Vikan


Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 37

Vikan - 22.11.1962, Blaðsíða 37
Gef mér líka! Svona, svona ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefur rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá sesku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVEA! Nivea inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. Og nú gerist allt í svo skjótri svip- an, að erfitt er að gera sér grein fyrir þvi. Yalentin gengur hliðhallt aftur á bak út á þröskuldinn, heldur vængj- unum frani og saman og stendur dá- lítið lotinn, en hallar sér um leið aftur á bak í gustinn. Hann lítur upp og aftur fyrir sig, o» nú virðist vindhviða skyndilega ná tökum á honum, svipta honum út um dyrnar og út i loftsogið. í sömu andrá að því er virðist heyrist brothljóð yfirgnæfa hreyf- ilgnýinn, og ég sé rauðgul brot eða flísar bcrast aftur í vindsoginu. Við- arbútur skellur á skjólinu yfir flug- niannsk'efanum og fellur síðan til jarðar eins og visnað lauf. Fugl- mennið hefur brotið vinstri væng sinn á dyrastafnum. Sekúndu, eða öllu fremur broti úr sekúndu síðar iieyrist cnn brestur, og um leið linykkist flugvélin til, eins og hún hafi rekizt á eitthvað. Sem snöggv- ast kemur mér liclzt í hug að' stýr- isuggarnir hafi orðið fyrir skemmd- um, en svo er ekki. Það hlýtur að vera Valentin, sem orðið hefur fyrir áfallinu. Ég halla mér út um hurðarlausar dyrnar, svo langt að sogvindurinn mundi eflaust hafa hrifið mig út, ef einn af félögum minum hefði ekki gripið um handlegg mér og kippt mér inn fyrir. En mér hefur tekizt að koma auga á Valentin. Hann snarsnýst sólarsinnis i hröðu falli til jarðar, og brotnir, skær- rauðir vængir hans skina eins og giitri á blóð i sólskininu. Hann hefur þó enn tvo mögulei'ka til björgunar — tvær fallhlifar. Við sveigjum til vinstri. Höfum augun fest á fuglmenninu í fahinu. Hann hefur fallið að minnsta kosti ein þúsund fet, þegar hvítur díll sést yfir honum. Fallhlífin er að opnast. Nei . . . i stað þess að þenjast út, snýst hún saman í vöndul. Blaktir i loftinu eins og langur, hvítur logi. Þá er úti um annan möguleik- ann. Neðar . . . neðar . . . og þó að hann falli með 120 mílna liraða á k’ukkustund, virðist manni þetta stund, sem aldrei ætli að líða. Annar möguleikinn er þó ónotað- ur. Neyðarfallhlífin. Nú á fugl- mennið ekki nema um þúsund fet eftir til jarðar. Onnur fallhlifin opnast, en þenst ekki heldur út. Snýst einnig í snar- vöndul. Svo vefst hún um höfuð honum og líkama lians eins og hjúpur, og ég sé hvernig hann reynir að losa sig. Og nú er þessum harmleik að verða lokið. Flugvélin teiur bratta dýfu á eftir fuglmenninu o|g flýgur lágt yfir jörð. Fuglmennið liggur á grænum akri með brotna vængi. Hann liggur á grúfu, hreyfingarlaus. Það eina sem hreyfist eru livítar silkifallhlífarnar, sem blaka eins og þar hreyfist hvit- ir svanavængir, að ofan að sjá. Léo Valentine skrifaði einu sinni þessi orð: „Þú getur ekki haldið þig til lengdar á landamærum hins mögulega og ómögulega án þess að storka dauðanum — og hann er ekki þannig skapi farinn, að hann Iíður þér ekki til lengdar að standa uppi i hárinu á sér eða taka ekkert tillit til sín . . „Það eru aðrir, sem fcigir eru . . Hann hafði stokkið yfir sex lmndruð sinnum í gin dauðans, eftir að liann komst fyrst í kynni við „bá myrkeygðu mey, hræðsluna“, eins og bann komst sjálfur að orði, vfir Baraki forðum. Hann hafði séð aðra hrapa úr fa’lhlífarstökki til jarðar — Baoul Sabé, hinn unga félaga sinn, sem beið bana í stökki árið 1938. rétt áður en hann átti sjálfur að stökkva í fyrsta skipti: Clem Sohn, annað fuglmenni: Salvator Canarozzo, konuna Baby Monetti. „Þau voru feig, en ekki ég,“ sagði hann oft, „Ég finn það alltaf örngg- 'ega á mér áður en ég stekk að ég muni komast lifs af.“ Þegar við flugum yfir slysstaðinn, sáum við menn, sem voru að breiða fa'lhlífarnar yfir líkið. Við flugum til baka og ’entum á flugvellinum. Mér varð litið upp, himinninn var blár eins og barns- auga. Og því skyldi hann ekki lika vera sakleysislegur? Það var ekki hann, heldur jörðin, sem orðið hafði Léo að bana, eins og hann liafði sjálfur eitt sinn skrifað: „Fallhlíf- arstökkvarinn veit að ásýnd jarð- arinnar er ásýnd dauðans.“ ★ Piparsveinar. Framhald af bls. 9. og rauðsprettur liggja á borðinu. Svona kartöflur höfum við a’drei séð: Þær cru eins og dvergvaxnir bananar í laginu. — Þær heita möndlur þessar, seg- ir Einar. — Ég fékk þær hjá atvinnu- deildinni. Þelta eru afbrags kartöfl- ur, viðurkenndar í úrvalsflokki, samanber tilkynningu i Lögbirtingi. — Sýður ])ú matinn þinn alltaf sjálfur? — Oftast nær geri ég það á kvöld- in. Og oft fæ ég mér eitthvað, sem ég er fljótur að matreiða i hádeginu á laugardögum. Annars borða ég um miðjan daginn i mötuneytinu i Sambandinu. Nú, og stundum er ég að hjálpa kunningjum mínum og MERKAR BÆKUR Fyrir jólin munu koma út nokkrar bækur hjá LEIFTRI. Sumar þeirra eru þegar komnar í bóka- verzlanir, aðrar koma næstu daga: FULLNUMINN, eftir Cyril Scott, í þýð. frú Steinunnar Briem. Frú Steinunn hefur áður þýtt bækurnar Vængjaður Faraó, Carola og Yogaheimspeki. LEIÐSÖGN TIL LÍFSHAMINGJU, eftir Martinus. G YÐIN GURINN, þriðja og síðasta bókin í hinu stórmerka skáldriti Nazareinn, eftir Sholem Asch. Þýð. M. Jochumsson. Fyrri bækurnar heita: Rómverjinn og Lærisveinninn. STÝFÐAR FJAÐRIR, annað bindi skáldsögu Guðrúnar frá Lundi. ÁST í M YRKRI, ný skáldsaga úr Reykjavíkurlífinu, eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. TIL ÞÍN, heitir bók, sem vekja mun mikla athygli. Bókin er eftir Valborgu Bentsdóttur. Prýðilega rituð, djörf, sérstæð. í LJÓSI MINNINGANNA, eftir frú Sigríði Björnsdóttur frá Miklabæ. Fögur bck og skemmtileg. SÆSNIGLAR MEÐ SKEL, eftir Ingimar Óskarsson grasafræðing. Þetta er annað heftið í Skeldrafána íslands. Auk þessa kemur út fjöldi unglinga- og barnabóka, en barnabækur LEIFTURS eru þjóðkunnar. Þær eru ódýrar og skemmtilegar. -----------------------------------------------------I VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.