Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 38
Aldarspegill. Frh. hentistefnumaður, lætur hverri póli- tískri stund nægja sína hjáning, pókerspilari stjórnmálanna, sem unir sér bezt, Þegar mest er lagt undir. Oft rennir mann grun i, að stjórn- málin séu Ólafi Thors aðeins leikur, skemmtilegur leikur. En hann hefur gert þennan leik að lífsstarfi sínu. Ólafur Thors er augnabliksins mað- ur. Þess vegna nýtur hann sín bezt á kosningafundum þegar atkvæða- veiðin er komin undir einu orði eða einu tilsvari. Hann kemur aldrei i kjðrdæmi sitt nema um kosningar, en þá gerir hann það að útileikhú;si og fer með listir sinar og íþrótt. Hann skilur sálarlíf kjósenda í kjördæmi sinu út i æsar, talar við þá á þvi máli, sem þeir skilja og þeim er tungutamast. Hvergi er stjórnmála- maðurinn Ólafur Thors jafn forvitni- legur til rannsóknar og á kosninga- fundum Gullbringu- og Kjósarsýslu. Það var einhverju sinni í haust- kosningum á kreppuárunum að halda skyldi framboðsfund í einhverri út- kjálkaholu á Suðurnesjum. Veður var kalt með hreti. Andstæðingar Óiafs höfðu skotið saman i bil til að láta aka sér um þetta langa og ólánlega kjördæmi, en Ólafur ók i einkabif- reið, klæddur þykkum ulsterfrakka með kuldatrefil um hálsinn. Hattinn fræga hafði hann á höfði — hina barðastóru kórónu Thorsbræðra. Undir hjalli á fundarstaðnum norp- uðu nokkrir skuldum vafnir smá- útgerðarmenn viðskiptakreppunnar, slitnir og þreyttir af erfiði hins frjálsa framtaks, farnir að efast um allt, jafnvel fagnaðarboðskap Sjálf- stæðisflokksins, dulir á svip, óræð at- kvæði. Ólafur stígur út úr bifreiðinni og horfir á atkvæðin undir hjallinum og ávarpar þau svofelldum orðum; „Hvar er hægt að míga hérna, pilt- ar?“ Hin samfrosta andlit smáútvegs- mannaatkvæðanna þiðnuðu í brosi eins og hrímuð jörð fyrir sólargeislum vorsins. Hér var frambjóðandi sem kunni tökin á hinu létta hjali, en andstæðingarnir voru ekki í neinum vafa um, að þarna hafði Ólafur Thors veitt i vörpu sína öll atkvæðin undir hjallinum. Já, Ólafur Thors er fiskinn þegar hann rær á kjósendamið Gullbringu- og Kjósarsýslu. Hann lætur ekki eitt einasta atkvæði ganga sér úr greipum, ef hann á þess nokkurs kost, enda allir fiskar jafnvænir i kosningum. Til marks um það er sagan af þvi, þegar Ólafur barðist um atkvæði konunnar á Álftanesi. Á Álftanesi var haldinn framboðs- fundur og höfðu frambjóðendur lokið frumræðum sínum. Svo sem jafnan var siður, spurði þá fundarsíjóri, hvort enginn háttvirtra kjósenda vildi taka til máls og leggja orð i belg. Ekki hafði það oft komið fyrir í þessari lotu, að háttvirtir kjósend- ur neyttu þessara lýðræðisréttinda sinna, en nú brá svo við, að kona ein, sem sat aftarlega i fundarsaln- um, bað um orðið. Kona þessi var nokkuð við aldur, tekin að grána i vöngum, prúðbúin með kasmirsjal á silfurbúnum upphlut. Hún braut sjal- ið vandlega saman og lagði það á borðið, gekk síðan upp í ræðustól- inn og leit djarfmannlega á fram- bjóðendurna, sem flýttu sér að gera sig heiðarlega í andlitunum. Konan hafði ekki staðið lengi í ræðustóln- um þegar það var sýnt, að hún var alvön að lala á fundum. Hún snerí sér beint að frambjóðemium og sagð- ist ætla að ræða um sjálfstæðismálið — það er að segja það mál, sem hún teldi hið eina sanna sjálfstæðismál íslenzku þjóðarinnar, nefnilega á- fengismálið. Þegar hún hafði farið nokkrum orðum um þetta kvaðst hún vilja spyrja frambjóðendur- flokkanna, hvort þeir vildu láta „flytja áfengið út úr landinu“, eins og hún orðaði það. Síðan settist hún í sæti sitt. Nú kom röðin að fram- bjóðendunum, og hófst mikil bar- átta um hið kvenlega atkvæði. Ólaf- ur Tliors talaði fyrstur. Það er vafa- mál hvort nokkru sinni hefur verið haldin slik ræða í allri sögu bindind- ishreyfingarinnar: „Ég vil þakka þessari konu fyrir hina ágætu ræðu hennar. íslendingar drekka illa, ég vil segja meira, þeir drekka mjög illa!“ Þannig hóf Ólafur Thors mál sitt. Síðan lofaði hann konunni að hann skyldi beita áhrifum sinum og flokks sins gegn áfengisbölinu, lof- aði öllu — en stanzaði þó við að flytja áfengið út úr landinu. Fram- bjóðendur Alþýðuflokks og Fram- sóknar þökkuðu konunni einnig með mörgum fögrum orðum ræðu henn- ar, það hefðu verið orð i tima töluð, röktu hina frækilegu sögu flokka sinna í áfengismálinu og sögðu brennivinsbölinu strið á hendur. En fulltrúa kommúnista fór eins og toll- heimtumanni guðspjallanna, sem þorði ekki að lyfta augum til him- ins: hann leiddi áfengismálið hjá sér og þagði. En þegar fundinum var lokið gekk hin upphlutsklædda kona að kommúnistanum og sagði svo allir heyrðu: „Ósköp er eg hrædd um, að við eigum fáar sálir hér á þessum fundi!“ Það kom þá i Ijós, að kona þessi var sjálf kommi og átti ekki einu sinni atkvæðisrétt i Gu'lbringu- og Kjósarsýslu, heldur var hún vestan af ísafirði á orlofs- ferð hér syðra. Ólafur Thors varð dálitið særður á svipinn þegar hann sá hvers kyns var. Hann leit út eins og veiðimaður, sem hefur stritt dag- langt við tuttugu punda lax — og nússt hann. Ólafur Thors er nú orðinn aldrað- ur maður. Hann hefur á langri ævi þreytt sund í öllum vötnum is- lenzkra stiórnmála, haft samvinnu við alla flokka. Sennilega nýtur hann mestrar• virðingar al’ra stjórnmála- manna i landinu, einnig meðal and- stæðinga. Hann er viðurkenndur leiðtogi fiölmennasta stjórnmála- flokksins, en þetta er líka sundurleit- asti flokkur landsins, og bæði guð og menn vita, að Ólafur Thors hefur verið sterkasta einingartákn hinna ósamstæðu afla, er að flokknum standa. Margir Sjálfstæðismenn hugsa með kviðboga til þeirrar stundar, er Ólafur Thors heldur ekki lengur í tauminn. Og fyrir þá sök er erfðaspursmál Sjálfstæðisflokksins eitt af torleystustu vandamálum hans. Hver verður erfðaprinsinn? ITver hreppir krúnu og kóngsriki? Það er sagt, að prinsarnir séu tveir, ef ekki fleiri. Flestir virðast samt vera á einu máli um það, að enginn sé sá meðal hinna konungbornu i Sjálfstæðisflokknum er geti skipað hinn auða sess, sem Ólafur Thors skilur eftir. En enn er leikurinn ekki á enda, enn er þess kannski langt að bíða að áhorfendur þurfi að klappa þegar tjaldið fellur. En þegar sú stund rennur upp, að Ólafur Thors tekur sér í munn orð hins rómverska keisara: Hef ég ekki leik- ið vel?, þá munu hinir íslenzku þjóð- leikhúsgestir hrópa einum rómi: Vel var leikið, Ólafur Thors! i* Tækniþáttur. Framhald af bls. 3. er lika óvenjú skjótt — það tekur ekki nema 5,5 sek. að koma honum á 100 lun ferð. Hániarkshraði hefur ekki verið gefinn upp, en maður getur nokkurn veginn getið sér til um hann. Og nú telja bilasérfræðingarnir vestur-þar fullvist, að Corvette 1963 muni taka að verulégu leyti svip af þessum bílhákarli Bills Mitchells, sem allir sportbílaunnendur i Bandaríkjunum vona að verði fáan- legur á markaðinum áður en langt um Hður. Að taka skrípamyndir Það hel'ur löngum verið álitin skemmtilegasta listgrein að teikna skopmyndir og skripamyndir af ná- unganum. Uppi hafa verið snillingar á því sviði, sem getið hafa sér alltað því ódauðlega .frægð, ekki síður en aðrir myndlistarmeistarar, og verk þeirra eru geymd á kunnum lista- söfnum og talin til dýrgripa. Enda er mála sannast, að oft lýsa snjallir skopmyndateiknarar viðfangsefninu betur en snjöllustu mannamynda- ÞVOTTA DAGUR VERÐUR HVÍLDAR DAGUR draumar þínir verða að veruleika með DAN RIVER REKKJULÍNI - að- eins stinga því í þvottavélina — það mun verða hvítt eins og snjór allan sinn endingartíma —• og að auki — þú getur notað þurkara — það er eina línið sem hægt er að vélþurka án þess að hrukkist — búðu um rúmið að morgni og taktu eftir hvernig hægt er að hrista hrukkur næturinnar úr lín- inu í einu vetfangi .. vegna þess að það er hrukkuvarið — WASH’N WEAR DAN RIVER Sl-SLÉTT REKKJULÍN íslenzkar húsmæður geta nú eignast þetta heimsþekkta rekkjulín því að DAN RIVER REKKJULÍN, barna og fullorðinsstærðir, fæst nú í íslenzkum sérverzlunum. 38 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.