Vikan


Vikan - 01.11.1962, Side 20

Vikan - 01.11.1962, Side 20
Þannig er auðvelt að gera slétt- an kappa: Saumið opiun renning bæði að ofan og neðan og dragið stengur í gegn á báðum stöðum. Með þessu móti verður kappinn alveg sléttur, og auðvelt er að taka hann niður og setja upp. Takið eft- ir því, að gluggatjöldin eru ekki földuð niður með hliðunum. Þau eru gerð úr ullarvefnaði, sem of- inn er án jaðars. í þessum glugga eru engin gluggatjöld, heldur eingöngu græn- ar plöntur Á kvöldin eru notuð rúllutjöld úr bastvef. Á myndinni sézt hvernig vefurinn rennur inn í „kassa“ sem er úr breiðum list- um, sem festur er á gluggakarm- inn. Gluggatjöld hafa margþættu hlutverki að gegna.'Þau geta gert herbergið bjart eða dimmt. Mynztur þeirra hefur mikil áhrif á heildarmynd stofunnar — og það verður að velja efnið þannig, að það fari vel við önnur efni þar inni. Hér verða sýndar tólf gerðir af gluggatjaldaefnum. Litir. Mynztur. Efni. Gerð efnis. Hafið birtuna í huga. Gul og gulgræn glugga- tjöld skapa vinalegustu og þægilegustu birtuna í stofunni. Snúi glugg- inn mót norðri, sýnist manni samt sólarbirta í stofunni. Hugsið um samræmið. Séu litir á veggj- um heitir, getur ver- ið heppilegt að hafa gluggatjöldin í svalari litum. Stórgert mynztur. Séu veggir, teppi og húsgögn einlit í stof- unni getur verið fallegt að velja mynztruð gluggatjöld. Smágert mynztur. Séu herbergin lítil, en ef það þykir samt æskilegt að hafa mynztruð gluggatjöld, verður mynztrið að vera smágert. UII. f stofu, þar sem flest ananð er gert úr ull, skapar það samræmi að hafa gluggatjöldin einnig úr ullarefni. Bómull. Bómullarefni má þvo, og það má fá í mörgum litum. Það fer vel í eld- húsi, svefnherbergi, barnaherbergi og í sum- arbústaðnum. Lausofið efni. Oft er það gerð efn- isins, sem setur svip á gluggatjöldin. Hér er efni, sem er ofið á sér- stakan hátt. Þéttofið efni. Eigi gluggatjöldin að vera efnismikil, er heppilegt að efnið sé þéttofið, án þess að vera þungt. • • liturinn enn fallegur —■ eða hvort mynztrið kemur vel út þegar það hangir, eða leggst í fellingar. Er gerðin hæfilega lausofin eða fast- ofin? Líkar manni ljósblærinn sem kemur af tjöldunum? Ekkert af þessu er hægt að gera sér ljóst, fyrr en maður hefur séð tjöldin fyrir glugga. Það á að ákveða það heima í stof- unni, hvort gluggatjöldin eiga að vera mynztruð eða einlit. Það er góð regla að kaupa einlit gluggatjöld, ef aðrir hlutir stofunn- ar eru mikið mynztraðir. Ef mynztr- uð gluggatjöld bætast þar ofan á, verður herbergið of órólegt. Hins vegar geta mynztruð glugga- tjöld verið mjög falleg, ef teppi, húsgagnaáklæði og veggfóður er einlitt í lítið áberandi litum. En þetta er nauðsynlegt að ákveða áður en farið er í búðir. Það er auð- veldara að ákveða þetta heima og gera sér ljóst hvernig gluggatjöld- in eiga að vera, til að fara vel við heildarsvip stofunnar, heldur en að Athugið styrkleika litarins. Hafa verður í huga, að séu gluggatjöldin í mjög sterkum lit, verð- ur birtan sem inn kem- ur, með sama litblæ. nano Diomin 1 nuga. Séu blómstrandi plönt- ur í glugganum, og sé óskað eftir mynztruð- um gluggatjöldum, má mynztrið ekki vera blómamynztur. Hör. Sé óskað eftir glugga- tjöldum „náttúrleg- um“ lit, eru hörefni heppileg. Þau eru auð- veld í þvotti. Mynzturvefnaður. Gerðin getur líka mynd- að mynztur. Hér er efn- ið ofið þannig, að það myndast randir. reyna að muna það í búðinni. Ákveðið fyrirfram hvort glugga- tjöldin eiga að stuðla að því að hærra sýnist undir loft, eða að stof- an sýnist lengri eða breiðari. Flestir vita, að það er hægt að láta mjótt herbergi sýnast breið- ara með því að mála hliðarveggina ljósari og endaveggi dekkri. Hins vegar er hægt að gera herbergi lengra í augum manns með því að endaveggir séu ljósir og hliðar- veggir dökkir. Þetta má hafa í huga, þegar litur gluggatjaldanna er valinn. Mynztur og gerð tjaldanna hefur líka áhrif í þessa átt. Sé efnið með lóðréttum röndum og nái glugga- tjöldin alveg niður á gólf, sýnist hærra undir loft en ef þau eru með láréttum röndum og stutt. Fáið upplýsingar um hvernig á að þvo efnið og hve mikið það muni hlaupa. Öðru hverju verður að þvo gluggatjöldin — hve oft, fer eftir því hvar þau hanga. Sé verið að velja gluggatjöld fyrir stofu, þar sem vitað er að gluggatjöldin ó- hreinkast mikið, verður að hafa í huga, að þau séu auðveld í þvotti. Verzlunin á að geta gefið upp- lýsingar um hvernig á að þvo þau, og hve mikið efnið muni hlaupa, og verður þá að taka tillit til þess þegar efnið er mælt. Mælið nákvæmlega stærðina og munið eftir saumum, svo að vitað sé nákvæmlega hve mikið efni þarf fyrir gluggann. Það ætti aldrei að treysta aðeins augunum við að taka mál. Þá er hætt við að komið sé heim með of lítið eða of mikið efni, og hvort tveggja er ergilegt. Notið málband, eða það sem þægilegra er, tommu- stokk. Lóðrétta málið er tekið frá stöng- inni niður á gluggakistuna eða gólf- ið, og síðan er 20 cm bætt við það fyrir saumum. Síðan er því bætt við, sem gefið hefur verið upp að efnið muni hlaupa í þvotti. Lárétta málið er tekið frá enda Framhald á bls. 42. 20 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.