Vikan


Vikan - 16.08.1962, Side 39

Vikan - 16.08.1962, Side 39
bezt að segja, að hún væri komin heim aftur .... — Hún kom við hjá mér fyrir nokkru, mælti Gustav Lange. Og hún skildi eftir þetta bréf. Það er skrifað utan á það til þín, Einar. Gerðu svo vel. Eg held að þú ættir að lesa það strax, það er að öllum líkindum eitt- hvað áriðandi. Hún .... hún var tals- vert annarleg, bæði ásýndum og i fasi .... — Fáðu mér bréfið, mælti Patrik gamli skipandi rómi og þreif af hon- um bréíiö. Þú verður að taka með ró hverju sem að höndum kann að bera, Emar, bætti hann við. Nú komum við 'öll mn, og þú hvílir þig stundarkorn eftir ferðalagið. Þau gengu öll inn i dagstofuna. Pat- rik gamli gekk út að einum glugg- anum, sneri baki við þeim hinum og virti fyrir sér bréfið. Var að þvi kom- inn að brjóta upp umslagið, þegar simahringing kvað við frammi á gang- inum. Hann fór sjálíur og svaraði, og þegar hann kom inn aftur, hélt hann enn á bréiinu í hendinni og var ná- iuiur í andliti og svo þungur í spori, að íæturnir virtust varla geta borið hann. — Þá þurfum við ekki frekar vitn- anna viö, mælti hann lágt. Lilian hef- ur lagt upp í langa ferð .... — Hún er þá dáin, mælti Gustav Lange og spratt úr sæti sinu. Og það er min sök. Ég rak hana frá mér .... Hann hneig niður í stólinn aftur og greip báðum höndum fyrir andlit sér. — Nei, mælti Einar lágt og stilli- lega. Sé hún látin, er það fyrst og fremst mér að kenna. Ég skildi hana ekki, og ég gat ekki gert hana ham- ingjusama.. Ég tek ábyrgðina af dauða hennar á mig, og bið ykkur að sýna mér ekki neina vægð, heldur segja mér allt eins og er .... Og Eva kjökraði. — Ég hefði aldrei átt að koma hing- að, sagði hún. — Hér verður engum um kennt, tók Patrik gamli til máls, og rómur hans var þrunginn alvöru og festu, sem læsi hann upp dómsorð. Hún var öll önnur en við og gat ekki sam- rýmzt okkur framar en við henni. Hjónaband E’inars og hennar var á misskilningi byggt, allt frá upphafi, og hlaut að fara út um þúfur, þótt Eva hefði aldrei hingað komið. Hún unni þér aldrei heils hugar, Einar; hún unni fyrst og fremst auð þín- um og aðstöðu, og öllum þeim munaði, sem þú gazt látið henni i té. En þvi unni hún Gustav, að hann minnti hana alltaf á föður hennar, og hún hefði ekki hikað við að skilja við þig, Ein- ar, og taka saman við Gustav, ef hann hefði verið þess efnahagslega umkom- inn að veita henni sams konar mun- að .... — Ég rak hana frá mér, endurtók Gustav. Ég hef svikið þig sem vin, Einar, og orðið valdur að dauða henn- ar. — Það gerðir þú ekki, Gustav, mælti Patrik gamli enn. Hún tekur það einmitt fram í bréfinu, að hún hafi i hyggju að heimsækja þig, en að hún hafi ákveðið að fremja sjálfs- morð. — Með hvaða hætti varð það? spurði Einar. — Hún ók í sjóinn, öldungis eins og faðir hennar, svaraði gamli mað- urinn. Það fóru sársaukadrættir um and- lit Einars. — Ég verð að fá að sjá bréfið. Það er til mín skrifað, og þið megið ekki leyna mig neinu. Patrik gamli varp þungt öndinni. Bréfið hafði þá játningu inni að halda, að hún hefði gert tilraun til að myrða þau Einar og Evu, og með hvaða hætti hún hafði undirbúið það. Hvorki Ein- ar, né heldur nokkur annar, sem vissi það ekki Þegar, mátti nokkurn tíma verða þess vísari. — Ekki skal ég fullyrða nokkuð um það, hvort Lilian hefur verið fyllilega sjálfráð gerða sinna, mælti hann. En af bréfi hennar virðist mega ráða, að hún hafi verið róleg og með réttu ráði. Hún kveðst ekki ala með sér beiskju gagnvart neinum, skrifar hún; þetta væru sin örlög, og hún taki á sig alla sökina. Hún biður ykk- ur þess eins að dæma sig ekki, og hún kveðst gera sér það ljóst, hve rangt það hafi verið af sér að láta ekki ástina ráða, heldur látið óttann við fátæktina og afneitunina verða yfirsterkari .... Patrik gamli gekk að arninum með bréfið frá Lilian í hendi sér. — Við skulum muna Lilian, eins og hún var, þegar henni leið bezt. Hún hataði þig ekki lengur, Eva, held- ur vonaði hún að þið Einar yrðuð hamingjusöm. Hún biður þig þess eins að þú reynist Súsönnu litlu góð móð- ir. Hann varpaði bréfinu í arineldinn. Horfði þögull á logana, en sneri sér síðan að þeim hinum. —• Ég ætla að fara inn og hvila mig svolitla stund, sagði hann. Það er ekki laust við að ég sé dálítið þreytt- ur. Á morgun verð ég að skreppa til Létt rennur Gte&Oó Fangi Castros Framhald af bls. 11. Út úr veggnum lá loftræsir og ennþá fannst mér ég vera að frjósa. Lítið borð stóð á milli mín og feit- lagins manns í borgaralegum klæð- um. 1 einu horninu sat ungur her- maður framan við ritvél og sneri i okkur bakinu. Maðurinn í borgara- legu klæðunum benti mér að setj- ast gegnt sér við borðið og horfði lengi fast á mig án þess að mæla orð af munni. Síðan snéri hann sér skjótlega að unga hermanninum og hvíslaði einhverju að honum bros- andi. Hermaðurinn fór að hlægja og liorfði háðslega á mig. Ég fann allt i einu til þess, að ég var óhreinn og órakaður, en það var nokkuð, sem ég hafði ekki gefið neinn gaum fyrr. móður hennar og tilkynna henni slys-| iBorgaraklæddi maðurinn einblíndi ið, — já, ég segi vitanlega að þaðljsíðan á mig góða stund og spurði hafi verið slys. ~ ’ — Þakka Þér fyrir, Patrik frændi, mælti Einar lágt. Hans gekk til Gustavs og lagði hönd sína á öxl honum. — Þú ættir að koma út í garðinn með okkur Grétu. Við ætlum að fá okkur frískt loft og njóta kyrrðarinn- ar um hrið .... Þau Eva og Einar voru ein eftir í stofunni. Tárin streymdu niður vanga henni. Hann rétti út höndina og strauk létt lokka hennar. — Ástin mín, sagði hann. Hún leit á hann tárvotum augum. Sólargeislarnir féllu á andlit henni. Hún bar höind hans að vanga sér. Fugl söng í trénu úti fyrir stofugluggan- um og hlýr sumarblærinn bærði lim kirsuberjatrésins. Endir. svo að lokum, hvað mér fyndist um grimmdaræði de Gaulle í Alsír. — Hvað kemur það minu máli við? spurði ég. Hann svaraði engu, opnaði skúffu í borðinu og tók upp úr henni sveskjustein og hníf og fór að bisa við að opna sveskjusteininn með hnífsblaðinu. Meðan hann var að bauka við þetta, snéri hann sér meir en í hálfhring og fór að tala um Alsír við hermanninn, nærfellt full- ar tiu mínútur, eins og ég væri þar hvergi nærri. Hann minntist á mynd, sem hafði nýlega birzt í blaðinu „Revolucion“, er sýndi misþyrmd lík, sem sagt var að væru af föng- um F.L.N. Svo snéri hann sér allt i einu að mér og sagði: — Alsirbúar berjast fyrir sjálf- stæði sinu og þeir munu öðlast það eins og við höfum öðlazt okkar. — Ég get samt sem áður ekki séð, hvað það kemur yfirheyrslunni yfir mér við. Það var ekkert svar. Hann tók á ný að fást við sveskjusteininn og það liðu margar mínútur. Allt í einu spurði hann: — Þú talar ensku? — Já. —; Hvar lærðirðu hana? — í Englandi. — Hvers vegna? Það var ætlun hans að koma mér á óvart og honum tókst það. — Nú, af þvi að England er sá staður, sem er heppilegastur fyrir Frakka, sem vill læra ensku. — Hvers vegna fórstu að læra ensku, hélt hann áfram að spyrja. — Því ekki það? — Ekki get ég talað ensku, sagði hann með ólundarhreim í röddinni. Hann byrjaði aftur að fást við sveskjusteininn og það liðu rúmar fimm mínútur. Allt i einu sagði hann hastarlega: — Þú vinnur fyrir C.I.A. — Nei, ég er blaðamaður. — Nei, þú vinnur fyrir C.I.A. Er ekki svo? — Nei, hrópaði ég. Hann tók blað út úr skjalabunka, las það hægt yfir og sagði: — Það stendur skrifað hérna, að þú vinnir fyrir C.I.A. _ Ég er ekki á snærum C.I.A. — En það stendur skrifað hérna. Hann tók blaðið aflur og fór að lesa. — Fanginn er umboðsmaður fyr- ir C.I.A. — Þetta er þvættingur, öskraði ég, ég vinn alls ekki fyrir C.I.A. Það er klárt mál. VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.