Vikan - 02.08.1962, Blaðsíða 13
MYND verður algerlega óháð, eins og áður er
sagt, og mun leggja áherzlu á það íyrst og
fremst að ....
En annars. Við skulum ekki hollaleggja meira
um þetta i bili, — við skulum heldur snúa okk-
ur beint lil stofnandans og eiganda blaðsins,
Hilmars A. Kristjánssonar.
— Á hvað verður lögð aðalálierzla, fyrst og
fremst, Hilmar?
— Á ábyrga og l'ullkomna fréttaþjónustu. Það
er okkar lyrsta áhugamál. Meiningin er sú, að
afla blaðinu þess álits, að þær fréttir, sem þar
koma, séu fyrst og fremst réttar og sannar, ólit-
aðar af persónulegum eða flokkslegum hags-
inunum. Það er ekki meiningin að teygja úr
fréttum eða kryfja þær til mergjar, heldur að
birta kjarnann úr þeim, kannski stutt, en satt
og rétt. Til þess hefur verið stefnt í langan
tima með þeim undirbúningi, sem gerður hef-
ur verið.“
— Hefur verið langur undirbúningur að
stofnun blaðsins?
„Það má segja það, því ég hefi haft hug á
þessu í nokkur undanfarin ár. Raunar var ég
farinn að hugsa um það áður en ég réðst í
kaup á Vikunni.“
— Það má þá reikna með að liér sé ekki gan-
að að neinu i flýti?
„Ef tíminn væri mælikvarði á það, þá er
óhætt að segja það. Annars höfum við reynt að
vanda til undirbúningsins eins og við frekast
höfum getað. MYND verður i sambandi við
stærsta útgáfufyrirtæki i heiminum, en þau gefa
út stórblöðin Bild Zeitung, í Þýzkalandi, Daily
Express og Daily Mirror í Englandi. Aðalvið-
skiptasámband okkar verður líklega við Daily
Express og höfum einkarétt á efni frá þeim.“
— Er ekki áhættusamt að fara að gefa út
dagblað núna, þegar önnur dagblöð virðast
berjast í bökkum fjárhagslega?
„Ég álit það ekki. Efni og frágangur blaðsins
verður með svo gerólíku sniði frá öðrum dag-
blöðum, sem öll eru flokksbundin, en það er
varla hægt að bera þau saman. Ég hefi lika
verið svo lánsamur með ráðningu manna við
blaðið, að ég er viss um að við getum unnið
efni blaðsins það vel að það falli í geð al-
mennings hér.“
— Það er nokkuð fjölmennt starfslið við
blaðið?
Sigurjón Jóhannsson,
blaðamaður.
,Já, ég held mér sé óhætt
að segja að starfsliðið sé til-
tölulega meira en hjá nokkru
öðru blaði hérlendis. Það veit-
ir okkur möguleika til að
ganga svo vel frá blaðinu og
vinna það svo, að það ætti
að vera betra en við eigum
að venjast hér, — ef vonir
mínar rætast“.
— Hve margir starfsmenn
verða við blaðið?
„Við blaðið munu vinna um
30 manns, þar af 7 blaðamenn
og ljósmyndari á ritstjórn.
— Hvar verður það prent-
að?
„Steindórsprent mun ann-
ast setningu og umbrot, en
prentunina annast blaðið
sjálft.“
— í prentsmiðju Hilmis?
„Nei, ég festi kaup á prent-
vél, sem ég mun nota til þess
að prenta þetta blað. Hún
verður staðsett þar sem áður
var geymsluhús 0. .Tohnson
& Kaaber við Hafnarstræti, —
beint á móti Markaðnum og
fatahreinsuninni Glæsi. Þar
Framhald á bls. 34.
VIKAN 13