Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 14

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 14
28. jíní 1962. Kseri Björn. Ég sá, að ritstjóranum hafði «rðið það á í nen- unni, að snara nöfnum okkar ekki alls fyrir löngu og kann ég honum litlar þakkir fyrir. Hann hefur lofað mér því, að það komi ekki fyrir aftur. Jæja karlinn, við vorum víst að tala um Arnarnesið síðast og stéttaskiptinguna, ef ég man rétt. Ég er hræddur um, að þú hafir misskilið mig ögn, eða þá að ég hef ekki orðið þess umkominn að orða mein- ingu mína á þann veg, að hún skildist. Ég skal sízt af öllu halda því fram, að þeir séu betri, merkilegri né menntaðri sem eiga peninga, heldur en hinir, sem eiga rétt til hnífs og skeiðar. En peningamenn geta gert ýmislegt, sem hinir megna ekki. Ef á annað borð á að byggja einhvers konar fyrirmyndarhyerfi, þá geta þeir einir staðið í slíku, sem einhver efni hafa. Efnamenn eru hins vegar mjög sundurleitur hópur og það kemur ekki til greina að setja þá í sömu tröppuna menningarlega séð. Sumir efnamenn eru þótt undarlegt megi virðast, undirmálsmenn að gáfnafari. Þeir hafa eitthvert dularfullt skyn á það eitt að raka saman fé og hagnast á hverju fyrirtæki. Menn velja sér félaga fremur eftir hugðarefnum en efnahag. Ef þú átt milljón, sem þú getur varið til þess að byggja þér hús, þá byggir þú frekar með mönnum, sem eiga andlega samleið með þér heldur en hinum, sem eingöngu sýsla um þá hluti, aem þér hefur aldrei komið til hugar að tileinka þér. Jafnvel þótt þú sért verkalýðssinni, þá veit ég, að þú mundir ekki gera það. Við vorum eitthvað að minnast á niðuráviðsnobb. Það finnst mér einmuna ógeðslegt. Enda er alltaf eitthvað óheilt við það. Ég man það og veit að þú manst það enn betur en ég, þegar ákveðinn maður gaf Alþýðusambandi íslands mikið og merkilegt málverkasafn. Það var argvítugt niðuráviðsnobb. Ég var af tilviljun staddur niðri í Listamannaskála, þegar „fulltrúar íslenzkra erfiðismanna" veittu gjöf- inni viðtöku. Sjálfur hafði gefandinn þó vit á því að vera ekki viðstaddur, enda hefði hann líklega fengið uppsölu. „Fulltrúar íslenzkra erfiðismanna" voru undarleg hjörð. Mér virtist svo sem fæstir þeirrn mundu nokkurn tíma hafa difið hendi í kalt vatn. Það var þessi komma og hálfkommalýður, sem var hérumbil einráður í andlegum efnum á íslandi fyrir tuttugu árum og gekk þá með alpahúfur, horn- spangagleraugu og í pokabuxum. Sumir þeirra hafa stagnerazt í þessum „stæl“ og eru þannig tilhafðir enn þann dag í dag. Þeir eru svo intellektúel á svip- inn að manni dettur í hug, að þar hefðu þeir Einstein heitinn og Leonardo da Vinci fundið jafningja sína. En svo 'hafa þeir einhvern veginn fengið þá leiðu flugu í höfuðið, að þeir væru verklýðsleiðtogar. Þegar einhverjum niðuráviðsnobbara dettur það í hug að láta slá sig til riddara, þá mæta þessir menn rétt eins og kippt væri í spotta og halda væmnar ræður um „alþýðumenningu“ og sigggrónar hendur.“ ..Nei, Björn minn, þá vil ég heldur snobbara, sem drekka aldrei morgunkaffi á lakari stað en Hótel Borg og eru áskrifendur að nýjustu módelunum af Mercedes Benz. Vertu svo ævinlega blessaður, þinn einlægur Brandur á Suðurpól. KflliUr dvyUUtv Vilji maður fá froströnd á glasið, en hún fær drykkina til að sýnast kaldari, er borin sítróna eða eggjahvlta á glas- barminn og honum stungið ofan í syk- ur. Hægt er að frysta mislita ísteninga með því að setja saft eða lit í vatnið, og sérstaklega skrautlegir molar fást með þvl að setja kokkteilber í hvern tening. ísmolar halda sér betur, ef skál- in er fóðruð að innan með málmpappír. Kaldir mjólkurdrykkir. Allskonar marða ávexti og ávaxta- safa má nota í mjólkurblöndu, milk shake. Mjólkin á þá að vera ísköld, og ávextirnir eða safinn er hristur vel saman við mjólkina. Oft er þeyttur rjómi settur efst og svolitlu múskati stráð yfir. í tvo bolla af mjólk má t. d. nota: I. 1 bolla af mörðum bönunum. II. 2 bolla appelsínusafa af flöskum, % tesk. möndlur, og sykur eftir smekk. III. 1 bolla sveskjusafa eða marðar sveskjur. IV. % bolla marin jarðarber mtð sykri eftir smekk, Vi bolli ananas- safa, ósætan, og 1—2 matsk. sýróp. Súkkulaðimjólkurshake. 2 matsk. súkkulaðilögur (P4 bolli ósætt súkkulaði brætt með Vi bolla sykri, svolitlu salti og 1(4 bolla sjóð- Tómatmjólk. %—% bolla af kölduHi tómatsafa blandað i % bolla af kaldri mjólk og saltað eftir smekk. Eggjasnaps. 2 pgg, 1—2 matsk. sykur, 2 bollar mjólk, Vi tesk. vanilludr. Eggjahvíturnar þeyttar þar til þær eru stífar en ekki þurrar. Rauðurnar hrærðar vel, sykri, mjólk og vanilludr. bætt í og siðast varlega eggjahvitunum. Borið fram í glösum og múskati stráð yfir. Þessari uppskrift má breyta á eft- irfarandi hátt: Súkkulaðieggjasnaps. Sleppið sykrinum og látið 2—3 matsk. af súkkulaðilegi saman við (uppskrift bér að framan). Ávaxtaeggjasnaps. Látið 2—3 matsk. af appelsínu, jarð- arberja eða einhverjum öðrum ávaxta- safa saman við. Sherry eggjasnaps. Látið 2—3 matsk. sherry í snapsinn og bætið sykri við eftir smekk. Draga má úr mjóikinni og láta sem því svar- ar af þeyttum rjóma, sem er þá settur í með eggjahvitunum. Nýárseggjasnaps. 6 egg, % bolli sykur, kaldur rjómi Vi 1., köld mjólk Vi 1., whisky eða koniak Vi I., romm u. þ. b. % bolli. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar en ekki þurrar, sykurinn settur smám saman i og þeytt á meðan. Eggja- rauðurnar hrærðar þangað til þær eru þykkar og gular og þeim bætt varlega í hviturnar. Siðan er vel kældum rjóm- anum, mjólkinni og víninu bætt í smám saman og hrært í á meðan. Þessu er heilt varlega i vel kælda púnsskál og múskati stráð yfir. í stað mjólkur má hafa þeyttan rjóma, en þá er snapsinn borðaður með skeið. andi vatni) í 2 bolla af kahlri mjólk. ITrist vcl saman og borið fram i háum glösum. Þeyttur rjómi settur ofan á bvert glas, eða I matsk. af vanilluís eða súkkulaðiis á bvcrt glas. Líka má brista ísinn með mjólkinni í stað þess að láta hana fljóta ofan á. Nokkra dropa * af piparmintusafa er ljúffengt að setja f$) í súkkulaðimjólkina. Saigon kakó. Vi bolli kakó, Vi bolli sykur, Vi bolli vatn, 3 kanilstengur, 12 negulnaglar, 5 bollar mjólk. Blandið saman sykri og kakói í pott og hrærið með vatninu, þar til það er kekkjalaust. Bætið kryddinu í og sjóðið yfir lágum hita í 5 mín. og hrærið í á meðan. Mjólkin er sett i og hituð að suðumarki. Síið löginn og kælið. Bor- inn fram ískaldur með þeyttum rjóma ofan á bverju glasi, múskati stráð yfir. Þennan drykk má lika nota heitan. ískaffi. Lagið kaffið sterkar en venjulega, allt að helmingi sterkara. Hellt yfir marga ismola í glasi. Ef ismolarnir eru gerðir úr kaffiVatni, þarf kaffið að vera eins sterkt. Þeyttur sætur rjómi, krydd- aður með svolitlu af negul, er settur ofan á hvern bolla. ískalt mokka. Súkkulaðilögur (uppskrift hér að framan) 6 matsk. kaffi, tvöfaldur styrk- leiki, 3 bollar, mjólk 3 bollar. Framhald á bls. 36. 14 VIKA¥

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.