Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 44
HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU?
Númer á sniðunum 38 JiO Jf2 4-4 46 48 50
Baklengd í cm ..
Brjóstvídd ......
Mittisvídd ......
Mjaðmavídd.......
40 41 42 42 42 43 43
86 88 92 98 104 110 116
64 66 70 78 84 90 98
92 96 100 108 114 120 126
Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -f 5cmi fald.
„NANNA“.
Sendið mér í pósti slopp, samkvæmt
mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem trygg-
ingu fyrir skilvísri greiðslu sendi ég hér-
með kr lOO.oo. S
X3
Stærð........ Litur ............................. 5
Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá S
Nafn ......................
Heimilisfang ..............
Saumtillegg. Já □ Nei □
En ég aðvara ykkur lesendur góðir,
þessi „della“ heltekur mann. Góða
skemmtun.
Hvítur Mollie.
CASTRO.
Framhald af bls. 29.
mig í símanum frá Port-au-Prince.
„Þeir vilja fá þig með, Porfirio. Það
er kominn tími til að láta til skarar
skríða og foringinn hefur stefnt
öllum æfðum mönnum til Guata-
mala. Getur þú komið?“
„Ég bæði vil það og get það,“
sagði ég. „Ég verð tilbúinn síðdegis
á morgun."
Þegar við, sem höfum fengið það
hlutverk að drepa Castro, lögðum
af stað, var hv.erjum okkar feng-
in stúlka sem fylgdarmær, og átti
hún að ganga svo sem fimmtíu
skrefum á undan okkur þegar við
kæmum í úthverfi Havana. Mín
stúlka hét Elena, um það bil tutt-
ugu ára, lagleg og vel vaxin, en ég
vissi að það var ekki róðukross,
sem hún bar í mjórri gullkeðju
innan undir blússunni. Það var lít-
il skammbyssa, og undir pilsinu
faldi hún stuttan tvíeggjaðan hníf.
eru friðsamir fiskar en fjörugir og
líflegir, einkum hængurinn. Bezti
hiti fyrir Guppies er á milli 18 og
27 gráða á Celsius. Hængurinn er
fullþroskaður tveggja til þriggja
mánaða gamall, en hrygnan fjög-
urra mánaða.
Hér læt ég staðar numið, og er
þetta þó hvergi nærri tæmandi,
sem ég hefi hér látið frá mér fara,
hvorki um gullfiska né aðra.
Margar bækur hafa verið gefnar
út um fiskaker og smáfiska, á út-
lendum málum. Meðal annars hefur
Politiken hin danska, gefið út lag-
lega handbók um þessi efni. Sjálf-
sagt er hægt að finna eitthvað hér
í bókabúðum af þessu lestrarefni,
eða jafnvel panta í gegnum þær
sitthvað sem að gagni mætti koma.
Við mættum engri mótspyrnu
þegar við gengum inn í Havana. Það
var snemma dags og við skárum
ekkert úr öðrum í þeim stóra hópi,
sem á hverjum morgni flykktist
inn í Havana í leit að atvinnu og
mat fyrir sjálfa sig og fjölskyldu
sína. Dag eftir dag var endalaus
straumur af fólki í árangurslausri
leit að atvinnu og vonlausri baráttu
fyrir lífsnauðsynjum.
BVSSA ÞIN ER REIÐIJBÚIN.
Við gengum fram hjá Hilton-
hóteli og ég tók eftir því, að það
hafði verið skírt á ný og hét nú
Libre-hótel. Við fórum fram hjá
Fox-leikhúsinu og stað, sem ég
kannaðist við sem Eden Roc-veit-
ingahúsið, en hét nú Balalaika.
Þar var mér vísað á staðinn, þar
sem ég átti að vera á verði, af
fylgdarstúlkunni minni.
Hún benti mér á staðinn og hvísl-
aði: „Byssa þín er reiðubúin.“ Ég
leit niður og sá að það var rétt.
Einn af sendimönnunum hafði kom-
ið með vélbyssu og stillt henni upp
fyrir mig.
Nú kastaðist brynvarinn bíllinn
þvert yfir götuna og skall á búðar-
vegg skáhallt á móti mér hinum
megin á götunni. Maðurinn, sem
staðsettur var mín megin, lengra
upp með veginum, byrjaði að
skjóta og ég hleypti stanzlaust af á
hliðargluggána. Þá sá ég aðrar
afturdyrnar opnast og út komu tveir
menn, skríðandi. og reyndu að kom-
ast inn um búðardymar.
Þá var eins og eitthvað færi í
baklás inni í mér. Ég varð að vél.
Með ísköldum fingrum beindi ég
byssunni að þeim og hleypti af. Ég
sá að annar þeirar var skeggjaður,
og ég hefði getað svarið að það væri
Fidel Castro.“
Vélbyssan hélt áfram að smella
í höndunum á mér þar til ég fann
að hún var galtóm orðin. Ég tók
upp ný skot og kom þeim fyrir og
meðan ég var að því, var gatan
orðin full af mönnum, sem þeyst-
ust um á bílum og mótorhjólum,
skutu með vélbyssum upp á hús-
44 VIILAN