Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 11
dalina og var okkur sagt, að Japan-
ir máluðu augu á skip sín, svo þau
iötuðu aftur heim.
Japan er þrungið leyndardómum
hinna f.jariægari Austurlanda. Þegar
komið er í land, mæta manni sí-
brosandi, gul andlit, og augun eru
eins og smárifur í andlitinu. Allt
er svo smátt í sniðum, jafnvel
leigubílarnir taka ekki nema tvo
eða i hæsta iagi þrjá, og þá er ekki
hægt að teygja úr fótunum. Um-
ferðin er ægileg, alls konar mótor-
h.jól og hestakerrur sjást á götunum.
líeynt hefur verið að ráða bót á
umferðarvandamálunum með því að
kyggja bæði loftbrautir og neðan-
jarðarbrautir, en ekkert dugar. Bil-
stjórarnir eru léttlyndir, reka upp
skellihlátur ef þeir sjá árekstur og
grohba yfir þvi, hve góðir bilstjór-
ar þeir sóu að lenda ekki í þvi
sama.
í Japan eru tvenns konar leik-
hús, annað þeirra tekur til með-
ferðar létta söngleiki, en hitt jap-
anska látbragðsleiki. í því fyrr-
nefnda leikur eingöngu kvenfólk en
því síðarnefnda eru karlmenn i
öllum h’utverkum. Það sýnir ein-
göngu gömul, japönsk leikrit og
gctur ein sýning tekið hálfan dag.
Hafa margir leikhúsgestanna með
sér púða til að Sitja á og jafnvel
mat, sem þeir borða á meðan á
sýningu stendur. Japanir borða bók-
staflega alls staðar, í járnbrautar-
lest sá ég einu sinui gamla konu
sitja á hækjum sínum og borða
iiænu. Hún nagði beinin og henti
þeiin svo í kringum sig.
Ég fór eitt sinn í Takarazuka,
en svo nefnist kvennaleikhúsið.
Það var upphaflega stofnað af
einni frænku keisarans, sem kunni
bæði að lesa og skrifa. Henni þótti
ieitt að geta ekki farið i leikhúsið,
þvi í Japan var konan það óæðri
karlmönnum að hún mátti ekki
sjást opinberlega. Þær máttu ekki
fara í leikhús og það þótti alls ekki
sæma að karl og kona léku hvort
á móti öðru í leikhúsi. Þvi tók
frænka keisarans sig til og stofnaði
leikhús fyrir kvenfólk. Efnilegri
stúlkurnar voru þjálfaðar upp í
karlmannshlutverk, því það er erf-
iðara að leika sterkara kyijið og
þarf til þess dimman og sterkan
róm.
Það er erfitt að fá leyfi til þess
að dvelja í Japan, ferðamenn fá
aðeins 30 daga dvalarleyfi og út-
lendingum er bannað að setjast að
í landinu. Evrópubúar eru þvi mjög
sjaldséðir fuglar, en samt rakst ég
á kaþólska presta og trúboða frá
Evrópu. Þrengslin eru svo mikil og
fólksfjölgunin svo ör, að kappkost-
að er að flytja fólk til annarra
’anda.
Verzlunarlífið er mjög blómlegt
og hægt að fá kcypt allt milli him-
ins og jarðar: dýrmætar perlur og
steina, skrautlega kimono, sem er
aðalklæðnaður japanskra kvenna,
og Hara-kiri sverð, sem Japanir
fremja sjálfsmorð með. Þó reyndist
okkur erfitt að fá keypt föt. Þeir
hrista höfuðin af undrun, þegar
númier 42 er nefnt, ég tala nú ekki
um skó nr. 39. Engin kona getur
leyft sér að nefna svo hátt númer
án þess að blygðast sin.
Gil'u er lítill bær skammt frá
Nagoya, sem er frægur fyrir að
nota fugla við fiskveiðar. Fuglateg-
und, sem heitir Cormorant (skarfa-
tegund), er þjálfuð til þessara veiða.
Fiskveiðarnar fara fram að kvöldi
til. Framan á bátnum er karfa með
viðarkoiiim, sem kveikt er i. Við
bjarmann frá loganum stekkur svo
fiskurinn upp úr sjónum og fugl-
arnir eru æfðir i að grípa fiskinn
á l'luginu og fljúga með hann upp
i bátinn. Hringur er um hálsinn
á fuglinum, svo hann getur ekki
gleynt nema smæstu iiskana. 1
hverjum bát eru tveir fiskimenn
með 10—15 fugla. Fiskveiðarnar eru
geysilega vinsælar, og almenning-
ur tekur sér far með liúsbátum til
þess að horfa á jiær.
Japanska Geishan er heimsfræg.
Stúlkan fer í skóiann 5—10 ára
gömul til jiess að verða Geisha. Oft
keyptu eigendur skólanna efnilegar
stúlkur af fátækum foreldi’um. í
skólanum var þeim kenndur lát-
bragðsleikur, söngur og dans. Þær
voru þjálfaðar i framkomu og aldar
upp til þess að verða samkvæmis-
konur. Geisliurnar voru síðan leigð-
ar í samkvæmi, ein eða fleiri, mönn-
um til skemmtunar. Þessi stétt er
nú mikið að hverfa og Geishurnar
nú sjaldséðar almenningi. í stað
þeirra eru komnar nútíma sam-
kvæmiskonur, sem skemmta gestin-
um. Þær fylgja með aðgöngumiðan-
um að skemmtistaðnum, en ef menn
viija velja stúikuna sjálfir, verða
þeir að borga 15 krónur aukalega.
Karlmenn fara aldrei út með konum
sínum á skemmtistað, þær eiga að
gæla bús og barna. En það er leið-
inlegt að sitja einn allt kvöldið og
þess vegna yerða þeir að fá sam-
kvæmisaöinu sér til skenmitunar.
Stýrimennirnir á Albert lliore
buðu mér og vinkonu minni á fræg-
an skemmtistað. Þegar við komum
inn i anddyrið, lét dyravörðurinn
í ijós undrun sína yfir komu okkar,
lcarlmönnunum var hjálpað úr
frökkunum en við urðum að bjarga
okkur sjálfar.
Þegar okkur hafði verið visað til
borðs, komu tvær stúlkur og sett-
ust. Það voru selskapsdömur herr-
anna, en ekki var álitið að við þyrft-
um neinar. Þær töluðu ágæta ensku
og virtust vel menntaðar, spurðu
um álit okkar á nýjustu tilraunum
í hnattferðum og þvíumlikt, svo
helltu þær meira öli i glösin hjá
Framhald á næstu síðu.