Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 34

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 34
gfjf-gE riA Súkkulaði- 3slg gsg. Ananas- iHl Karamellu- Yanillu- Romm- Búðingar hans ofurliði. Þegar hann hafði lokið sér af kveikti hann sér í sígarettu og tók að spyrja hana. „Hvað segirðu mér um manninn þinn? Þér þykir ekki vænt um hann? Eða er hann klaufi við þetta? Það er sagt, að Bandarikjamenn .. „E’kki neina hnýsni,” svaraði Josée þurrlega. „Ég get eiginlega ekki trúað því, að þú sért ástfangin af mér — eða ertu það?“ „Nei,‘f svaraði hún. „Ekki vitund. Ég er að leitast við að tortíma dálitlu þessa dagana. Að tortíma jafnvel þvi, sem verið hefur mér snar þáttur ást- arinnar. Ég á ekki nema um tvennt að vélja, tortínia því eða verða sjálf tortírningunni að bráð.“ „Heldurðu að hann komizt að þessu?“ „Hann hefur mann í þjónustu sinni, sem er á hnotskóg hérna fyrir utan. Einkaspæjara ....“ „Er þetta satt?“ Slikt átti við hann. Hann stökk út að glugganum, en sá ekki neinn og setti upp hinn grimmúðlegasta svip til að skemmta henni, lézt því næst verða skelfingu lostinn og tók hana loks í faðm sér þegar hún fór að hlæja. „Þú ert töfrandi Þegar þú hlærð." „Var ég hláturmild áður?“ „Áður en hvað?“ Hún var að þvi komin að svara: „áður en Alan kom til sögunnar," en hætti við það. „Áður en ég fór til New York.“ „Já, þú hlóst mikið. Þú varst ákaf- lega kát.“ „Ég var víst tuttugu og tveggja þegar við kynntumst fyrst, ætli það ekki?“ r- i i „Eitthvað um það. Hvers vegna?" „Nú er ég tuttugu og sjö. Það gerir allan mun. Ég er ekki hláturmild nú. Og í þann tíð drákk ég til að komast í nánara samband við fólk, nú drekk ég til að forðast það. Kátbroslegt, er það ekki?“ „Ekki beinlínis." Hún strauk hendinni um vanga honum. Hann lifði í sínum litla heimi, líf hans snerist um fréttamennskuna, vinnustofuna og auðsigraðar konur. Hann var gæflyndur, skrafhreyfinn, þægilega mannlegur. Hann var opin- skár, þreytandi og dálitið hégómlegur. Hún varp þungt öndinniv „Ég verð að halda heim.“ „Hvað verður nú, ef Þér er í raun- inni veitt eftirför?“ Hann hló við og hún mælti með nokkurri gremju: „Þú trúir mér ekki?“ „Nei. Þú hafðir alltaf hinar fárán- legustu sögur að segja. Ég dáðist að þér fyrir það. Allir dáðust að því. Sérstaklega vegna þess, að það var auðheyrt að þú trúðir þeim ekki sjálf.“ „Ég býst við að ég hafi verið ærið léttlynd í þann tíð,“ sagði hún. „Og talsverður villingur.“ „Þú ert Það enn,“ sagði hann, en þagnaði við. Þau litu hvort á annað, og nú fyrst kom Marc til hugar að aðstæð- urnar kynnu að vera flóknari og margslungnari, en hann hefði gert sér grein fyrir. Þetta kom honum í slæmt skap og hann ók henni heim eins hratt og bíllinn komst. Það kom hik á hann þegar þau kvöddust við úti- dyrnar. „Á morgun?“ „Ég hringi til þín." Hún gekk hægum skrefum upp stigann. Klukkan var orðin sjö. Alan hlaut nú þegar að vera kunnugt um það, að hún hafði farið með dökk- hærðum, ungum manni inn í hús nokkurt við Kue des Petits-Champs Kiukkan hálífjögur, og ekki haldið á brott þaöan fyrr en að nokkrum kiukkustundum liðnum. Hönd hennar skaii þegar hún leitaði að lyklinum, en nún víssí að inn varð hún að fara, aó pað var eina lausnin. Hann var þegar kominn heim, eins og hun vissi, ia uppi i sófa og las í dagbiaði. Hann brosti við henni og réíti henni höndina. Hún settist hjá nonum. „rnttirðu Lauru?“ Þetta andartak, sem hún gat enn rætt við hann i fuliri vinsemd enda pött reiom brynni hið innra með hon- um, var henni örvæntingarþrungin nautn. „vitanlega hitti ég Lauru. Hún hagaði sér eins og samsærismaður." ruann virtist í bezta skapi. Hún hik- aði viö rétt sem snöggvast. „Og þér heíur borizt skýrslan?" „Skýrsian?" „þ'ra einkaspæjaranum, sem þú læt- ur veita mér eftirför." Hann rak upp hlátur. „J á, það ... það var ekki nema fyrsta hálfa mánuðinn. Ef þú hefðir verið á þingum við einhvern, mundu þessir ágætu vinir okkar þegar hafa sagt mér það." . Hún hneig út af, lagðist að hon-j um og lét höfuðið hvíla á öxl hans. Ailt i einu varð hún gripin áköfum ■ feginieik. Hún átti enn völina, þótt hún vissi sig þegar hafa tekið ákvörð- un, að téuin sem hún grét við öxl Bernards inni í loftkældu barstofunni, Þegar henni varð hugsað um Alan, sjálfa sig og sameiginlegt skipbrot þeirra, áttu upptök sín i hinum eina sannleika. Djúplægari sannleika en fólginn var í þeirri venju að liggja fast að þessum rólega líkama, vernd- uð arminum, sem hún hallaði höfði sinu að nú. Sögu þeirra hafði lokið í einni andrá, daginn sem hún gerði sér það ljóst að hún gat ekki sagt Bernard hana alla, að hún gat ekki sagt Bernard hana aila, að hún gat ekki einu sinni sagt sjálfri sér hana aifa af hreinskilni og afdráttarlaust. Sannleikurinn varðandi hjónaband þeirra var í senn of margslunginn og oí ástriðuþrunginn; hann var fólginn í örskömrnum, fleygum andartökum ástúðar, fullnægingar og grimmdar. Þar var hvorki um samleik eða sam- íélag að ræða. Hún andvarpaði. Hönd Aians strauk hár hennar af ástúðlegri varíærni. Hún hvarflaði augum um dökka bitana, ljósa vegglna, hinar fáu myndir, sem prýddu stofuna. „Hvað hef ég dvalizt hér lengi? Fimm mán- uði, kannski sex?“ Hún lokaði aug- unum. „Og heyrt andardrátt þessa manns við hlið mér hálft þriðja ár, eða fast að þrem? Hvað á ég til bragðs að taka, hvert á ég að fara og með hverjum?" Allar þessar spurningar virtust mikilvægar, en um leið með ólíkindum; hver þeirra um sig stóð í órofatengslum við stutta setningu, sem hún hlaut að verða fyrri til að segja, og allur líkami hennar, sérhver vöðvi í andliti hennar, barð- ist gegn að hún mælti. „Ég verð að bíða,“ hugsaði hún með sér, „bíða og leiða talið að einhverju öðru, anda síðan djúpt að mér og þá verður mér auðvelt að segja þetta I einni lotu.“ „Segðu mér eitthvað um Marc,“ sagði Alan glettnislega um leið og hann dró að sér höndina, sem strokið hafði hár hennar. „Ég var hjá honum rétt áðan heima í íbúðinni hans.“ „Ég er ekki að gera að gamni mínu.“ „Ég ekki heldur." Það varð nokkur þögn. Síðan tók Josée að segja honum upp alla sög- una. Hún sagði honum nákvæmlega frá hverju smáatriði; lýsti íbúðinni, lýsti því hvernig hann hafði afklætt hana, hvernig þau höfðu legið að at- lotunum og. atlotunum sjálfum, hvað hann sagði, tegar hann tók hana, og hvernig hanoi hagaði sér að Því loknu. Hún valdi hvert orð af ýtrustu ná- kvæmni, reyaidi eftir megni að nlaupa ekki yfir neitt. Alan lá grafkyrr. Þeg- ar hún hafði lokið frásögninni, varp hann þungt öndinni. „Hvers vegna ertu að segja mér þetta allt?“ „Til þess að Þú þurfir ekki neins að spyrja.“ „Ætlarðu að leika þetta aftur?“ „Já.“ Þetta var satt, og hann hlaut að hafa gert sér það ljóst. Hún sneri sér að honum. Hann virtist ekki þjást neitt; hann var helzt eins og annars hugar og það staðfesti þá niðurstöðu, sem hún haiðí komizt að. „Hefur mér sézt yfir nokkuð?" „Nei,“ svaraði hann seinlega. „Ég geri ráð fyrir að þú hafir skýrt frá öllu, að minnata kosti öllu, sem skiptir Íeinhverju fyrir mig. Öllu, sem ég kynni annars að hafa gert mér í hug- líarlund," hrópaði hann skyndilega. .■ Hann settist upp við dogg, og virti hana fyrir sér, í fyrsta skipti með hatur í augum. Hún horfði fast á móti og allt í einu kraup hann á kné, lét höfuð sitt hvíla að henni og iitraði af grátvana ekka. „Hvað hef ég geat?“ hvíslaði hann. „Hvað hef ég geirt þér? — Hvað höf- um við gert?“ Hún hvorki hreyfði sig né svaraði. Hún lagði eyrun við hið mikla tóm sem myndaðist hið innra með henni. „Ég krafðist alls af þér,“ mælti hann enn, „ég krafðist hins neikvæð- asta.“ „Ég gat ek.ki uppfyllt þær kröfur," svaraði hún bijátt áfram. Hann reis upp. Hann gerðí úrslitatilraun. „Þetta vonh nnijstök." E*n hann átti ekki við Það, sem henni og Marc hafði farið á milli, hann átti við hvernig hún lýsti því og hún gerði sér grein fyrir því. „Þannig mundi það alltaf verða," svaraði hún vingjarnlega. „Leiknum er lokið." Og langa hríð lágu þau kyrr, fast hvort að öðru, eins og að lokinni glímu, örmagna. ^ Aldarspegill. Framhald af bls. 21. Ólafur Thors er meðalmaður á hæð, en sýnist hærri en hann er, því að hann gengur venjulega á Þykk- um skósólurn. Hann er einnig mjög keikur og beinn í baki, Og eykur það á hæð hans. Þótt komið sé kal í krúnu hans ris grátt hárið uppkembt frá miklum kollvikum, andlitið er nokkuð stórskorið, en drættirnir reglulegir, augun smá og snör, munn- urinn fríður. Allur er maðurinn hinn kempulegasti, kvikur á fæti, en þó virðulegur í hreyfingum. Hann er djarfmannlegur og frjálslegur í fasi, eins og títt er um menn, sem hafa ekki VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.