Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 42

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 42
Sirius er stjarnan mín Læknirinn ... Frh. eina, litla orð var þrungið slikri ör- væntingu og sársauka, að hún vissi sig samstundis varnarlausa fyrir. I næstu andrá fann hún hann vefja sig örmum. Og hún vafði hann örmum í mót af trylltri ástríðu. Hún.hugsaði ekki, en allur líkami hennar þráði af heitum ofsa að mega njóta hans aftur. Hann fann heitar, þvalar varir hennar titra er þær læstust að munni hans i sárum kossi, fann hvernig all- ur iíkami hennar skalf og nötraði. — Eva .... Eva, ástin mín .... Sjálf varð hún þess ekki vör að hún grét, en tár hennar féllu á hend- ur honum. Hann hrökk viö og sleppti tökunum. — Við skulum ekki segja neitt, kjökraði hún. Eg skil .... Hann fann til sársauka; hann þráði það eitt að mega taka hana í faðm sér. — Ég veit að það er þýðingarlaust að b.öja þig fyrirgefningar, hvislaði hann. Hún hristi höfuðið og tók báðum hondum fyrir andlit sér. Hann varð aö taka á öllu sem hann átti til, að hann tæki hana ekki aftur í faðm sér. Honum var það ljóst, að hann mátti ekki iáta undan enn einu sinni. Hann varð að reyna að ná valdi yfir pessum óstýriiátu tilfinningum sínum. Hvaða þýðingu hafði E'va eiginlega fyrir hannV Unni hann henni i raun og veru, eða var þetta bara ástríða? Hann unni Lilian .... Lilian, sem ailtaf var einmana. — Ég skil þetta ekki, Eva, mælti hann. Én vitanlega er það ekki nein aisökun. — Þú elskar hana, er það ekki, spurði hún, en tók ekki hendurnar frá andlitinu. — Víst geri ég það, svaraði hann seinlega. En á allt annan hátt. Hún er móðir dóttur minnar, eiginkona mín, sem ég heí heitið að elska i bliðu og stríðu. En ég get ekki gert hana hamingjusama. Eg vanræki hana. Og nú . . . . nú geri ég þig lika óhamingju- sama, Eva. Eí þú aðeins gætir ímynd- að þér hve innilega ég fyrirlit sjálf- an mig. Hann þagnaði við. Tók að ganga um góif. Lífið var flókið og erfitt viðiangs — ekki það líf, sem heyrði starfinu til, heldur hinn þátturinn. nonum fannst sem Það mundi verða auðveidara að hjálpa öðrum en sjálf- um sér. — E'inar .... ég verð að íara héð- an. Rödd hennar var eins og neyðar- óp. Hann nam staðar frammi fyrir henni. — Þú fyrirlítur mig, og það skil ég vel. Þú hefur fyllstu ástæðu til þess. Ég veit að það er hræðilegt, sem ég hef gert þér. Og ég vildi allt tii vinna, að geta bætt fyrir það með einhverju móti. — Heldurðu að það væri unnt að koma því þannig fyrir aö ég fengi að fara? Hann reyndi að koma einhverju skipulagi á hugsanir sínar. — Ekki fyrr en ráðningartíminn er útrunninn. I október. Annars mundi það eyðileggja alla þina fram- tíð í starfinu, er ég hræddur um. Framhald í næsta blaði. Plötur og dansmúsík. Framhald af bls. 24. eftir að heyrast þegar Let me in verður leikið í óskalagaþáttum út- varpsstöðvanna, en síðara lagið er vel flutt, góður söngur og undir- leikur. ARGO-hljómpiata, sem fæst i Drangey, Laugavegi 58. Ricky Nelson: Young world og Summertime. Fyrra lagið á plötunni hefur þegar náð miklum vinsæld- um hér á landi þegar þetta er ritað, það er mjög svipaður andi yfir lag- inu og var yfir Travelin man, sem Ricky gerði frægt fyrir einu ári. Þetta er með skemmtilegri plötum þessa 22 ára gamla söngvara, hon- um fer stöðugt fram þó að fram- farirnar séu hægfara. Það er ekki tekið fram á plötunni hvaða hljóm- sveit aðstoðar en undirleikur hljóm- sveitarinnar er afburða góður og út- setning Iagsins mjög vel gerð. Síðara lagið er hið gamalkunna Summertime úr Porgy og Bess og hefur það verið fært í rokkbúning. Söngur Ricky er allgóður, en mað- ur á ekki gott með að sætta sig við þá ineðferð, sem þetta gullfallega lag fær i þessari nýju útsetningu veinandi gítara og tillirigðalauss söngs. Imoerial hljómplata, sem fæst i Drangey, Laugavegi 58. MANADAR í hverjum mánuði. 42 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.