Vikan


Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 28.06.1962, Blaðsíða 15
Hrútsmerhiö (21. marz—20. apr.): Líklega verður þessi vika alls ekki eins og þú hafðir gert ráð fyrir. Um helgina eða á mánudag kemur til þin _______ persóna, sem þú tortryggir dálítið, en sú tor- tryggni hverfur brátt, er þú kynnist þessari persónu nánar. Vertu ekki mikið úti eftir miðnætti. NautsmerkiÖ (21. apr.—21. maí): Þetta verður mikil heillavika fyrir þá, sem fæddir eru undir þessu merki í april, þótt hinir þurfi raunar engu að kviða. Þú getur orðið þér úti um auðfengna peninga með dálitilli kænsku, en sakir anna er hætt við að þú komir ekki auga á þessa leið. Þú þarft að fara að hugsa betur fyrir framtiðinni. TvfburamerkiÖ (22. maí—21. júni): Þetta verður í alla staði hin þægilegasta vika, þótt ekki gerist neitt markvert. Dagarnir verða hver öðrum líkir. Þó er eins og beri fullmikið á leti í fari þínu. Þú reynir um of að koma óleystum verkefnum, sem þú ættir á eigin spýtur að ráða fram úr, á aðra. Laugardag- urinn er mikill heilladagur fyrir ógifta karlmenn. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júli): Fram að helgi verður vikan fremur tilbreytingarlaus, jafnvel leiðinleg, en um helgina gerist eitthvað, sem kem- ur lífi í tuskurnar, og verður vikan á eftir mjög viðburðarík og skemmtileg. Þú kynnist að ein- hverju leyti hópi manna, sem þér er ekkert vel við í fyrstu, en ef þú umgengist þennan hóp meira, myndi viðhorf þitt breytast. LjónsmerkiO (24. júlí—23. ág.): Þér bjóðast tvö gullvæg tækifæri I vikunni, en ekki er vist að þú getir nýtt þer nema annað þeirra. Um helgina gerist eitthvað, sem fær talsvert á þig í fyrstu, en ef þú tekur á þig rögg, mun betta allt saman jafna sig. Vertu bara þolinmóður. Á sunnudag færð þú skemmti- lega hugmynd, sem þú skalt ekki hrinda í framkvæmd strax. Meyjarmerkiö (24. ág.—23 okt.): Þetta verður viðburðarik vika, einkum hvað allt fjölskyldulif snertir. Líklega munt þú umgangast félaga þína minna en venjulega, enda hefur þú í ýmsu að snú- ast heima við. Líkur eru á þvi að þú kynnist mannl i vikunni. Þessi maður hefur lengi haft hug á þvi að kynnast þér, en nú vérður það þú, sem verður fyrri til. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þetta verður vika mikilla öfga, þvi að ýmist ert þú fullur bjart- sýni og trú á tilveruna, eða lætur bugast af minnstu smámunum. Ástvinur þinn virðist vera eitthvað erfiður i skapinu þessa dagana, og verður þú að fara að honum með mikilli gát. Fimmtudagurinn er sá dagur, sem skiptir framtíð þina næsta mánuð mestu. Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þú munt leysa úr mörgum erfiðum verkefnum í þessari viku, og einmitt nú, er eins og þú beitir sjálfan þig allt of strangri sjálfsgagnrýni, svo að þér finnst ekkert verða ágengt, þótt í rauninni gangi vel. Sjálfs- gagnrýni er hverjum holl, en hún má ekki verða til þess að þú missir allt sjálfstraust. Heillatala 7. BogmannsmerkiÖ 23. nóv.—21. des.): Þetta verður yfirleitt hin skemmtilegasta vika. þótt í rauninni gerist ekki neinir stórviðburðir. Vinur þinn hverf- ur af sjónarsviðinu um stundarsakir. og það er eins og að þú lærir fyrst eftir að hann er farinn, að meta einn kost í fari hans. Þú lofaðir einhverju í vik- unni sem ieið, og nú er kominn tími til efnda. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan ): Þetta verður róleg vika, og munt þú yfirleitt ekki hafa mikið að gera, og hefur þú vissulega gott af því að hvíl- ast. Þó mun einhver koma til þín einn daginn og og biðja þig um hjálp við að réða fram úr á- kveðnu verkefni. Þér væri hollast að bregðast vel við Helg- in verður óvenjuleg. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þeir, sem fæddir eru undir þessu merki í janúar eiga von á mjög þægilegri og skemmtilegri viku. Þeir. sem KTjB úins vegar eru fæddir í febrúar mega búast. við að fyrir þá verði lagðar nokkrar giidrur. Þetta er vika mikilla freistinga fyrir ungt fólk, en yfirleitt virðist þú maður til þess að standast Þær. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þér verður oft- ar en einu sinni komið þægilega á óvart í vikunni, liklega fyrir helgina. Það verður a. m. k. einu sinni að verki persóna, sem þér var eitt sinn ekk- ert vel við, en nú mun þessi persóna sýna bér. að þú hefur vanmetið hana. Þér sárnar eitthvað i fari kunn- ingja Þins, en engu að síður skaltu ekki láta hann finna það. Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudngs.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.