Vikan - 16.08.1962, Page 9
BSjll
lilii
:
^ívxwxví:
■
umfram hið óhjákvæmilega og nauðsynlega.
Unga fólkið getur ekki sætt sig við, aS yfir
hverju fótmáli þess sé vakað. Og þegar það neyð-
ist til að rjúfa höft og bönn með því að segja
skakkt til aldurs, þá þykir flestum fyrir því að
gera það og telja það áreiðanlega illa nauðsyn.
Það, sem þörf er að gera í þessu brýna hags-
munamáli unga fólksins, er að opna tafarlaust
samkomuhús við þess hæfi, sem ekki eru lakari
en samkomuhús þeirra, sem eldri eru; hús, þar
sem skemmtanir og veitingar eru við hæfi ungl-
inga, en þó hvorki ofboðslegar né hraksmánar-
legar. Verði orðið við þessari þörf, munu á
skammri stund skipast veður í lofti. Æskan mun
ekki þurfa að smygla sér inn á skemmtistaði
hinna rosknari og ráðsettari. Og æskan mun ekki
þurfa að drekka sig fulla af brennivini til að
láta sér e-kki leiðast.
í kjölfar þessara húsnæðisvandræða hafa siglt
hinar fjölmörgu sjoppur, sem mörgum og þó
einkum foreldrum og aðstandendum ungling-
anna, hefur staðið ærið mikill stuggur af.
Sökum þess að unglingarnir eiga hvergi sama-
stað i skemmtanalífi bæjarins, þyrpast þeir á
þessa staði því þar geta þeir verið saman
óáreittir. Þar koma ungu stúlkurnar og ungu
piltarnir saman lil að ræða hagsmuna- og á-
hugamál sín. Yfir kókflöskunni, með vindlinginn
i öðru munnvikinu, ræða þau landsins gagn og
nauðsynjar og sýnist sitt hverju.
Siæm úrlausn á húsnæðisvandræðum mun
þetta eflaust vera að flestra áliti. En það þýðir
ekki að berja höfðinu við steininn og spyrja
fávíslega, hvers vegna í ósköpunum krakkarnir
fari ekki annað. Svarið er ósköp stutt og lag-
gott: Unga fólkið hefur ekki í annað hús að
venda.
Róttækasta og um leið æskilegasta leiðin til
úrbóta yrði án efa sú, að hið opinbera kæmi
hér til móts við eigendur skemmti- og dansstað-
anna, og gerði þeim með einhverjum hætti kleift
að bjóða unga fólkinu holla og heiðarlega
skemmtun, sem enginn unglingur og ekkert sam-
komuhús þyrfti að skammast sín fyrir.
Blaðið hefur snúið sér til nokkurra reykvískra
unglinga og rabbað við þau um vandamál það,
sem hér er fjallað um. Fara samtölin hér á eftir:
á
* * -*■
SIGURJÓN GUNNARSSON (18 ára)
Er það rétt, að reykvískir unglingar eigi
yfirleitt hvergi aðgang að dansleikjum i borg-
inni?
— Það er alveg rétt. Aðeins einn eða tveir
staðir veita fólki innan 21 árs inngöngu á dans-
leiki sína. Aldurstakmörk þessi eru að vísu að-
eins að nafninu til. Auðvitað er mikið um, að
krakkarnir fari í kringum þessar reglur.
— Ástandið er sem sagt slæmt í þessum efn-
um?
— Já, mjög slæmt. Að visu skánaði það um
tima i vetur, þegar Gúttó var opið.
— Hvað gætir þú hugsað þér, Sigurjón, að
orðið gæti til að ráða bót á vandræðunum?
— Ja, fyrst og fremst þetta, — að krakkarnir
fái einhvern samastað. Það er alveg nauðsyn-
legt að fá hús með viðeigandi hljómsveit.
— Hvað taka unglingarnir til bragðs, þegar
þeim er úthýst af svo mörgum skemmtistöðum
bæjarins?
— Þá leita þeir náttúrlega út fyrir borgina.
Þar er ekki eins strangt eftirlit og meiri mögu-
leikar á inngöngu.
— Hvaða staðir verða helzt fyrir valinu, þegar
út fyrir borgina er komið?
— Það eru helzt staðir eins og Hvoll, Hlégarð-
ur o.fl. Framhald á bls. 41.
Útlagar stinga saman nefjum.
Því miður alltof ungar---------------
Æskunni er úthýst af skemmtistöðunum, en sjoppur og sveitaböll verða athvarf unglinganna
VIKAN 9