandi vitni að símtali hennar við elskhuirann. en vill ekki seRja Einari frá bvL Nokkru síðnr laum- ar Lilian svefntöflum f kaffi heima- fólksins opr laumast á stefnumót við elskhuffa sinn. Oer Eva lætur bugast fvrir ofurefli ástríðunnar, beRar Einar læknir og hún eru á leiðinni til sjúkrahússins. Það verður Ör- 1a<;aríkt fvrir þau bæði. Gústav starði höggdofa á Lilian. í>að var eitthvað í augnaráði hennar, sem vakti með honum skelfingu. Djúp Þögn ríkti í stofunni. Hann varð grip- inn beirri tilfinningu að nú fyrst sæi hann Lilian eins og hún í raun réttri var. Og kannski hafði enginn nema hann litið þessa réttu Lilian augum — ekki einu sinni Einar. Hvað var bað, sem fylltl bannig huga hennar bessa stund? Einhver leyndardómur, eitthvað, sem hún duldi með sjáífri sér? Síminn hrihgdi. Gjallandinn rauf Þögnina svo óvænt og skyndilega, að Gústav brá. Og þó var það eins og fargi væri af honum létt, er hann var vakinn af þessari anarlegu mar- tröð. Þetta var einn af félögum hans, sem vildi fá hann út með sér. Gustav svaraði því til, að hann væri önnum kafinn við undirbúninginn að heræf- ingunum og gæti því ekki komið með honum. Hann lagði talnemann á og sneri sér að Lilian aftur. Hún var orðin öldungis eins og hún átti að sér, nema 16 VIKAN hvað roðaflekkir sáust enn á hálsi henni og vöngum. Hún lyfti glasinu og bergði á kokkteilnum. Hann settist gegnt henni við borðið og tók upp samtalsþráðinn, þar sem hann hafði fallið niður. — Það var eitthvað, sem þú ætlaðir að segja mér. Ég spurði hvers vegna þú hefðir gifzt Einari. — Fyrirgefðu mér, sagði hún. Minn- ingarnar báru mig ofurliði sem snöggvast. Mér fannst eins og faðir minn væri hér staddur. Ég unni hon- um mest allra manna og hann unni mér mest barna sinna. Hann spillti mér með eftirlæti. Æskuár mín voru björt og hamingjurík — Þangað til ég varð seytján ára. Þá var sem myrkrið sækti að úr öllum áttum í einu. Þú veizt það kannski, að faðir minn beið bana í bílslysi. Svo var það látið heita að minnsta kosti, þótt or- sökin væri önnur. Faðir minn gat nefnilega ekki lifað nema á einn hátt — eins og honum sjálfum bauð. Og ég er ákaflega íík honum. Þú minnir mig líka mjÖg á hann. Við erum af sömu steypunni, öll þrjú, hann, ég og þú, Gustav. Hann gegndi mjög góðri stöðu, en lifði um efni fram, án þess að veita því í rauninni nokkra at- hygli fyrr en i óefni var komið. Það reyndist vera ýmislegt í sambandi við fyrirtækið, sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann kvaðst kjósa dauð- ann heldur en fátæktina og niður- læginguna. — Segðu ekki meira, mælti Gustav og rödd hans var þrungin samúð og iðrun. Það gerir ekki annað en ýfa sárin. — Þú getur áreiðanlega ekki gert þér í hugarlund hvernig okkur leið á eftir. Fátækt og niðurlæging, sagði hún rétt eins og hún hefði ekki heyrt hvað hann sagði. Ég var elzt. Syst- kini mín voru enn í skóla, svo það lenti á mér, ásamt mömmu, að vinna fyrir heimilinu. Ég hafði ekki einu sinni haft hugmynd um Það áður, hvað vinna var. Nú neyddist ég til að þræla í skrifstofu .... horfa á mömmu sitja önnum kafna við að sauma á konur, sem hún hafði ekki einu sinni viljað umgangast. Þá var það, að ég kynntist Einari .... Hún þagnaði við eins og hún óttað- ist að hún kynni að segja einhverja óhæfu. Hún hafði ekki gifzt eingöngu vegna peninganna, þrátt fyrir allt. — Ég varð hrifin af honum án þess að vita hvað ástin er. Nú veit ég það hins vegar. Þú hefur kennt mér að þekkja hana. Einar var mér góður og tillitsamur og veitti mömmu mikla aðstoð og eins systkinum minum. Ég virti hann mjög og var honum inni- lega þakklát. Hugði að það væri ást .... og giftist honum. Hann hafði sífellt naumari tíma aflögu handa mér og loks varð starfið honum allt. Ég var einmana og fékk ekki notið neins þess, sem eðli mitt krafðist. Þá gerðist það að leiðir okkar lágu sam- an, Gustaf, og það réði örlögum min- um. Hann sá hryggðina speglast í aug- um hennar, sá varir hennar, sem hann unni og þráði stöðugt að mega njóta, titra af innibirgðum harmi. — Fyrirgefðu mér, ástin min, mælti hann lágt. Ég hafði ekki hugmynd um .... Svo fól hann andlitið í hönd- um sér. Lilian, hvíslaði hann, Þú átt Einari svo margt og mikið upp að unna. Við verðum að skilja. Rödd hans bilaði af geðshræringu. Sennilega hafði hún sagt of mikið, hugsaði hún og iðraðist þess hve hún hafði gerzt opinská. Hún reyndi að finna einhver þau orð, sem gætu sam- einað þau aftur, þannig að allt sæti við sama og var. — Nú skil ég það hins vegar, að ég elska hann ekki. Ég hef gert allt, sem í minu valdi stendur, en það er um seinan. Ég hef vegið og metið all- ar aðstæður af einlægni og hrein- skilni, og komizt að raun um að aldrei getur orðið um neina ást okkar á milli að ræða. En vitanlega ber mér skylda til að sýna honum fyllstu til- litsemi. — Ég get þetta ekki, tuldraði hann. Þetta getur ekki gengið svona iengur. Hún laut að honum og tók um hönd hans. Hún varð rólegri og öruggari þegar hún fann að hann titraði við snertingu hennar. — Hafðu þolinmæði nokkra hríð enn, mælti hún lágt. Ég bið þig. Og hverju breytir það í raun og veru? Við höfum nógan tíma framundan. Hann svaraði henni ekki og það særði hana. Allt í einu varð hún grip- in ákafri reiði, þolinmæði hennar var að því komin að bresta. Hún var því vönust að fá vilja sínum framgengt i einu og öllu. Og honum bar að vera eins og hún vildi að hann væri, haga sér í einu og öllu eins og hún vildi. Hún reis á fætur, lagði báðar hend- ur á axlir honum. — Elskarðu mig? —• Færðu þig fjær, ef Þú vilt gera svo vel, svaraði hann. Þú mátt ekki hafa áhrif á svar mitt með nálægð þinni. Við finnum ekki neina lausn á þennan hátt. — Eflaust ekki. Þú sérð sjálfur hve þetta er i rauninni allt vonlaust, Gústav. fíún læsti fingrunum í axlir honum og hann spfatt á fætur. Vildi hvort- tveggja í senn, hrinda henni frá sér og vefja hana örmum. Það var sem einhverjir segulstraumar hrísluðust frá henni og gerðu hana örvita. Hann varð að njóta hennar, og samt sem áður vakti tilhugsunin ótta með honum. Hann fékk hvorki skýrt né skilið hvers vegna. — Þú gerir mig brjálaðan, Lilian. Ég veit aldrei hvar ég hef þig. Ég hef reynt að svipta af þér hulunni, sjá þig eins og þú ert, en mér er það um megn. Einmitt þannig vildi hún að það væri. Að hann tignaði hana og ótt- aðist hana I senn. Þá fann hún að húin hafði allt vald á honum. Hann mátti aldrei kynnast henni svo náið, að hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.