Vikan


Vikan - 16.08.1962, Side 13

Vikan - 16.08.1962, Side 13
ER EIN2 LOWBUNUM TEKST EKKI ÚÐ FLÝJCl wanoc Úr viðhafnarsalnum, sem byggður var við þær byggingar, er fyrir voru, þá er Bessastaðir voru gerðir að bústað Forseta Isiands. Þetta er glæsilegt lierbergi búið vönduðum húsgögnum, og myndum eftir marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Einkaskrifstofa forsetans. Herbergi þessu var áður skipt í tvennt, — þegar Grímur Thomsen sat á Bessastöðum var hér til dæmis bæði skrifstofa hans og svefnherbergi. Hér vinnur forsetinn að sínum persónulegu hugðarefnum í afar fögru umhverfi, svo sem sjá má á myndinni. Hinn glæsi- legi húsbúnaður er ýmist í eigu ríkisins eða einkaeign forsetans. Rætt vsð frú Sólveigu Eggerz Pétursdóttur listmálara. Annars er margbreytileikinn beztur. — Hvað er um nám yðar að segja? — Ég byrjaði að læra i Myndilistarskólanum sem krakki og hafði af því bæði gagn og gaman. Á ungum aldri fluttist ég til Bretlands með for- eldrum mínum og gekk þar á listaskóla í London um skeið. Um þær mundir kynnlist ég mannin- um mínum og gifti mig og batt það enda á frek- ara nám. — Vinnið þér að nokkru sérstöku núna? — Það get ég varla sagt. Ég er nýkomin norð- an úr Víðidal, þar sem ég hef dvalizt undanfar- ið með manninum mínum, og málaði ég þar all- mikið. Svo fór ég ekki i'yrir alls löngu til Þing- valla, í Þórsmörk og alla leið austur á Síðu og málaði talsvert á öllum þessum stöðum. Þetta voru mestmegnis vatnslitamyndir, en auk þess hcf ég að undanförnu unnið að nokkrum olíu- málverkum. — Að lokum langar mig til að vikja aftur að kortagerðinni, frú Sólveig, og vita, hvort þér ællið að halda lengra á þeirri braut. — Það fer eftir því, hvernig undirtektir verða. Ef Bessastaðakortin hljóta vinsældir og seljast vel, get ég hugsað mér að halda þessu eitthvað áfram. Einkum hefði ég áhuga á, að gera myndir af gömlum íslenzkum bæjum og koma þeim á kort. Þessir gömlu bæir eru nú óðum að hverfa, en þeir eru bæði listræn og menningarleg verð- mæti, sem okkur er skylt að varðveita með ein- hverjum hætti. Ég álit, að það verði einna bezt gert með þvi að mála þá, áður en það er um seinan, eftir sönnum fyrirmyndum en ekki út í loftið eins og ýmsir gera sér leik að. G. A. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.