Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 48
Þýzkur blaðamaður, Ludwig
Weitz, heimsótti nýlega dr. Sukhak-
arn og segir svo frá:
— Eg fór þangað fullur efasemda,
viss um að þetta væri aðeins til
þess að hlæja að. Eftir að ég hafði
séð nokkrar tilraunir sannfærðist
ég um, að þetta er staðreynd.
Ég sá, þegar 12 ára gamall dreng-
ur var dáleiddur. Hann var með
rækilega bundið fyrir augun. Hann
lagði kinnina að sjónglerinu á smá-
sjá. Síðan tók hann pappírsörk og
teiknaði það, sem hann sá í smá-
sjánni. Ég er viss um að hér voru
engin brögð í tafli.
Getur uppgötvun hins aldna
búddha-munks orðið til þess, að
blind börn um allan heim fái sjón-
ina, evrópsk sem önnur.?
Fréttin um, að „hægt sé að sjá
gegnum kinnarnar“ og hinn góði
árangur, sem náðst hefur, hefur
komið þekktum augnlæknum al-
gjörlega á óvart.
— Eg verð að viðurkenna, að það
48 VIKAN
þarf mikið til, til þess að ég láti
sannfærast, sagði einn þeirra. —
En ég vil gjarna fá að vita meira.
En dr. Sukhakarn og félagar hans
halda tilraununum áfram að fullum
krafti, án tillits til allra hinna tor-
tryggnu og efagjörnu ... ★
Á eyðihjarni.
Framhald af bls. 23.
ið úr því og notað við byggingu kof-
ans, eða I stað húsgagna inni í kof-
anum.
Eiðið var nú snjólaust með öllu,
en mölin ekki þiðnuð nema efst og
víða holklaki.
„Ég veit að þú hefur mikið til þíns
máls,“ sagði Surrey. „Ég veit að það
er hægt að gera eins konar bát úr
því flotholti vélarinnar, sem ekki
laskaðist í lendingunni. Gallinn er
bara sá að slíkur bátur mundi velta
eins og skel. Flotholtin eru stöðug
tvö samtengd, en hvort þeirra fyrir
sig er ónothæft án hins.“
„Það veit ég lika,“ svaraði Dahl.
„Én er það nokkur frágangssök að
setja á hann utanborðskili, eins og
eyjaskeggjar í Suðurhöfum hafa á
eintrjáningum sínum — hvað segirðu
um það?“
Surrey hnykkti til höfðinu. „Þar
komstu með það ..svaraði hann.
Svo hugsaði hann málið um hríð og
smám saman færðist bros á andlit
hans. „Það er einmitt ráðið,“ mælti
hann. Svo sneri hann sér að Alison
og brosti breitt. „Alison ... hvað yrði
um okkur öll, ef við hefðum ekki
þennan mann?"
Það var eins og jafnvel rödd Surr-
eys hefði gerbreytzt á einu andar-
taki. Eins og von og traust hefði aftur
vaknað með honum. Og loks þorði
Alison líka að vona, enda þótt henni
þætti þetta um of bjart útlits til þess
að geta verið satt.
Dahl brosti að óðagoti hans. „Jæja,
fyrst verðum við að athuga hvernig
við getum fest utanborðskjölunum,‘“
sagði hann.
„Þetta ætti ekki að verða svo erfitt
viðfangs," sagði Surrey. „Við hljót-
um að geta lyft flakinu með því að
renna undir það lurkum, og síðan
sagað flotholtin af stoðunum og ...“
Hann hnyklaði brúnirnar nokkur
andartök. „Bíddu nú við, Lincoln
Dahl,“ sagði hann allt í einu.
Hann starði um hríð á flakið og
flotholtin. „Það er nú það,“ tautaði
hann. „Það er einmitt það ...“
Hann lagðist á hnén við flotholtin,
fór höndum um Þau, þar sem þau
höfðu eitthvað skrámazt í lending-
unni, og hafði allan hugann við þess-
ar athuganir, svo að hann var farinn
að blístra glaðlega, án þess að hafa
hugmynd um það, að því er virtist.
Loks reis hann á fætur, blautur og
leirugur á hnjánum.
„Jæja?“ spurði Dahl.
Alison þóttist sjá að Dahl skildi
ekkert í hvers vegna Surrey hafði
allt í einu farið að athuga svo ná-
kvæmlega laskaða flotholtið, og:
þætti það miður.
„Flotholtið hefur orðið fyrir dá-
litlu höggi að framan," sagði Surrey,
„en ég held að það sé ólekt.“
„En það er hitt flotholtið, sem kem-
ur til greina," sagði Alison, eins og
hún vildi koma til liðs við Dahl.
„Það er ekki það,“ svaraði Surrey.
„Hlustið þið nú á mig. Flotholtin
eru gerð úr alúmínþynnum, mjög
þunnum, sem styrktar eru með stíf-
um og rám úr málmi að innan. Satt
bezt að segja veit ég ekki hver áhrif
það hefði, ef þekjunni væri flett
ofan af flotholti til að gera úr því
bát. Það getur vel verið að það mætti
takast, en aftur á móti er ég hrædd-
ur um að það mundi veikja hylkið'
um of til þess að á það væri treyst-
andi."
„Við verðum að hætta á það,“ svar-
aði Dahl þrákelknislega.
„Bíddu nú við,“ sagði Surrey. „Hug-
mynd þín er ágæt, og þú mátt ekki
halda að ég vilji gera hana að engu.
Ég vil þvert á móti gera hana enn.
betri og fullkomnari."
Og þetta nægði til þess að áhugi
Dahls var vakinn. Og Alison var því.
fegnust, að Surrey skyldi ekki dæma.
hugmyndina ónothæfa.
„Jæja?“ spurði Dahl enn.
„Hvernig væri að við söguðum flot-
holtin neðan af stoðunum, en létumi
þverbitana á milli þeirra halda sér,.
og gerðum síðan fleka á milli flot-
holtanna, ofan á bitunum. Eins konar'
pall, þar sem rúmgott yrði um okk-
ur öll. Og burðarmagn flotholtanna:
beggja er svo mikið, að þau geta;
haldið uppi mörgum smálestum —
að minnsta kosti héldu þau uppi flug-
vélinni."
Dahl starði sem steini lostinn á:
Surrey nokkur andartök, en brosti
svo breitt. Síðan leit hann á Alison
og brosti sigri hrósandi. „Eftir hverju
erum við að bíða?“ spurði hann.
„Þá geta þeir Greatorex og
Prowse legið á flekanum á leiðinni,"
sagði Alison hrifin.
„Já, ef þetta gengur," svaraði
Surrey. „Ég vona að það gangi."
ÞAÐ tók þá fulla tvo daga að fella
tré og höggva þau til, svo að þau
veittu flugvélarflakinu þann stuðn-
ing, sem Surrey var ánægður með.
Og það tók aðra tvo daga að saga
sundur stoðirnar með ryðgaðri járn-
sög úr áhaldakassa flugvélarinnar.
Þegar því var lokið, reyndist það
þeim þrem auðvelt verk að draga