Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 33
„1 vinnustofunni. Hún haföi tryllt^^ „Vel leikiö,4 hrópaöi hann. „Heyr-
svo sjálfa sig, að loks stóðst ég eltklF ^irðu hvernig ég haföi endaskipti á
lengur mátið.“ hlutunum."
„I rauninni veit maður aldrei neitt
um neinn,“ hugsaði Josée. „Svo Alan
hefur þá látið til leiðast við Lauru,
hefur orðið til við hana af einhverri
óeirð og leiða eða af grimmd — veit
ekki einu sinni sjálfur hvort heldur
honum gekk til?“ Hún innti hann
eftir Þvi.
„Hvort tveggja," svaraði hann.
„Hún lokaði augunum, stundi, og ég
sleppti samstundis öllum tökum, baðst
afsökunar, fór að tala um þig, um
manninn hennar, um hina miklu sál-
argöfgi hennar og sjálfan mig, lista-
manninn mikla. Josée, hvenœr getum
við losnað úr öllum þessum lygavef?
Ég er að kafna. Hvenær eigum við
að halda af stað til Key Largo?"
„Þú hefur sjálfur ofið um þig þenn-
an lygavef. Þú og enginn annar. Þú
hefur svo mikið dálæti á þeim.“
Rödd hennar var dapurleg en góð.
Leigubifreiðin tætti undir sig gráar
göturnar; trén skinu í ljósglampanum
frá henni.
„Hvað um Marc?"
„É'kki neitt.“
Hún var stutt í spuna, og svo kyn-
lega brá við að hann lét Þar við sitja.
Marc hringdi morguninn eftir, á
slaginu ellefu, og svo heppilega vildi
til að Alan var í baði. Josée gat því
ákveðið stefnumót við Marc þá um
kvöldið, um það leyti sem hún vissi
að Alan þurfti að ræða við forstjóra
sýningarsalarins og nokkra ljósmynd-
ara. Ekki það að hún fyndi Það vekja
með sér minnstu tilhlökkun að undir-
búa þetta stefnumót, hún var ein-
göngu haldin löngun til að sökkva
sér í eitthvað, tortíma þeirri ímynd
sjálfrar sín, sem hún hafði varðveitt
alltof lengi. Síðan kom Alan úr bað-
inu og hringdi til Lauru. Hann tjáði
henni ósköp rólega að þetta viðbragð
hans kvöldið áður hefði verið öld-
ungis óhjákvæmilegt og hann hefði
reiknað með því að hún skildi það
fullkomlega. Það varð furðulöng þögn
við hinn enda línunnar, og Josée, sem
var að klæða sig, beið átekta, hreyf-
ingarlaus.
„Josée grunar að kynni okkar hafi
farið yfir takmörk venjulegrar vin-
áttu,“ mælti Alan enn og leit bros-
andi til konu sinnar. „Hún er að sjálf-
sögðu dásamleg, en drepandi afbrýði-
söm. Tilgangur minn var sá að girða
fyrir þennan grun hennar með þvi
að snúa hlutverkum okkar við'og fá
hana til að ólíta að Það værir þú
sem .... jæja, sem værir haldin veik-
leika gagnvart mér.“
Hann sat á rekkjustokknum, sveip-
aður rauðum baðslopp og hafði ekki
augun af henni. Hún stóð andspænis
honum, ringluð. Hann rétti henni tal-
nemann og hún tók við honum ósjálf-
rátt.
„Þetta grunaði mig,“ svaraði rödd
Lauru í eyra henni — skjálfandi en
það var auðheyranlegt að henni létti.
„Alan, vinur minn, enginn má nokkru
sinni komast að því hve náin og gagn-
kvæm tengsl hafa myndazt með okk-
ur. Við höfum engan rétt á að valda
öðrum Þjáningum, og ....“
Josée varpaði talnemanum frá sér.
Hún blygðaðist sín, og það lá við aö
hroll setti að henni, þegar hún sá
Alan taka talnemann og heyrði hann
halda ófram samtalinu af sömu inni-
legu tillitseminni. Loks þegar hann
hafði talið Lauru á að hitta sig í
sýningarsalnum um kvöldið, lagði
hann talnemann á aítur.
„Ég fæ ekki skilið hvað þú ætlar
þér með Þessu," varð Josée að orði
og reyndi að hafa hemil á rödd sinni.
„Ekkert. Hvers vegna skyldi ég ætla
mér eitthvað. Þetta er reginmunurinn
á okkur, vina mín. Þegar þú giftist,
ætlarðu þér að eignast börn, þegar
þú talar við karlmann, er það í Þvi
skyni að íá hann til að leggjast með
þér. Ég læt tilleiðast við konur, sem
ég hef ekki minnstu löngun til að
komast yfir og mála án Þess að hafa
minnstu trú á list minni. Það er allt
og sumt.“
Allt í einu varð hann alvarlegur og
færði sig nær henni.
„Ég sé ekki neitt því til fyrirstöðu,
að ég megi líka gera að gamni mínu
i þessum stórkostlega skopleik, sem
við köllum mannlegt lif. Hvað hyggst
þú hafa fyrir stafni á meðan ég er
að ræða málaralist við vinkonu
mína?“
„Eiga ástafund við Marc," svaraði
hún glaðlega.
„Þér er betra að fara gætilega.
Enn læt ég njósna um ferðir þinar,"
sagði hann og hló líka.
Hún fékk annarlegan sting fyrir
hjartað þegar hún minntist þess, er
þau gengu saman um Miðgarð fyrsta
sinni; minntist þess hvernig hún hafði
gert sér allt far um að skilja hann,
hve hugur hennar hafði fyllzt af
heitri ástúð og ljúfum innileik, eins
og jafnan verður þegar ástin vaknar.
Þau snæddu ostrur og allskonar
tegundir af ostum í íburðarmiklum
veitingastað — Alan gerði alltaf
kröfur til þess að borðdúkurinn væri
tandurhreinn og strokinn — og skildu
um hálfþrjúleytið. „Mér er veitt eftir-
för,“ hugsaði Josée, og gekk hægum
skrefum svo spæjaranum yrði starfið
ekki þreytandi. Ef til vill var það
gamall, illa til hafður náungi, löngu
orðinn dauðleiður á þessari atvinnu
sinni, kannski var honum lika farið
að þykja svolítið vænt um hana eftir
þessa þrjá mánuði .... Skyldi slíkt
ævintýri aldrei gerast? Hún gerði
honum að minnsta kosti hægt um
vik i þetta skiptið, fór beinustu leið
á veitingastaðinn, þar sem Marc beið
hennar. Hann fagnaði henni með
gleðihrópum og hún virti hann fyrir
sér með mestu undrun. Hvers konar
geðveila hafði eiginlega orðið því
valdandi að henni fannst þessi ná-
ungi aðlaðandi kvöldið áður? Hann'
lét móðan mása, angaði af liljuvatni,
sagði halló viö hvern sem var. Það
var einungis fyrir eina ástæðu, að
hún var komin á hans fund — í
rauninni einungis fyrir tylliástæðu,
því að jafnvel til þeirra hlutu kaus
hún Alan miklu fremur. Hún brosti
til hans dult og eggjandi einu sinni
eða tvisvar, og það var nóg til Þess
að hann brá óðara við.
„Viltu kannski ....?“
Hún kinkaði kolli. Jú, hún vildi
kannski. Vildi hvað? Njóta andartaks
dægrastyttingar, koma fram hefnd-
um við Alan, tortíma sjálfri sér? Hann
hélt þegar á brott með hana. Þau
klifu inn í lítinn, kraftmikinn og
hraðskreiðan bíl, farartæki sem
fréttamenn hafa mikið dálæti á, og
hann tók nokkrar krappar beygjur
til að skjóta henni skelk í bringu.
Þrátt fyrir grunnhyggni sína og
yfirborðmennsku virtist hann furða
sig dálítið á þessu.
Allt gekk á sama hátt og kvöldið
áður, nema hvað allar aðstæður voru
þægilegri fyrir rekkjuna miklu, sem
bar öll önnur húsgögn í vinnustofu
INN- OG ÚTFLUTNINGSFYRIRTÆKIÐ
74, 22 LIPCA STREET, LÓDZ, POLAND.
POB 133. — SÍMNEFNI: SKÓRIMPEX, LODZ.
Vér flytjum út:
Fyrsta flokks
leðurskófatnað fyrir:
• Karla, konur, börn og
unglinga í mjög fjöl-
breyttu úrvali, af ýms-
um gerðum, nýjasta
tízka í lögun og lifum.
• Ennfremur mjög vand-
aðan skófatnað fyr-
ir íþróttafólk, knatt-
spyrnuskó, skautaskó,
glímuskó o. fl. o. fl.
• Sérstaklega sterka og
vandaða verkamanna-
skó.
• Sundurliðuð tilboð og
sýnishorn send þeim
sem þess óska.
Umboðsmenn:
H. SIGURÐSSON & CO., REYKJAVÍK. P. O. BOX 1299.
VIKAN 33