Vikan


Vikan - 22.11.1962, Síða 39

Vikan - 22.11.1962, Síða 39
Hvar er örkin hans Nóa? llngírú Yndisfríð Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 54, Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími tíma á sólarhring, það er alltaf breytilegt. — Hvernig líður dagurinn hjá þér? — Það er svo misjafnt, eftir því hvað ég er að gera. Ég get svo sem reynt að lýsa degi með því móti 'að ganga út frá þvi, að ekkert komist að annað en leikstörfin. Þá fer maður á fætur svona um níu og tek- ur nokkrar leikfimisæfingar, — ég fer alltaf í morgunleikfimi, þegar ég nenni, — svo fæ ég mér kaffi- sopa og lötra svo i strætó hér niður fyrir brekkuna. Siðan byrja æfing- arnar í leikhúsinu, mat kaupum við í kjallaranum, og æft til tvö. Milli tvö og sjö er eignilega róleg- ast hjá mér, en þá er oft eitthvað í útvarpinu eða annað, sem þarf að gera, annars fer ég i sundhpllina. Ég reyni að komast þangað, helzt á hverjum degi. Nú, og klukkan sjö byrjar maður að undirbúa sig fyrir sýninguna, og þegar hún er búin — beint í bólið. — Hvenær dagsins rakarðu þig? — Það er nú stóra próblemið. Ef ég raka mig á morgnana, er ég orðinn of broddóttur fyrir maska um kvöldið; ef ég raka íhig á kvöld- in er ég orðinn eins og villimaður um miðjan næsta dag. Ég reyni oft- asl að raka mig um miðjan dag. — Mallarðu sjálfur? — Ég gerði það um tíma, en fitn- aði svo að ég varð að hætta því. — Kjöt í alla mata? — Nei, um sama leyti fékk ég leiða á kjöti. En ég lagði svo mikið í þetta og mallaði svo niikið, að ég varð að éta meira en mig íangaði i, til þess að þurfa ekki að henda helmingnum. —- Iivar borðarðu um lielgar? — Ég reyni að koma mér vel við familíuna, annars er ósiður að borða i hádeginu á sunnudögum. — Iivernig er það í svona hús- um? Er hægt að eiga nokkurt einka- líf? — Það er talsvert hljóðbært. Einu sinni var fólk hjá mér hérna að dansa, og húsvörðurinn gat ekki sofið á fyrstu hæð. Og þegar ég er lagztur út af á kvöldin — það er leigubílstjóri hérna fyrir neðan mig, rólegasti og bezti maður — heyri ég alltaf þegar hann kemur heim, dregur fram sófann sinn, skrúfar frá krönum og þess háttar. Og einu sinni heyrði ég barnsgrát, og hann getur hvergi hafa komið nema úr íbúð, sem er á níundu hæð og hin- um megin i húsinu. — Hvar þykir þér bezt að vera 1 ibúðinni? — í stólnum, sem þú situr í. Stóllinn, sem ég sit í, er lágur hægindastóll með grárri sessu og ihvolfu leðurbaki. Mjög þægilegur stóll. — Hefur ekki kvenhylli þín auk- izt, eftir að þú eignaðist þessa ibúð? — Það fylgir böggull skammrifi ■— ég fylgi íbúðinni. ☆ Á eyðihjarni. Framhald af bls. 25. bráð sem nokkuð di'ægi. Surrey kom inn sem snöggvast, gleypti í sig nokkra munnbita og lagði síðan aftur af stað með rifíil- inn. Greatorex var aftur tekinn til við hroturnar. Hann virtist sofa mestallan tímann. Og Prowse lét ekki sjá sig enn. Dahl íór að undrast um hann; það var ótrúlegt að hann kæmi ekki heim til að fá sér bita, auk þess sem hann hlaut að vera með bráð með sér, nema þá því aðeins að eitt- hvað hefði orðið að honum. Dahl ákvað að bíða enn um hríð og sjá um að Alison svikist ekki um að borða sinn skammt. Svo ætlaði hann að fara og svipast um eftir Prowse. Hann heyrði gengið á snjóþrúg- um upp að kofanum stundarkorni siðar og létti við, hugði að það væri Prowse. En það var Surrey, sem opn- aði dyrnar. „Reykur,“ mælti Surrey. „Það hlýt- ur vitanlega að vera Carl.“ Greatorex hraut meir en nokkru sinni fyrr. Dahl gekk út í dyrnar. „Hvar?“ spurði hann. „Hjá flakinu,“ svaraði Surrey. „Ég var farinn að óttast um hann,“ bætti hann við. Það var með naumindum að reyk- urinn yrði greindur. Dahl var því fegnastur, þegar hann sá að það var ekki um að villast. Þá þurfti hann ekki að hafa frekari áhyggjur af Prowse. Nóg var samt. En svo var þvi sem hvíslað að hon- um, að þarna mundi ekki allt sem sýndist. Hann reyndi að hlusta ekki á þessa lágu rödd, en komst þó ekki hjá því. Alison starði stórum augum á Dahl. „Sagðirðu. ekki að hann hefði fengið bráð í snöruna?" spurði hún. getið notið fegurðarleyndardóms Pascale Petit „Ég nota Lux-sápn á hverjum degi“, segir Pascale Petit. „Ég hef komizt að raun um, að hún verndar hörundslit minn eins og bezt verður á kosið“. hvít, bleik, blá, græn og gul „Lux er mín sápa", segir Pascale Petit. „Eg hef notað Lux árum saman. Hún var mér góður fé- lagi, þegar ég kom til Hollywood. Þið megið ganga að því vísu, að Lux-sápan fyrirfinnst á snyrtiborði sérhverrar kvikmyndastjörnu". Já, þegar þér notið Lux-sápu, er ekki eingöngu um andlitsþvott að ræða — heldur og fegurðar- meðhöndlun. Og þér munuð verða Pascale Petit sammála um það, að betri sápu fyrir hörundið getur ekki. 9 af hverjum 10 kvikmyndastjörnum nota Lux handsápu X-LTS 925/lC-804I-5O VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.