Vikan


Vikan - 22.11.1962, Page 16

Vikan - 22.11.1962, Page 16
UNGA FÖLKIÐ GÖG og GOKKE Þið munuð flest kannast við kempurnar hér á myndinni og hafið áreiðanlega oftar en einu sinni hlegið ykkur máttlaus og meira en það, vegna hinna margvíslegu og spaugilegu tiltækja þeirra félaga. Þá þarf varla að kynna, - Þetta eru auðvitað hinir góðkunnu skop- leikarar Laurel og Hardy, sem við þekkjum bezt undir nöfnunum Gög og Gokke. ATfíUGANOI FYRIR UNGU STtJLKURNAR Dulúðug fegurð. Ekki verður annað sagt en að stúlkan hér á myndinni búi yfir sérkennilegri, allt að því dul- úðgri fegurð, sem ekki er á hverju strái. Annars er þessi unga og fagra stúlka auðvitað kvikmyndastjarna, — er hún spænsk, heitir Sarita Montiel og er hér að leika í spænsk-ítalsk- frönsku kvikmyndinni „La bella Lola“. Stúlkan hér á myndinni, sim er ííölsk að þjóðerni, en kvikmyndaleikkona að atvinnu og heitir því fagra nafni Gianna-Maria Canale, er hér að taka sér bað í bezta baðlyfi allra tíma, nefnllega mjólk. Það fylgir sögunni, að mjólkin sé reyndar ekki nýkomin úr ís- skápnum, enda mundi þá naumast þessi sælusvipur á kvikmyndadísinni. Einnig má telja full víst, að hún sé ekki heldur spenvolg. Það ku vera afar hollt og fegrandi að taka sér öðru hverju bað upp úr mjólk og væri það atliugandi fyrir íslenzkar blómarósir, þó að ef til vill sé ekki aukandi á fegurð þeirra og líkamstöfra. 16 VIKAN „gÍN'T AR IIVET" Hin kunna söng- og leikkona Anita Lindblom hóf feril sinn árið 1954 en sló fyrst í gegn, ef svo má segja með hljómplötu sinni „Sán‘t ar livet“, sem náði miklum vinsældum bæði í heimalandi hennar, Svíþjóð, og víðar. Anita Lindblom hefur afar sérkennilega og fallega rödd og hefur af mörgum verið nefnd hin nýja Zarah Leander. Anita Lindblom mun hafa sungið hvorki meira né minna en rúmlega 40 lög inn á hljóm- plötur og stendur sífellt í samningum um nýjar plötur. Kvennagull, eða hvað? — Kvennagull, urrar Jane. Hún er dóttir hins fræga leikara Henry Fonda. — Að pabbi sé kvennagull! Ég get nú ekki annað en hlegið! Ég get aldrei skilið, hvað allar þessar konur hafa séð við hann pabba! Og ennþá síður skil ég, að fjórar konur hafi getað orðið svo ást-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.