Vikan


Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 5

Vikan - 16.08.1962, Blaðsíða 5
allir segja, að sé svo skemmtileg. Æskan er og verður ávallt skemmtilegasti og eftirminnilegasti tiini ævinnar, og þess vegna verð- um við að fá að njóta hennar. Virðingarfyilst, Unglingur. —-------Það var þá lausn: fleiri sjoppur! Ekki eru nú hugmynd- irnar upp á marga fiska: Eina afþreying æskunnar er (segir bú) að fara í bíó og hanga á sjopp- um. Og þú vilt fá FLEIRI SJOPPUR til að bæta úr þessu. Mér finnst orðið árans nóg af þessum sjoppum og vel það. Svo ertu að kvarta yfir aðgerðarleysi yfirvaldanna — ég veit ekki bet- ur en yfirvöldin hafi aldrei gert eins mikið fyrir æskuna og ein- mitt síðustu árin. Meinið er bara, að þú nennir ekki að líta kringum þig — það er nóg að gera, og sæmilega > skynsömum unglingi ætti síður en svo að leiðast. Eg fer ekki að telja það upp, sem hægt væri að gera — en ég he’d þið krakkarnir ættuð að gera þetta að umræðuefni yfir næstu kók — ef eitthvað heyrist í ykk- ur fyrir „djúgbogsinu“. Lög unga fólksins ... Elsku Vika min. Þcssi Ólafur, sem var með lög unga fólksins í útvarpinu fyrir nokkru er nú í sannleika sagt al- veg hræðilegur. Ég hafði smáboð fyrir nokkra kunningja mína, og ætluðum við að dansa eftir lögun- um í útvarpinu (þvi að enginn var plötuspilarinn). En við urðum öll fyrir hræðilegum vonbrigðum, þvi að lög unga fólksins voru ekkert nema sinfóníur og óperuaríur. Birtu þetta nú fyrir mig, Vika mín, svo að hinir seku sjái og bæti ráð sitt. Ein af unga fólkinu. — — — Þetta bréf er aðeins lítil stikkprufa af öllum þeim kvörtunarbréfum, sem okkur hafa borizt út af þessum um- rædda þætti. Ég er sannfærð- ur um, að til eru fleiri en fáir, sem telja má til unga fólks- ins, sem einmitt hlustuðu á þenn- an umrædda þátt og hans líka með mestu ánægju — en það er gamla sagan: þeir ánægðu nenna aldrei að skrifa. — Ég sé ekki annað, en breyta verði nafninu á umræddum þætti — þá falli allt í ljúfa löð og þeir geta haldið áfram að hlusta á hann, sem ánægju hafa af og hinir hætt að skrifa Vikunni. Mállýzka ... Kæri Póstur. Hvað í andskotanum þýðir „pulsumöllu“? Það er orðið ekki hægt að þverfóta á mannamótum fyrir fólki, sem heimtar „puisum- öllu“. Ég veit svo sem hvað jietta þýðir, en mér leiðist, að ég skuli skilja það, sárleiðist. Hvers vegna í andskotanum getur fólk ekki sagt „pylsu með öllu“? Hefur það kannski ekki tíma til liess eða hvað? Adúdaklink. --------Ja, nú er það svarí — „ekki hægt að þverfóta á manna- mótum fyrir fólki, sem heimtar „pulsumöllu“: Mig grunaði ekki, að þetta væri orðið svona ógur- legt. Það er ekkert annað en það verður að fara herferð gegn þessum lýð, sem segir svona ljótt. Það verður að uppræta þessa meinsemd, áður en máttarstoðir íslenzkrar tungu (þú þar með talinn) rnolna og falla í duftið. Allur af vilja gerður ... Kæra Vika. Mig langar lil að segja þér svo- lítið, sem valdið hefur mér talsverð- um áhyggjum undanfarið. Konan *mín er orðin eitthvað svo óvægin og skilur mig iíklega ekki nú orðið. Hún er nú komin af léttasta skeiði, konan, og eru engar likur á því að liún fari úr þessu að þykkna undir belti, nema þá af eintómu áti. En um daginn l'ræddi hún mig á því, að sig beinlangaði til þess að ala upp ungbarn. Hún bætti því við, að bezt væri, ef hún þekkti eitthvað til foreldra barnsins, þannig að hún gæti verið viss um að fá ekki upp í hendurnar einhvern vandræða- gemling. Nú, ég hef til þessa talið mig skilningsrikan eiginmann, og í þetta sinn ætlaði ég að bjóðast lii að gera henni mikinn greiða: fara á kreik og búa til þennan krakka. — En liún ætlaði vitlaus að verða, og vildi ekki heyra það nefnt. Mér finnst þessi afstaða liennar ákaflega vafasöm, því ég stakk upp á þessu af greiðasemi einni saman. Auk þess myndi hún þekkja ögn a. m. k. annað foreldri barnsins, og mér finnst það lítil meðmæii með mér, ef hún gerir sér það foreldrið ekki að góðu. Kæri Póstur, finnst þér þetta ekki ákaflega vafasöm afstaða hjá kon- unni? Hún talar helzt ekki við mig, síðan ég stakk upp á þessu. Mér finnst ég eiga heiður skilinn fyrir að leggja það á mig að leita til ann- arrar konu, bara til að þóknast konu minni og búa til lítið barn handa henni. Hvað finnst þér? Nilli. --------Ha — umm — ja — ég á nú dálítið erfitt með að taka af- stöðu til þessa máls. Kannski einhverjir lesendur vilji láta í ljós álit sitt á þcssu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.