Vikan


Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 20

Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 20
Helsinge Show-Men kallast fjórir ungir menn, sem eru á góðri ieið með að verða vinsælasta og mest dáðá hljómsveit Danmerkur. Þessir ungu menn eru bæði góðir hljóðfæraleik- arar og fjölhæfir -— þeir geta spilað næstum hvað sem er, jazz, rokk, twist og hvað það nú allt heitir. Helsinge Show-Men eru fjórir eins og áður er sagt; Tony Christiansen, söngvari og gítarleikari (hann er yngstur eða aðeins 15 ára), Jörgen Madsen trommari 17 ára, Erling Zölner bassagítarleikari (18 ára) og loks gítarleikarinn Mogens Asmussen, 17 ára. Allir ganga þessir ungu menn í skóla nema Erling, sem starfar á skrifstofu, svo að naumast verður sagt, að þeir geti helgað sig hljóðfæraleiknum, en það er sjálfsagt þeirra heit- asta ósk, ef að líkum lætur. Helsinge Show-Men hafa leikið saman um nokkurra mánaða skeið og borið sigur úr býtum í margri samkeppni, komið fram í revíum og oft og mörgum sinnum leikið fyrir dansi. Um langt skeið hefur svo staðið til að þeir leggðu land undir fót og heimsæktu Svíþjóð og jafnvel fleiri lönd og skemmtu með leik sínum og söng. Því er spáð af mönnum, sem vit hafa á, að ungu mennirnir fjórir frá Helsinge eigi eftir að spjara sig og láta mikið til sín heyra í framtíðinni. Reynist sú spá sönn, kann að vera, að við hér heima á íslandi fáum senn að heyra þá og sjá. Tony, Fred og Brian heita þessir ungu menn og eru allir tvítugir að aldri. Þeir eru löngu orðnir kunnir undir nafninu The Strangers, hafa ferðazt víða um og skemmt unga fólkinu, — auk þess hafa þeir leikið inn á margar hljóm- plötur. Hljóðfærin, sem þeir leika á, eru gítar, bassagítar og trommur, svo sem sjá má hér á myndinni. 20 VIKAN ALLT FYRIR UNGA FÖLKIÐ Ritstjóra þáttarins væri mikil þökk á því, að sem flestir tækju sér penna í hönd og skrifuðu honum, — væru honum umvandanir kærkomnar og hvers konar tillögur unt efnisval og loks vill hann geta þess, að berist þættinum andlegar afurðir ungra höfunda eða athyglisverðar greinar um mál, er snerta æskuna, mun öllu slíku fúslega léð rúm í þættinum, svo framarlega sem önnur og sterkari rök mæla því ekki mót. Utanáskrift þáttarins er „Allt fyrir unga fólkið“, Vikunni, Skipholti 33, Reykjavík. Meistari Brubeck. Þau ykkar, sem eru eitthvað inni í jazzi, hafa til dæmis hlustað á jazzþætti Jóns Múla Árnasonar í íslenzka útvarpinu, hafa áreiðanlega heyrt minnzt á píanóleikar- ann Dave Brubeck og jafnvel heyrt hann léika. Brubeck er eitt þekktasta nafn í jazz- heiminum og líklega ekki of mikið sagt að telja hann fremsta jazzpíanista, sem nú er uppi. Auk þess að vera píanóleikari er Brubeck einn- ig gott tónskáld og hefur gert talsvert af því að setja saman lög. Paul Desmond, hinn kunni altó-saxófónleik- ari, hefur um langt skeið leikið í hljómsveit Brubecks og hefur það sízt orðið til að draga úr gæðum hennar, þar sm Desmond er toppmaður á sínu sviði. Þess má að lokum geta, að Dave Brubeck er einn þeirra þriggja jazzleikara, sem hið þekkta tímarit Time hefur veitt þann heiður að stilla upp á forsíðu, en það hefur jafnan þótt mikil við- urkenning. Hinir tveir eru Louis Armstrong og gítar- leikarinn Eddie Condon. Hjúin hér á myndinni heita Margareta Einarson og Lars Carlson og skemmtu með söng sínum á ýmsum skemmtistöðum í Sví- þjóð síðastliðið sumar. Nú munu þau vera komin til Englands, þar sem ætlunin er að þau komi fram í sjónvarpi og ef til vill víðar. Jayne Mansfield. Jayne Mansfield er ein þeirra mörgu kvenna, sem eru öllum sífellt augnayndi, og karlmennirnir þreyt- ast aldrei á að votta aðdáun sína. Það er einmitt þess vegna, sem þáttur unga fólksins birtir þessa skemmti- legu mynd af kynbombunni frægu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.