Vikan


Vikan - 22.11.1962, Síða 27

Vikan - 22.11.1962, Síða 27
Frá saumavélum ... Framhald af bls. 13. reynslu sína og fjármagn, tókst þeim ekki að venja Þjóðverja við útlit amerísku bílanna, stærð þeirra né vélarorku. Það var augljóst mál, að GM varð að framleiða litla bíla fyrir Evrópumarkaðinn. Þeir höfðu komið upp útibúi í Berlín til þess að framleiða vörubíla, en það var ekki nóg. Einmitt um þetta leyti barst GM bréf frá Opel, þar sem stungið var upp á þvi, að þessi tvö fyrirtæki kæmu sér að einhverju leyti sam- an um starfrækslu Opelverksmiðj- anna í Riisselheim. Þetta mál var rannsakað og rætt fram og aftur í þrjú ár, og 1929 náðist samkomu- lag. GM sendi hóp af sérfræðing- um til þess a koma bandarískum starfsháttum á fyrirtækið. Árið 1931 komu fyrstu GM Opel bílarnir á markaðinn, og sama ár kom Opel Blitz, sem varð vinsælasti vörubíll Þýzkalands á fjórða tug aldarinnar. Og það ár seldi Opelfjölskyldan General Motors verksmiðjurnar að fullu. Næstu árin fylgdist Opel vel með nýjungunum og bætti nokkruin við. M. a. Olympia fyrsta bílnum, sem framleiddur var í fjöldaframleiðslu með sambyggðu boddýi og grind. Þessi framleiðslumáti varð næstum alls ráðandi hjá bílaframleiðendum utan Bandaríkjanna. Árið 1936 kom Opel Kadett, fyr- irrennari nýjasta módelsins 'frá Opel, og Admiral, stærsti bíllinn frá Opel, sex strokka með 3,6 lítra Opel (arðvfli AFGREIÐSLUFRESTUR : BÍLL FJÖLSKYLDUNNAR BÍLL FYRIRTÆKISINS BÍLL FERÐALAGSINS DAGAR VÉLADEILD SÍMI 17080 mótor. Kapitan, sem framleiddur var fyrst 1938, sannaði að jafnvel stórir bílar gátu notað sambyggða grind. A þessum árum voru einnig gerðar miklar breytingar á verk- smiðjunni, og Opel seldi NSU reið- hjólaframleiðslu sína. Svo brauzt stríðið út. 1940 tóku Allir utan hættu, vestur gefur. A K-G-7-2 9 D-8-6-5-3 K-3 A-K-D-9-4 Grunsemdir eru þýðingarmikill þáttur í sagntækni og þess vegna opnaði austur á einu laufi í þriðju hendi. Honum fannst líklegt að suð- ur yrði sagnhafi og ákvað þess vegna að segja í þeim lit, sem heppilegast væri að fá útspil í. Suður sagði einn spaða, vestur pass, norður hækkaði í tvo spaða og þeir urðu lokasögnin. Útspilið var laufatía og í þriðju laufumferðinni lét vestur tígulní- una. Nú spilaði austur tígulkóng og meiri tígli, trompaði síðan þriðju umferð en suður yfirtrompaði. Hann tók síðan trompin og svínaði síðan hjartanu gegnum vestur. Þessi úrslit gáfu norðri tilefni til þess að sýna hve óviðjafnanlegri athyglisgáfu hann væri gæddur. Norður sagði að hann myndi hafa svínað gegnum austur, vegna þess að hann var opnarinn og vestur hafði sýnt tígulásinn eftir að hafa tvisvar passað. Auðvitað á að svína gegnum aust- ur, en opnun hans kemur því máli ekkert við. Austur er sannaður með 5 lauf (vestur var ekki með í þriðju umferð) tvo tígla (austur trompaði þriðja tígul) og eitt tromp. Austur hlýtur þess vegna að hafa átt fimm hjörtu upphaflega og vestur tvö. Líkurnar fyrir því að ausur eigi eitthvert sérstakt spil í hjarta eru því fimm á móti tveimur — nægileg ástæða til þess að svína gegnum hann. Þjóðverjar verksmiðjurnar í sínar hendur, eftir að bandarísku starfs- mennirnir voru flúnir heim. Vöru- bílasmiðjan í Brandenburg við Berlín var starfrækt öll stríðsárin, en 1944 eyðilagðist helmingur verk- smiðjunnar í Riisselsheim í loft- árás. Eftir uppgjöf Þjóðverja hófu herir Bandaríkjanna varahluta- framleiðslu í því sem uppi stóð. Rússar fluttu stansana af Kadett til Moskvu og þar varð Kadettinn að Moskvits. aðeins lítið eitt breytt- ur í útliti. Rússar hirtu einnig verk- smiðjurnar í Brandenburg, eins og þær lögðu^ sig, fluttu þær til Kutayss í Úral og framleiddu þar vörubíla eftir fyrirmynd Opel Blitz. í Riisselsheim var tekið að fram- leiða 1,5 tonna Blitz í júlí 1949, og síðan Olympia 1947 og Kapitán 1948. Og 1 nóvember það ár fékk General MQtors á ný umráð yfir eignum sínum í Riisselsheim. Opel Reckord 1953 var fyrsta nýja módelið síðan 1939, og síðan hefur framleiðslan haldið stöðuet áfram með nýjum módelum næst- um ár frá ári, og nú á Opel nýjar verksmiðjur í Bochum. auk verk- smiðjanna í Riisselsheim, og þar verður nýi Kadettinn framleiddur. Þegar GM keypti Opelverksmiðj- urnar 1929, hélt sölustjóri GM því fram, að áður en langt um liði myndu verksmiðiurnar framleiða 150 þúsund bíla á ári. Það var hleg- ið að honum, en eftir tíu ár hafði spádómur hans rætzt, og nú er framleiðslan orðin fjórum sinnum meiri en það. Tækniþáttur. Frh. af bls. 3. ÓHÆGT SÆTI. Það verður varla sagt að þessi þotufluggarpur sitji í hægu sæti eins og spunakonan í kvæðinu. Eins og kunnugt er sprengja flugmennirnir sig sjálfir, í bókstaflegum skilningi, upp úr orrustuþotunum, ef þeim hlekkist á, og þjóta þá út frá vélinni, unz þeir geta komið fallhlífinni við. Brezki þotugarpurinn er þarna að reyna eitt slíkt sæti, sprengir sjálf- an sig rúma eitt hundrað metra frá jörð, og lætur sig síðan svífa niður í fallhlíf sinni — en hvernig það er að fá slíkan rassskell, er svo ann- að mál, sem fáir munu kæra sig um að kynnast af eigin raun. VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.