Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 10
oq ÞSÐ V3R ORÐIÐ ÞEIRRA - EITT 5F ÞVÍ SEM Þ5U 5TTU S5M5N UR HJÓN5B5ND1NU Frá anddyri Pearl City klúbbsins, eftir miðju endilöngu gólfi kokkteilstofunnar, og að borð- salnum, liggur gólfdregiil, rauður sem blóð. Litil kastljós í loftinu lýsa á þennan rauða stíg. Upp við veggina situr fólk i bólstruðum sætum f hálfrökkrinu og dreypir á glösum meðan það horfir á þá, sem fram hjá ganga. En kokkteilstofan á Pearl City klúbbnum er ekki eins og hver önnur óbreytt vinstúka. Hver maður, sem einhver áhrif hefur í borginni, sannar það með hví að vera þarna meðlimur, svo augun, sem fylgjast með öllu þarna, eru því augu með eitt- hvað á bak viö sig, eyrun, sem hlusta, vita sitt af hverju, sem er að gerast i hænum, og raddirnar, sem hvisla verða aldrei háværar. Aldrei hefur neitt. hávaðasamt og ruddalegt gerzt í þessu herbergi. Skömmu eftir klukkan átta á lauaardagskvöld i mai var salurinn þéttsetinn, allt i kring mátti siá höfuð við höfuð i rökkrinu i salnum. Upp tröppurnar tvær frá björtum borðsalnum komu hrir gestir gangandi. Þeir voru John Martinelli, kona hans og einkadóttir þeirra, Teresa. Ljós litlu kastljósanna var aðeins bleikleitt og rauður dregiliinn varpaði rauðum bjarma upp á við á andlit heirra. John Martinelli var ekki hávaxinn, en hann bar sig eins og hann væri með allra hæstu mönnum. Hár hans var hvítt og reis eins og hjálmur uppi á höfðinu. Andlit hans var finöerf með litlu arnarnefi. Afi hans og faðir h">fðu verið áhrifamenn i Pearl City, en sjálfur hafði hann komizt enn betur áfram. Alicia. konan hans, var dálítið hærri en hann, ljóshærð og vel vaxin. Hún var líka komin af áhrifafólki. Göngulag hennar var þokkafullt og ljósið mild- aði andlitsdrætti hennar. En fólkið var ekki að horfa á þau — það horfði á stúlkuna, granna, dökkhærða, fallega og leyndardómsfulia. Teresa var i sterkbiáum kvö'dkjól. Rauður bjarmi umlék faldinn, sem fl'>w við gólfið. Finmitt þá komu tveir menn gangandi á dreglinum iir átt frá anddyrinu. Fyrirfólkið í Pearl City horfði á og greip andnnn á lofti. Huston-bræðurnir! Einmitt á þessari stundu! Mark og Charles, en það var Mark, sem horft var á. Andinn var gripinn á lofti vegna þess, að fyrir tveimur mánuðum hafði Teresa Huston kom- ið af sjúkrahúsinu og farið heim til föður síns, þar sem hún dvaldi ennþá. Kliðurinn af lág- værum samræðunum varð lægri. Það var ekki hægt að segja að fólkið hætti að tala til að horfa og hlusta, svo ókurteist var það ekki. En raddirnar misstu áherzluna, þvi enginn hafði áhuga fyrir þeim lengur. Það var ljóst, að hóparnir mundu hittast á nákvæmlega miðju gólfi. Hugsanlegt var, að eitthvað kæmi í ljós, einhver tilfinning yrði sýnileg, eða svipur og hreyfingar kæmu upp um eitlhvað. Eitthvað mundi kannski skýrast, þegar laglega unga konan i bláa kjólnum mætti unga manninum í dökku fötunum. Þegar þau mættust, þessi tvö, sem höfðu verið sameinuð — með svo mikilli viðhöfrr meðan kampavínið flaut — en voru nú sundur skilin. Bræðrunum fipaðist aðeins gangan, en náðu sér brátt aftur. Martinelli-fólkið hafði ekki hikað neitt að ráði. Þegar bræðurnir nálguðust kinkaði John Martinelli kolli til þeirra. Charles Huston sagði: „Gott kvöld, frú ... góða kvöldið, herra.“ Hvorugur hópurinn stanzaði. Það virtist ekkert ætla að koma í ljós, og það mátti næstum finna vonbrigðin í salnum, en um Ieið aðdáun. En þá nam hærri og grennri bróðirinn staðar. „Hvernig hefur þér U8ið, Teresa?“ spurði hann bUðlega. XO VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.