Vikan


Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 8

Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 8
Yfirvöldin hafa stundum leyft fóstur- eyðingar af „félagslegum ástæðum", t. d. þegar hjón með hóp af börnum búa í húsnæði eins og þessu. Á FOSTRIÐ AB LIFA? Sennilega mun engan undra, þótt leyfi hafi fengizt til að fjarlægja fóst- ur þessarar konu, þegar tillit er tekið til heimilisástæðna hennar, sem hafa síðan skapað sjúkdóminn — því þung- lyndi og örþreyta er vissulega sjúk- dómur ekki betri en margt annað. Hitt er svo annað mál, að síðar á sama ári var samskonar aðgerð aftur framkvæmd á sömu konu, og auðvitað af sömu ástæðum. Þetta sýnir ljóslega algjört skeytingarleysi hjónanna, ann- ars hvors eða beggja, kæruleysi, ábyrgðarleysi, óreglu eða vitsmuna- skort, nema allt komi til. Þá vaknar spurningin um hve lengi hægt er að skáka í því skjóli að konan geti losnað við fóstur á ,,löglegan“ hátt. hvenær sem hún fer þess á leit. Vafalaust er í mörgum slíkum tilfellum önnur að- gerð skynsamlegri, til að fyrirbyggja að slíkt komi fyrir aftur. Fleiri tilfelli eru svipuð. En þar sem leikmanni finnst að minnstar ástæður hafi verið fyrir hendi, er kona 26 ára gift skrifstofumanni, er fær þessa að- gerð framkvæmda. Hjá henni hafa ver- Rönfgenmyndir af vansköpuðum fóstrum. ið 4 fæðingar og 1 fóstureyðing á 4 árum. 3 börn eru þá í hennar umsjá, 3, 2 og % árs. íbúð er 2 herbergi, en fjárhagsástæður sæmilegar. Sjúkdómur er taugaveiklun og „félagslegar ástæður": Býr í afskekktu húsi, er mikið ein. Það hefur aukið mjög á taugaóstyrk hennar, hræðslu og kvíða.“ í þessu tilfelli mætti ætla að „félagslegar aðgerðir" hefðu átt betur við, eins og t. d. heimilisaðstoð, útvegun betra húsnæðis eða annað svipað. Að sjálfsögðu er rétt að taka það skýrt fram, að slíkur stutt- ur útdráttur og stuttorð lýsing á ástandinu, nægir hvergi nærri til að mynda sér rökstudda skoðun á málinu, þótt reynt sé að draga af þeim ályktanir, enda skýrslan gerð 1 þeim tilgangi. SJÚKDÓMAR, SEM RÉTTLÆTA FÓSTUREYÐINGU. Sjúkdómsástæður, sem réttlæta fóstureyðingu, eru margar. Eins og sést af dæmunum hér að framan, er taugaveiklun, þunglyndi og örþreyta taldar ástæður, sem ásamt öðrum geta verið gildar. Slikt ástand er þó venjulega tímabundið. Svipað má e. t. v. einn- ig segja um æðahnúta og magasár, sem einnig er oft talin næg ástæða, vegna hættu fyrir konuna. Nýrnaveiki, skemmt eða ónýtt nýra, gigtveiki o. fl., mun einnig nægja til þess að fóstur- eyðing sé álitin nauðsynleg. Að sjálfsögðu er það undir áliti læknis komið hverju sinni, hvort þessir sjúkdómar veita næga ástæðu til aðgerðarinnar. Allir þessir sjúkdómar geta valdið því að konunni sjálfri sé hætta búin ef fóstureyðing er ekki fram- kvæmd. Ef fóstrinu sjálfu er hætta búin vegna veikinda móður- innar meðan á meðgöngutíma stendur, eða ef líkindi eru fyrir því, að það fæðist vanskapað eða óheilbrigt, mun það einnig koma til álits við ákvorðun um slíka aðgerð. Ef kona er t. d. með „rauða hunda“ snemma meðgöngutímans, munu oft vera líkur fyrir því að barnið fæðist vanskapað. Áður fyrr var berkla- veiki næg ástæða til löglegrar fóstureyðingar, en nú hefur það breytzt vegna mikilla framfara í meðferð og lækningu veikinnar. Þó munu undailtekníngar vera til einnig í þeösu tilfelli, sérstak- lega ef veikin er á því stigi, að móðurinni sé hætta búin af að ganga með barn eða fæða það. Að þessu athugUðu má gjarnan draga þá ályktun að kona, sem tekið hefði inn thalidomide á meðgöngutímanum, hefði að öllum líkindum fengið leyfi til að fóstri yrði eytt, vegna hættu á vansköpun bdrnsins, sbr. ,,rauðir hundar“. Þá er rétt að geta þess að leyfi til fósturevðingar má veita ef um nauðgun er að ræða, — ef konan hefur kært þegar í stað, enda hafi sökunautur verið fundinn sekur fyrir dómi. Eins og sjá má af framanrituðu, koma fjölmargar orsakir til greina við ákvörðun lækna um hvort framkvæma megi fóstur- eyðingu hverju sinni, en lögin hafa verið sett þeim til stuðnings við slíkt mat. En hver segir, að okkar lög séu þau einu réttu? TRÚARBRÖGÐ. í sjálfu sér eru lögin ekkert annað en reglur, sem landlæknir hefur sett með aðstoð nokkurra lækna, og fengið þá alþingis- menn, sem áhuga höfðu á málinu, til að samþykkja. Það er ekki þar með sagt að þau séu „rétt“, þótt þau séu gildandi lög og við verðum að fara eftir þeim. Önnur lönd hafa önnur lög og við getum ekki heldur haldið því fram með góðri samvizku að þau séu rétt eða röng. Sums staðar eru fóstureyðingar leyfðar takmarkalítið eða -laust en annars staðar eru þær forboðnar með öllu, hvernig sem á stendur. Slíkt fer að sjálfsögðu mikið' ] eftir trúarbrögðum, en kaþólsk trú bannar slíkt alveg. fslenzkur læknir- sagði mér t. d. að þegar hann var við nám í Bandaríkjunum, hafi þunguð kona verið lögð inn á sjúkrahúsið þar sem hann vann. Konan var veik fyrir á þann hátt að það var fyrirsjáanlegt að hún mundi ekki lifa af meðgöngu- tímann. Hún var kaþólsk, og vildi ekki leyfa fóstureyðingu nema leyfi til þess fengist hjá kirkjuyfirvöldun- um. Var þegar sótt um leyfið til bisk- ups, og annarra þeirra kirkjulegra ráðamanna, sem höfðu með slíkt að gera. Svarið var blákalt nei, — það' má ekki fórna lífi fyrir annað líf. Konan og aðstandendur hennar héldu fast við þessa ákvörðun og því var ekki haggað. Til þess að framkvæma aðgerðina þurftu læknarnir samþykki konunnar, sem ekki fékkst, — og hún dó þar af leiðandi og fóstrið líka. Vitanlega hafa trúmál mjög mikið Frú Finkbine. 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.