Vikan


Vikan - 22.11.1962, Side 35

Vikan - 22.11.1962, Side 35
© LOFTLEIÐIS LANDA MILLI ■LLEFU ERLENDIR ÁFANGASTAÐIR CLOUDMASTER FLUGVÉLARNAR ýÖÐKUNNU OG FYRIRGREIÐSLAN Á FLUGLEIÐUNUM TRYGGJA FARÞEGUM .OFTLEIÐA ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM UHljHUiiiiiHSÍIilSIIIISÍiiubsiisllllilhliuali-aillIlill i iíiinnj:!..,......,...... Síðasta flugið. Framhald af bls. 11. samsvaraði fallhlifinni; frásögnina af föður fahhlífastökkmannanna, Sebastien le Normand; Berry, sem fyrstur manna stökk í fallhlíf út úr flugvél og Bandarikjamanninn Irvin, sem vann það afrek þann 28. april, árið 1919, að stákkva úr flug- vél í 1,800 feta hæð, en opna ekki fallhlifina fyrr en hann hafði fall- ið 000 fet, og hafði e'nginn leikið slíkt áður. Hann las — og ákvað að hann sky’di líka vinna þau afrek uppi þar, sem forðuðu nafni hans frá gleymsku. llnn'ð í leynum. Hann fékk þá metnaðarósk sína uppfyllta þann 23. marz 1948, þegar hann stökk út úr flugvél yfir Pau i 22.000 feta hæð og lét sig falla 1.800 fet áðnr en hann opnaði fall- hlífina. Með' afreki þessu setti hann heimsmet i slíku stiikki an súrefnis- tæk.ja. Um þetta sama leyti fann hann upp aðferð til að ráða stiiðu i „frjálsu" fal'hlífarstökki, ,sem enn er notuð og við hann kennd. Að sjálfsögðu hlaut hann frægð mikla fyrir afrek sín, og þegar hann gekk úr flughernum, ákvað hann að gera sýningar á fallhlífastökki að atvinnu sinni. Það var þá, sem sú hugsun tók að ásækja hann, að í rauninni væri þetta flug, hvort heldur sem væri með vélknúnum flugum eða svifflug- um, i sjálfu sér ekki neitt flug. Hann vildi Pjúga frjáls og óháður öllum slikuin tækjum, fljúga á vængjum, eins og fuglarnir yfir skóginum heima í Epinal. Hann gerði sér á laun vængi úr seglastriga, og reyndi þá þann 30. anrfl 1950 i Villacoubly, að 300,000 áhorfendum viðstöddnm. Sú frum- tilraun tókst ekki vel, og hafði nærri kostað hann lífið. En hann lét hað ekki á sig fá og gerði aðra ti’raun vfir Meaux- Esbly flugvellinum hann 4. maí. Vængirn'r reyndust hættidegir og ónógir til flugs eíns og áður. Hann hóttist þvi sjá fram á, að hann vrði að hætta við vængi úr bví efni og gera sér vængi úr tré. Siðari hluta árs 1950 og fyrri hluta ársins 1911 vann hann sleitúlaust að gerð þeirra ásamt vini sinum, Collignon. Hann gerði fyrstu til- raunina með þessa nýju vængi þann 8. júni 1951 að Cormeilles- en-Vex- in, þar sem hann stökk út af palli, sem hann hafði látið gera á þyril- vængju. Loftþrýstirigurinn við fallið skellti vængjunum saman og Valentin snarsnerist i loftinu. Það var ekki fyrr en liann átti örskammt eftir til jarðar, að honum tókst að stöðva snúninginn og opna fallhlíf- ina. Og nú hafði hann komizt að raun um að hann varð að finna einhver ráð til að koma í veg fyrir að vængirnir lokuðust. Heljarstökkið. Mánuði síðar hafði hann sett speldi á vængina, sem átti að koma i veg fyrir að þeir lokuðust, og að því loknu var hinn óttalausi, litli Frakki reiðubúinn að gera enn eina tilraun. Þann 2. júlí þetta sama sumar stökk hann út úr Junkerflugvél í 9.000 feta hæð yfir flugvellinum að Dogneville, þar sem hann hafði verið á stjákli við flugvélabraggann nærri aldarfjórðungi áður. En naumast liafði hann fengið tíma til að átta sig á hinu gamalkunna lands- lgi, þegar hann tók að snarsnú- ast sem fyrr — speldið á öðrum væng hans liafði bilað. Hraði snar- snúningsins jókst stöðugt, og hann var að því kominn að missa með- vitund, þegar honum tókst, fyrir ofurmannlega einbeitingu, að opna fallhlifina. Titrandi af áreynslu lenti hann heill á húfi og hafði aldrei áður komizt í slíka hættu. Noklcuð má marka taugastyrk Valentins af þvf, að hann skyldi yfirleitt freista að treysta á þessa vængi sína eftir slika raun. Hann vann nú að endurbótum á þeim um skeið, og nú var lika sigurinn á næstu grösum. Þrem árum siðar, þann 13. mai 1954, flaug „fuglmennið", Léo Val- entin meir en þrjár mílur í lofti á trévængjum sinum yfir Thorigny, og lenti síðan heilu og höldnu. Og nú, mánudaginn annan í Hvitasunnu, þann 21. maí 1950, hugðist Valentin reyna nýja vængi yfir Speke-flugvellinum við Liver- pool. Þeir eru gerðir úr balsaviði og málaðir rauðgulir, fjögur fet á breidd og vængspanið niu fet; festir á málmgrind og vega alls fjórtán kilógrömm. 100.000 manns biða þess með ó- þreyju að sjá fuglmennið leika hina hættulegu list sína — og ég hef verið valinn til að fylgja honum á leið. Klukkan nákvæmlega 3,40 klif ég á eftir þessum granna og lágvaxna manni um horð i Dakotavélina. Finnn mínútum síðar er hún í þann véginn að leggja af stað út á braut- ina. „Un inoment, un moment . . .“ eitt andartak, kallar Valentin. Hann virðist liafa gleymt ein- liverju. Vélin nemur staðar, hann klifur niður og hleypur yfir flug- brautirnar inn í flugskálann. Minútu siðar er hann kominn aftur, og klukkan 3,55 hefur vélin sig á flug. Við fljúgum út yfir Merseyfljótið, síðan í víðan sveig og hækkum flugið stöðugt unz við erum komn- ir i 9.000 feta hæð. Jörðin b'asir við augum fyrir neð- an eins og grænköflótt ábreiða. Hún virðist langt i burtu og ákaflega meinleysisleg. Hvítir skýjabólstrar gljá og sindra í sólskininu eins og ísjakar. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.