Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 39

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 39
málarar og færustu ljósmyndarar fá gert. En tæknin lætur hvarvetna til sín taka, Nú eru ljósmyndarar farnir að seilast þarna inn á svið listar- innar og taka skrípamyndir — af ásettu ráði. Aðferðin er eins einföld og hún er áhrifamikil. Gagnsætt plast er hitað og sveigt. Siðan er þvi brugðið fyrir linsu ljósmyndavél- arinnar um leið og myndin er tekin. Þótt hending ein virðist ráða þvi hvernig skop- eða skripamyndin verður hverju sinni, vekja meðfylgj- andi myndir nokkurn grun um að þær geti heppnazt svo vel, að plast- þynnan verði til þess að leiða í ljós ýmislegt, sem linsan getur ekki af- hjúpað án hennar. Kannski þetta eigi eftir að verða mikils metin list- grein, ekki siður en skopmynda- teikningin.... Læknirinn ... Framhald af bls. 17. — Ég hafði heldur ekki hugsað mér að biðja yður aðstoðar, hreytti Einar út úr sér. Systir Eva sér um það. Þú verður svo við svæfingartækin, Ivar. Ástríður vildi helzt af öllu leggja á flótta. Samt sem áður gat hún ekki hreyft sig úr sporunum. Einar varð reiður. — Standið ekki þarna eins og glóp- ur, stúlka. Þér hafið þó að minnsta kosti aðstoðað við fæðingu. Af stað með yður og náið í allt, sem með þarf og það í snatri .... hvar sem þér finnið það, en strax .... En Ástríður stóð enn eins og löm- uð og Eva sá að hún varð sjálf að taka stjórnina. — Þú hlýtur að finna sótthreins- aða sloppa og hanzka. Fljót nú. Einari létti bersýnilega. Hann hafði þegar þvegið sér um hendurnar. Þau E'va og Berg læknir tóku líka að þvo sér. Ástríður var nú farin að átta sig á hlutunum og eftir nokkrar min- útur var öllum undirbúningi lokið. Eva var sjálf komin í slopp og með hanzka. Þetta gekk allt hratt og hik- laust, og nú fann Eva hvorki til ó- styrks eða þreytu lengur. Hún var gagntekin sömu ró og þreki og um nóttina, þegar hún var Einari til að- stoðar úti i vitavarðarbústaðnum. Og hún reyndist honum ekki siður örugg og traust en þá. Hún rétti Einari á- höldin umsvifalaust, án þess hann þyrfti að gefa henni bendingu. Loksins .... barnið grét i örmum Evu og Eva var glöð en þreytt. Svo rétti hún Ástríði barnið, en Einar saumaði saman langan skurðinn.-; handtök hans voru hröð og örugg eins og venjulega, en hann var þreytulegri en hann átti vanda til. Hann rétti úr sér og bauð að kon- unni skyldi ekið inn á fæðingardeild- ina. Svitinn rann í stríðum straumum af andliti hans þegar hann tók af sér grimuna. Hann varp þungt önd- inni og tók að þvo sér. — Við höfum of fámennt starfslið, varð Berg lækni að orði. Þú verður að færa þetta í tal við Ström yfir- lækni, Einar, og fara fram á að hann ráði fleira fólk að sjúkrahúsinu. Eða kannski yfirvöldin ætlist til þess af okkur, að við göngum fram af okkur við starfið .... Eva heyrði orð hans eins og úr tveggja félaga, sem báðum var ólýs- anlega mikilvæg. Og nú hafði hann látið hana fara brott án þess að mæla orð af vörum, hann hafði ekki einu sinni litið til hennar. Fyrir það varð hann að bæta. HANN opnaði dyrnar fram á gang- inn, en nam staðar. Hjartað tók við- bragð i barmi hans. Öll þreyta hvarf honum í einu vetfangi. Þarna stóð hún, lét hallast upp að veggnum og hvarmar hennar voru luktir. Hvarm- hárin lágu eins og mjúksveigðir skuggar yfir fölvum vöngunum, og þó var sem ásjónan væri þrungin hljóðu lífi. Drættirnir við munnvikin sýndu að henni leið illa, og það vakti sam- stundis með honum þá kennd, sem hann reyndi sem hann mátti að bæla niður og byrgja inni. En nú varð sú kennd allt í einu svo sterk, að hann mátti ekki viðnám veita. — Eva .... Hún hrökk við og leit upp. Þetta Framhald á bls. 42. VIKAN 39 NYLON STYRKT NANKIN BUXURNAR NÝTT AMERÍSKT EFNI AMERÍSKA SNIÐIÐ HEKLA • AKUREYRI IÐNAÐARDEILD SÍS SÖLUDEILD SÍMI 11971,17080 fjarska þegar bún reikaði fram á ganginn. — Fáið yður kaffisopa, systir Eva. aÞð hressir yður, sagði Berg læknir um leið og hann strunzaði framhjá hennl. En hún komst ekki lengra. Hún lét hallast upp að veggnum og það Þyrmdi yfir hana af þreytu. Einar hengdi upp handklæðið, snak- aði sér úr sloppnum og brá sér í annan. Hann var þreyttur og óánægð- ur með sjálfan sig. Á meðan á skurð- aðgerðinni stóð, hafði hann verið glaður.og á allan hátt i essinu sínu, en þó hafði hann aldrei losnað við þá kennd að Eva væri honum nálæg. Þegar gamla hjúkrunarkonan aðstoð- aði, þurfti hann ekki að bera kvið- boga fyrir þvE að eitthvað gengi úr- skeiðis. Þanniig var það líka þegar Eva aðstoðaði hann, en samt var það á einhvem háitt allt annað. Þar var ekki eingöoagu eða fyrst og fremst um að ræðá samjstarf læknis og hjúkr- unarkonu, hefchir nána samvinnu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.