Vikan - 16.08.1962, Page 36
inu. Bini fann hvernig hann varð
spenntari og spenntari.
Svona átti iífið að vera, ráðast á
óvinina að nóttu til, læðast hljóð-
laust áfram. Ilann kreisti ímyndaða
byssu f sveittri höndinni og reyndi
að láta fótatakið ekki heyrast.
— Það er ekki nokknr sála inn-
an tiu kílómetra, hvíslaði Don. En
við verðum að vara okkur á lögreglu-
bilnum.
Nú voru þeir komnir að liúsinu.
Don tók stein og braut með honum
rúðu i kjallaranum, stakk höndinni
inn um gatið og opnaði gluggann. í
sömu andrá stóðu þeir báðir inni í
húsinu.
— Þetta er ekkert, hvíslaði Don.
Bara ef maður veit, hvernig á að
fara að því.
— Það er eins og þú hafir gert
þetta áður.
Don hrissti höfuðið.
— Nei, en ég hef hugsað um það.
Ég gæti stolið öllu i þessu húsi og
engum mundi detta í hug að gruna
mig, með svona ríkan pabba og allt,
sem ég þarf. Það mundi vera hinn
fullkomni giæpur.
— Er það til þess, sem þú fórst
hingað? Til að stela?
Don hló. — Þvi ætti ég að gera
það? Hvað ætti ég að gera við þetta
dót? Komdu nú!
Bud elti hann upp kjallarastigann.
Augu hans höfðu vanizt myrkrinu
og dauft tunglsljós skein inn um
gluggann. Þegar þeir komu inn i
dagstofuna, sýndist honum fyrst, að
húsgögnin væru svo undarleg í lög-
un, en svo sá hann, að breidd höfðu
verið lök yfir þau. Hann mundi ó-
skýrt eftir því, að einhvern tima
höfðu húsgögnin heima hjá honum
verið með hlífðarlök. Mamma hans
hlaut að hafa gert það, hugsaði
hann. Mamma hans, sem hann mundi
svo óljóst eftir, með andlit eins og
hvitan blett, innrammaðan dökku,
mjúku hári. Einhvern tíma hlaut hún
að hafa lagt lök yfir húsgögnin
þeirra. Stóllinn með gormunum upp
úr sætinu, upplitaði sófinn, sem var
slitinn og blettóltur, þetta hafði ver-
ið nýtt og fínt og sveipað laki.
Don tók eitt iak og vafði um sig og
cngdist af hlátri, og Bud gerði eins.
Þeir eltu hvor annan í dimmri stof-
unni og hoppuðu á gólfinu eins og
tveir draugar.
Don snarstanzaði og Don hraut
um hann og hentist á litið borð.
— Hjálp, hvislaði Bud. Heldurðu
að ég hafi brotið það?
— Hvað gerir það til? Don kastaði
frá sér iakinu og lyfti borðinu upp.
Hann hélt því eins og bolta og spark-
aði því út í herbergið. Það heyrðist
brothljóð, þegar það skall í vegginn.
Hann tók upp vasahníf og hljóp að
sófanum. Andardráttur hans var svo
þungur, að Bud heyrði hann greini-
lega. Með snöggum handtökum risti
hann áklæðið, tók hnefafylli af fiðri
og stráði þvi um herbergið. Svo fór
hann eins með stólana. _ Náðu i
vatn, sagði hann.
Bud stóð á miðju gólfi og starði.
— Af hverju er þér svona illa við
þau? hvíslaði hann. Hvað hafa þau
gert þér?
— Hver?
— Þau, sem eiga hér heima.
— Mitchellsfólkið? Ég þekki þau
ekki einu sinni.
—- En af hverju....
— Hvað er að þér? Ertu hrædd-
ur?
— Ég bara skil ekki af hverju þú
villt eyðileggja allt hér.
— Bara til að vera svalur, asninn
þinn. Bara til að gera einhvern hasa.
Hann ýtti Bud frá sér. Ég skal sækja
vatnið sjálfur. Ég hcfði átt að hafa
vit á því að taka ekki svona ræfil
með mér.
Bud fann, að hann fór að titra.
Hann var enginn ræfill. Hann var
enginn eftirbátur Dons, hann gat
gert allt, sem Don gerði. Hann skyldi
sýna honum það.
— Ég sæki vatnið, sagði hann.
Hann hljóp út í eldhúsið og fyllti
stærstu fötu, sem hann gat fundið.
Hún var svo þung, að hann riðaði
með hana í höndunum. Hann bar
hana að flakandi sófanum og hellti
vatninu yfir hann.
Nú var ekki lengur hægt að gera
við hann. Nú var hann verri en upp-
litaði gamli sófinn, sem mamma
hans hafði einhvern tíma sveipað
laki.
Hann fór aftur og aftur fram eft-
ir meira vatni og hellti því yfir allt
þarna inni. Hendur hans titruðu og
hann var lafmóður, eins og hann
kæmi af harðahlaupum.
Hann ætlaði að gera meira en
Don — og verra en Don. Hann æti-
aði að eyðileggja þetta hús almenni-
lega, og ef lögreglan næði honum,
ætlaði hann bara að hlægja þegar
þeir tækju myndir af honum fyrir
blöðin, og þá skyldi Don sjá hvort
hann væri huglaus.
Allt í einu heyrði hann rödd Dons,
skæra og alveg rólega.
— Við verðum að fara núna, Bud.
Lögreglan getur komið.
Bud stóð hreyfingarlaus nokkra
stund. Hann horfði á rennblaut hús-
gögnin. Einhvern tíma koma þau
heim og sjá þetta. Konan fer að
gráta....
Hann hélt, að nú færi hann að
gráta sjálfur. Hann andaði djúpt.
Hvað var að honum?
— Ég er ekki hræddur við lög-
regluna, sagði hann, en Don tók um
handlcgg hans og ýtti honum út.
Þeir voru komnir yfir hálfa gras-
flölina, þegar þeir sáu bílinn koma
og stanza. Þeir köstuðu sér á jörð-
ina og sáu lögregluþjón stíga út með
vasaljós.
_ Liggðu kvrr, hvíslaði Don. Þetta
er bara venjulegt eftirlit. Þegar hann
er kominn hinum megin við húsið,
hlaupum við. Þeir voru rétt komnir
á hjólin, þegar þeir heyrðu í lög-
reglubilnum bak við sig og hann ók
hratt. Þeir beygðu út frá veginum
og inn i girðingu. Þar stukku þeir
af hjólunum og byrjuðu að hlaupa.
Þeir heyrðu bílinn stanza, en þá voru
þeir orðnir ósýnilegir i myrkrinu.
Bud sá ljós í íbiiðinni á fjórðu hæð,
þegar hann beygði inn í götuna.
Pabbi sat alltaf og beið eftir hon-
um, eins og hann væri smástrákur.
Venjulega varð hann ergilegur yfir
því, en ekki i kvöld. Honum leið illa,
eins og hann væri að verða veikur
— alveg eins og áður en hann fékk
skarlatssóttina. Pabbi sat i sófan-
um og lagði kapal. Hann sat þann-
ig, að hann huldi slitnasta blettinn.
Sófinn var ekki sem verstur, þegar
þessi blettur sást ekki. Hann var að
minnsta kosti ekki sundurskorinn.
— Ég er kominn heim, sagði Bud.
Pabbi leit upp.
— Ég sé það, sagði hann, og hélt
áfram við kapalinn. Bud neri sam-
an höndunum.
Ótrúlegt en sntt...
FYRIR TÆPAR 3.000.
Verzlunin
FAFN
I R
Skólavörðustíg 10 - Sími 12631.
BARNAVAGN
BURÐARÚM
& BARNAKERRA
Saumum skerma og
svuntur á barnavagna og kerrur.
PÖSTSENDUM UM ALLT LAND.
36 v«AN