Vikan


Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 8

Vikan - 01.11.1962, Blaðsíða 8
Páll Kolka: „Ef menn vildu gjöra svo vel að leggja upp Iaupana og sálast, þá vaeri þetta ekkert vandamál. Það er nú bara einu sinni svo, að slíkt gerir fólk sér alls ekki að góðu“. \m\m Þórður Oddgeirsson: „Það er undarleg og slæm viðurkenning á starfi manna að svipta þá réttinum til að verða að liði, og leyfa þeim síðan að visna og þorna upp“. MAKLEG HVILD • Flestir embættismenn utan af landi flytjast til höfuðborgarinnar með kellu sina eftir að þeir hafa náð aldurshámarkinu og neyðast til að setj- ast að í húsnæði, sem þeim er gjörsamlega ofviða að standa undir. Þetta fólk, sem alls ekki er eins fátt og margur heldur, þarf að eiga kost á hent- ugu húsnæði og störfum við sitt hæfi. — En hver á að hafa forgöngu i hagsmunamál- um öldunganna? — Bandalag starfsmanna rikis og bæja ætti að vinna að framgangi hagsmunamála meðlima sinna, þegar þeir láta af störfum, hafa nokkurs konar „öldungadeild" eða „old boys-deild“. Frumkvæðið i þeirri deild gæti auðvitað verið í höndum gamla fólksins, þvi að þess er að sýna hvers Það er megn- ugt. Fólk talar alltaf um, að við Islendingar séum alltof fáir, hér sé svo margt ógert vegna manneklu, en menn um og yfir sjötugt geta unnið ýmis störf, þótt þeir afkasti ekki fullu dagsverki. — Hvernig eru þessi vandamál leyst með öðr- um þjóðum? — Danir reisa íbúðarblokkir, Bandaríkjamenn heil hverfi, bara handa öldungum. Síðan eru stofn- uð fyrirtæki, sem einungis aldrað fólk vinnur við. Þetta þyrftum við að gera líka. Sennilega endar þetta meö því, að gamla fólkið tekur af skarið og stofnar sín eigin samtök. Fæst- um er nóg að hafa lífeyrissjóðstrygginguna í bak- höndinni. — Og hverjir verða verst úti? — Þeir, sem eru að eðlisfari einhliða og enga eiga að, sem þeir geta leitað til um vinnu við sitt hæfi. Svo er það svo furðulegt, að því skylduræknari, sem menn hafa verið, þeim mun verr eru þeir yfirleitt settir, þegar þeir eru látnir hætta eða segja af sér. Ástæðurnar fyrir þessu eru þær, að sá maður, sem af samvizkusemi hefur helgaö alla starfskrafta sina sérhæfðu starfi allan sinn starfs- aldur, er oft gjörsamlega á flæðiskeri staddur, þegar hann fær pokann sinn. Nú hef ég einkum I huga opinbera embættismenn. Sjálfur hef ég reyndar verið svo heppinn að hafa ailtaf nóg að gera síðan ég lét af störfum á Blönduósi og fluttist til Reykjavíkur. — Við hvað? — Saga hefur verið mér hugleikin frá unga aldri, og nú sýsla ég mest við sögu læknisfræö- innar, einkum hér á landi, en teygi mig Þó aftur í miðaldalæknisfræði Evrópu. Miðaldalæknisfræð- in er furðu merkileg. Hérna voru líka margir merkilegir læknar i gamla daga, bæði sem læknar og kannski ekki síður sem menn. Menn á borð við Jósep Skapta- son, lækni i Húnaþingi, sem steytti hnefann fram- an í Trampe greifa og var meinað af amtmanni að sitja á þingi. — Já, Islendingar hafa verið laufrík grein á hinum evrópska kúltúrella meiði. Það er gaman að fást við sögu læknisfræðinnar. Ég hefði þurft 30 ár til Þess að ljúka því, sem mig langar til að taka fyrir og sökkva mér niður í, svo að ég hef byrjað fullseint á þessu, þótt ég hafi hætt læknisstörfum þegar 65 ára gamall. — En lögin heimiluðu 5 ára vinnu í viðbót. — Já, reyndar. Því er bara einu sinni þannig farið með okkur læknana, að við þurfum að eyða allmikilli orku allan okkar starfsferil í það eitt að fylgjast með hinni öru framþróun læknavís- indanna. Eiginlega má segja, að við sitjum á skólabekk þangað til við látum af störfum. Mér þótti varla taka því að leggja þetta á mig þessi 5 ár, sem eftir voru lögum samkvæmt, sérstak- lega vegna þess, að ég hafði að ýmsum áhuga- efnum að hverfa, þegar ég lét af læknisstörfum. — Og hefur þá aldrei verið nein eftirsjón I læknisstarfinu? — Ég get ekki séð eftir því að hafa hætt svona snemma — til þess er allt of skemmtilegt að fást við að kynna sér sögu Guðmundar Björns- sonar iandlæknis, Jóseps Skaptasonar og annarra öndvegisskörunga, eða rannsaka jafnmerkilegt at- riði og það, hvernig útbreiðsla berklaveikinnar hagaði sér, þangað til sú veiki varð algengasta dánarmein á Islandi. Þetta er eins og nokkurs konar leynilögreglurannsókn. — Já, ég hef meira en nóg að starfa, og Það er fyrir öllu — Þá er ekki hægt að láta sér leiðast. — Ber okkur þá að hagnýta starfskrafta þeirra, sem náð hafa aldurshámarki? — Já, tvímælalaust. Ég tel, að við höfum alls ekki efni á því að varpa lífsreynslu og þekkingu fyrir róða. Það væri eitt höfuðverkefni öldunga- deildarinnar innan BSRB að sjá þeim opinberu starfsmönnum, sem náð hafa aldurshámarkinu, fyrir verkefnum við sitt hæfi. — Sumum myndi til dæmis henta að leggja stund á fræðistörf hér í Reykjavík. Hér eru söfnin og hér eru aðstæð- urnar. — E'n hvers vegna á ekki að unna mönnum eins og segir í greinargerðinni „rólegs og amst- urslauss ævikvölds"? — Því fer fjarri, að það sé nokkur velgjörn- ingur við venjulegt fólk, þótt gamalt sé, að svipta það tækifærinu til þess að verða að liði. Full ástæða er til að gera þessu fólki kleift að lifa sómasamlegu lífi — og Þar hrekkur engin lif- eyristrygging til. Enda er heilbrigðara og skemmtilegra að fá eitthvert starf við sitt hæfi heldur en að Þiggja ölmusu frá hinu opinbera. — Er ekki fulldjúpt tekið í árinni að kalla líf- eyrinn ölmusu? — Jú, að vísu. Hann er aðeins tryggingarupp- hæð, sem fellur í gjalddaga, en er algjörlega ó- fullnægjandi, einkum á tímum verðbólgu. Höfuðreglan ætti að vera þessi: Vilji menn 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.