Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 5
LJRIKN hugmyndin er ríkjandi í hverju barni — og ekki kemur hann tengdasonur þinn í staðinn fyrir Guð almáttugan. Talaðu um þetta við þau. Yissulega er ég sammála þér — amnian á sízt að skipta sér af uppeldi barnabarnanna — en segjum, að þetta sé réttlát undantekning. Lófalestur ... Kæri Póstur. Þessi lófalestursdama ykkar er ekki mikið, sem hægt er að trúa á. Það er ekkert að marka svona kukl. Lófalestur er orðinn hálfvegis að vísindagrein. Þessi dama ykkar þyk- ist sjá inn í framtíðina og vera gædd einhverjum dulrænum eiginleikum — en til hvers er hún að lesa í lófa, úr því þetta er ailt saman dulrænt? Getur hún ekki eins lesið í nef eða ökkla eða eitthvað þess háttar? Þetta er að vanmeta góða vísindagrein að hleypa viðvaningi í svona nokkuð. Dóri. -------- Sendu okkur þrykki- mynd af lófanum á þér, og þú skalt fá spá algerlega endur- gjaldslaust. Um leið setjum við þig einan í dómnefndina, sem skera á úr því, hvort „daman" okkar er vísindakona eða ekki. Ég held, að við hættum ekki á neitt. Ef þú sannfærist, höfum við ekkert á móti því að taka við fimmtíukallinum. Auglýsingarnar enn ... Kæra Vika mín. Ég er ein af þeim, sem safna Vik- unni, og mér finnst hún bara ágæt, nema auglýsingarnar finnst mér óttalega leiðinlegar. Nú vil ég koma með uppástungu: Er ekki hægt að hafa allar auglýsingarnar innst inni í blaðinu, þannig að það sé hægt að rífa þær einfaldlega úr fyrir þá, sem safna Vikunni? Svo þakka ég allt gamalt og gott. B.G.G. --------Ég er hræddur um, að við fengjum heldur lítið fyrir auglýsingarnar, ef þessi tilhögun væri á — auglýsingar eru nú einu sinni ekki það efni, sem les- endur sækjast helzt eftir, en til þess að auglýsing hafi áróðurs- gildi, verður hún að vera ein- hvers staðar þar sem einhver sér hana — það gefur auga leið. Jafn- vel fólk eins og þú kemst varla hjá því að líta á stöku auglýsingu með fyrirkomulaginu, sem nú er á. Um leið er tilganginum náð. Auglýsendur myndu fljótt snúa baki við okkur, hérna á blaðinu, ef þeir vissu fyrirfram, að eng- inn myndi líta á auglýsinguna.. Farin að reykja ... Kæri Póstur. Ég á dóttur, 15 ára, sem ég held að sé mjög góð stúlka, en fyrir nokkrum mánuðum komst ég að því, að hún er farin að reykja. Hún gerir það að vísu aldrei framan i mér, en ég bæði sé það á puttunum á henni og finn oft af henni lykt. Ég er húin að harðbanna henni þetta, en hún hlustar ekki á mig. Segðu mér, er eitllivert lyf til, sambærilegt við Antabus, sem hægt er að gefa svona gallagripum? Með kveðju. Móðir. --------Mér er ekki kunnugt um neitt lyf af þessu tagi, sem komið er á markaðinn. Hins vegar vil ég benda þér á, að það þýðir sjaldnast, eða aldrei, vil ég leyfa mér að segja, að BANNA krökk- um á þessum aldri að reykja. Auðvitað vita þau, að þetta fellur engan veginn í góðan jarðveg hjá foreldrunum. Skynsamlegasta leiðin er að umbera þetta í fyrstu og reyna með skynsamlegum for- tölum að fá barnið ofan af þess- um fjára. Það þýðir ekki að banna slíkt — oft dugar jafnvel gagnsefjunin; að ýta beinlínis undir þetta hjá krökkunum. Þá hættir það að verða spennandi. Eftirprentanir ... Kæri Póstur. Væri ekki hægt að reyna að stoppa þettá eftirprentunarfargan hérna á íslandi. Maður keniur ekki svo orðið í hús, að ekki taki á móti manni rauður, glottandi hestur eða ámóta skrímsli. Listaverkin missa mjög gildi sitt, ef eftirprentanir eru gerð- ar af þeim. Þær hætta þá að gleðja augað, liætta að koma manni á ó- vart, verða ekki merkilegri en þrösk- uldur eða gólflisti. Komdu þessu á framfæri fyrir inig, Póstur minn. Bubbi. — — — Ég hef svosem heyrt marga kvarta undan þessu saraa, en ég held við verðum að sleppa því að láta þetta fara í taugarnar á okkur — ekki láturn við þrösk- ulda og gólflista angra okkur. Myndirnar hanga á veggjunum, vegna þess að heimafólki finnst að þeim prýði — okkur kemur það ekkert við, þótt það sé smekklaust eða smekklegt. En auðvitað er þetta að vissu leyti eðlileg kvörtun hjá þér. Ef við sæjum sömu myndina á hverju heimili, myndi hún fljótt missa seiðmátt sinn og hætta að draga að sér athygli manna, jafnvel þótt betra listaverk fyndist ekki í þessum heimi. VIKAN g

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.