Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 29

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 29
á móti svona miklu frá föBur min- um. Ég gat ekki séS neina ástæðu til þess. Ég hlustaði ekki einu sinni á hann. Við át'tum harða sennu út af því og það var þá, sem ég eyði- lagði orðið okkar. Ég sagði: Þú held- ur kannski að þetta sé alveg ljóm- andi að lifa svona. Ég sagði margt fleira ilígjarnt og eigingjarnt." „Þetta er nóg, Teresa,“ sagði ungi maðurinn snöggt. „Vertu ekki að velta þér upp úr þessu.“ „Viljið þér heyra meira?“ spurði Teresa dómarann. „Svo orðið helga var eyðHagt,“ sagði dómarinn. „Já, þetta getur komið fyrir." „Og gerir ekki mikið til.“ sagði nngi maðurinn. „Gjörið svo vel að þegja,“ sagði dómarinn .......Haldið áfram Ter- esa.“ „Það gerði til þá.“ sagði Teresa, ,.en ekki mjög mikið. Við gleymdum því aftur. En svo tók hann að sér Haskellmálið. Þér vitið að hann tap- aði þvi.“ Dómarinn kinkaði kolli. ,.Hann mátti ekki heyra annað en taka málið upp að nýju fyrir þenn- an vesalings dreng,“ sagði Teresa. Við rifumst lit af þvi. Ég vildi að hann hætti við hetta vonlausa mál. En hann sagði, að ábyrgð hvildi á sér. Ég sagði að hann bæri áhyrgð á barninu sinu. Við áttum von á harninu þá.“ ,,.Tá,“ sagði dómarinn bliðlega. Ungi maðurinn tók fyrir augnn. Dómarinn leit ekki á hann. en sagði við konuna: „Ég hlusta, Teresa." „Mark sagði að á honum hvildi sú ábvrgð, að barnið hans ætti heið- arlegan föður. Hann sagðist hafa brugðizt saklausum dreng og hann ætlaði að reyna að hæta úr þvi. Ég sagði, að hann hagaði sér heimsku- lega. Við lentum i hræðilegu rifr- ildi. Ég hef alltaf verið vön að fá vilja minum framgengt, og Mark er heldnr ekki hrifinn af að gefa eftir. Svo var það i marz .. Ungi maðurinn hafði tekið hönd- ina frá augunum og sat nú eins og stjarfur i stólnum. „að hann fór á fund eitt kvöldið." sagði Teresa og talaði nú mjög hratt. „Það var f sambandi við mál- ið. Hann átti að halda þar ræðu. Foreldrar minir voru á ferðalagi. en ég gat ekki hugsað mér að vera ein. Ég hað hann ... nei, ég skipaði honum. að yfirgefa mig ekki. En hann sagðist geta skilið eftir sima- númer, svo ég gæti náð i hann ef á þyrfti að halda. Og svo fór hann. Auðvitað var ég bálreið. Ég hafði alltaf fengið allt, sem ég viidi. Ég veit ekki hvort reiði getur flýtt fyrir léttasótt, en það var það, sem gerð- ist. Ég vildi ekki hringja til hans, til þess var ég of reið, en ég hringdi i lækninn minn og hann sagði mér að koma á sjúkrahúsið. Ég hringdi eftir leigubil. Kannski var bilstjór- inn áhyggjufullur vegna ástands mins, en við lentum í árekstri. Og ... og ég missti barnið." Nú leit hún niður. „Það var mér að kenna.“ Maðurinn hennar sagði: „Ég yfir- gaf hana, þótt hún bæði mig um að gera það ekki. Svo þér sjáið að hún hefur næga ástæðu fyrir skilnaðar- beiðninni. Eða er þetta ekki nóg?“ Dómarinn hugsaði með sér, að þetta hefði verið fyrsti þáttur. „Er þetta allt, Teresa?" „Ekki frá minni hálfu,“ sagði hún. „Þegar Mark kom til min á sjúkra- húsið, hafði ég kvalir. Og allt var svo hræðilegt ... barnið var farið. Hon- um leið auðvitað lika illa, en ég sagði við hann: — Þú hefur auð- vitað haldið alveg ljómandi ræðu, vinur minn.“ Dómarinn sá sársaukann i augum unga mannsins. Og hann sá gömul og ný sár speglast í augum hennar. Hann sá, að það var litil von um þetta hjónaband. Of djúp sár höfðu verið gefin og þegin. En hann spurði: „Hvað gerðist svo?“ „Faðir minn kom þjótandi heim úr ferðalnginu, og setti allt á annan endann. Ég fékk sérstakar hjúkrun- arkonur og allt jiað bezta, sem hægt var að ná i. Hann mátti ekki hevra annað nefnt en að éff kæmi b.e;m ocr léti dekra við mig. En ég fór ekki bcss vegnn. Mamma og ég létum háðar í veðri vaka, að ég vrði að- eins heima þangað til "g væri bi’un að ná mér. En sannleikurinn vnr sá. að Mark kærði sin ekki um m;g ari- ur. Hann saffði ekkert. Svo é>» dvniUi har áfram. Hvernig ffat éff farið ur heim? Ég vissi ekki hv»rni” átti að haga mér við svona kriivuim- rtæður — hað hnfði mér aldrei v»r- ið kennt. jiér skiljið það.“ Dómarinn skildi það. en hann talaði ekki um það. ..Svo var hað kvöldið i khihhnum,“ hélt Teresa áfram. ,.Nú skiljið hér hverniff ég sló hann, alveg að ástæðulausu, sló hann með orðinu? Sló hann með svona beittu vopni — með svona þungu orði — að hann bókstaflega A’arð að slá mig aftur. Hann hefði ekki getað annað. það var jafn eðli- legt og hann deplaði augunum." Auffu hennar voru nú full af tárum. Mark sagði: „En éff hefði átt að geta ráðið við hað. Sérstaklega af hvt að ég skildi hetta. Hún hefur aldrei skilið slika htuti. Það er satt hiá henni. henni hafa aldrei verið kenndir þeir. Meira að seffja núna, getur hún ekki skilið, að ég átti ekki að gera þetta." „Ég er yður sammála, þér hefðuð ekki átt að gera þetta.“ sagði dóm- arinn. „En það er ekki sanngjarnt að Mark tapi atvinnu sinni og skaði framtið sina, og að öll horgin tali um hann, þegar það var ég, sem sló hann. Hvað get ég gert?“ „Ekkert," sagði Mark. „Hættu að hugsa um það.“ „Ég geri ráð fyrir,“ sagði dómar- inn, „að þér séuð sammála þessu, Teresa: Ef skilnaður verður leyfð- ur, þá sé það vegna grimmdar — frá yðar hálfu.“ „Já, ég er sammála," sagði hún. „Mér finnst það sanngjarnt. Ég vil að allir viti það.“ „Það er ekki hægt,“ sagði Mark reiðilega. „Það ert þú, sem sækir um skilnað.“ „Það er bara formsatriði," sagði Teresa döpur. „En það er það, sem um er að ræða,“ sagði Mark. „En hvað hefur breytt þér, Teresa? Hvað getur hafa breytt þér?“ „Ég gat ekki fengið föður minn til að skilja, hvað ég hafði gert,“ sagði Teresa. „Ég sá, að hann held- ur að ég geti ekki gert neitt rangt, af þvi ég er dóttir hans. En það er ekki rétt. Heldurðu að ég viti ekki hvað ég sagði við þig? Ef ég hefði .ekki vitað það og ef þú hefðir ekki vitað að ég vissi það ... þá væri ekkert ... Hún gat ekki haldið áfram. Eftir stutta þögn sagði ungi mað- urinn rólega: „Þó að þú sért i þessu skapi núna, hvernig get ég vitað hve lengi það endist? Hvað er það á móti öllu öðru? Heldurðu að ég viti ekki hvernig hugsunarháttur þinn er?“ Hún hreyfði sig ekki og svaraði engu. „Hafið þér hugsað um það, Mark,“ sagði dómarinn, „að ef til vill hafið þér valdið henni sárri sorg?“ „Ó, Tessa,“ kallaði Mark, „við get- um aldrei ...“ „Ég veit það,“ sagði liún dapur- lega. „Það er of seint.“ Dómaririn stóð upp. „Ég fresta málinu,“ sagði hann og gekk út. Hvorugt þeirra heyrði til hans. í biðstofunni sagði hann: „Málinu er frestað mn óákveðinn tíma. Það er engin ástæða til að hraða því. Eða eruð þið ekki sammála um, að þannig ákvarðanir þarf að ihuga vel?“ Alicia Martinelli leit snöggt og fagnandi á hann, en leit svo strax niður. John Martinelli sagði: „Hvernig getur hún þetta? Hvernig geta þau gert þetta? Ég skil ekki ...“ „Það eruð ekki þér, sem þurfið að skilja það,“ sagði dómarinn vin- gjarnlega „og ekki ég heldur. 0| ekki fólkið í Pearl City. Þetta er þeirra mál. Látum þau um það.“ Charles Farlee kvaddi í flýti og gekk að dyrunum. John Martinelli gekk með lionum og ráðgaðist við hann um málið. Dómarinn leit á Aliciu. „Er þetta of seint fyrir þau, David? spurði hún. „Ég veit það ekki. Ég get ekki sagt um það. Ung hjörtu bresta stundum," Hún brosti. „Þau gróa líka fljótt stundum," sagði hún. „Það gleddi mig ef ]ni hefðir rétt fyrir þér,“ sagði dómarinn. „Það er rétt.“ John Martinelli korn aftur. „Komdu, vina min.“ Hann leit á dómarann. „Ég geri ráð fyrir, að við ættum að þakka þér?“ „Já, ég býst við því,“ sagði hann annars hugar. Þegar hann var orðinn einn, fór hann að hugsa um liðna tið. Hann sá fyrir sér svalirnar í Pearl City klúbbnum áður en húsinu var breytt. Hann gat séð stúlkuna i tunglsljós- inu, og heyrði hana segja grátandi: Er ]iér sama þó hjarta mitt bresti? Og hann sá sjálfan sig scm fram- gjarnan ungan mann, og heyrði sig segja: -— Alicia, það er svo margt, sem mig langar til að gera, svo mörg ár ... Það eina, sem ég get sagt við þig, er að þú skalt ekki biða. Og þessi heimski ungi maður hafði bætt við: — Brostin hjörtu eru ekkert annað en heimskulegt viðkvæmnis- þvaður, þau eru bara hugarfóstur. Unga stúlkan hafði litið upp og sagt við tunglið: — Hugarfóstur? Seinna hafði verið lögð áherzla á þetta orð. Það var þremur árum seinna, og þá hafði það fallið eins og steinn á milli þeirra og slrilið þau að fullu. Þau höfðu gifzt vel — en ekki hvort öðru. Dómarinn andvarpaði. Hann vissi betur núna. Hann mundi eftir þján- ingum æskunnar. Minningarnar voru hluti af vizkunni. Eitt orð með áherzlu, sem aðeins tveir þekktu. Þetta sýnir, hugsaði hann og brosti, að meining orða getur verið mis- yiean 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.