Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 51
Að kunna ekki fótum ...
Framhald af bls. 28.
það eigi að ganga, og láta síðan allt
afskiptalaust.
í Bandaríkjunum er „jaywalking“
—■ eða götudans — alvarlegt brot,
og fylgja því háar sektir, ekki síð-
ur en við akstursbrot. Fleiri lönd
hafa þennan góða sið, eins og t. d.
Danmörk.
Því miður er slíkt aðhald nauð-
synlegt, og meir að segja lífsnauð-
synlegt. Það er óviðunandi ástand
að bílstjórar séu látnir bera ábyrgð
á dauðadansi fólks í umferðinni, og
það er í rauninni ekki heldur rétt
að sakast um of við fólkið sjálft,
því það kann ekki betur. Það verð-
ur að sakast við þá, sem eiga að
sjá um framkvæmdir á því að regl-
um um gangandi fólk sé hlýtt,
hverjir sem það eru og hvað sem
þeir heita.
Myndirnar, sem við birtum að
þessu sinni um þetta ástand, eru
teknar fyrir nokkrum vikum síðan
og sýna ástandið eins og það venju-
lega er. Ekkert sérstakt við þess-
ar myndir. Sams konar tilfelli er
hægt að sjá svo hundruðum og þús-
undum skiptir á hverjum einasta
degi, sem guð gefur. Þær sýna bæði
börn og gamalmenni, konur og
karla dansandi innan um bílaþvög-
una eins og þetta sé eðlilegasti hlut-
ur í heimi. Sumstaðar stendur lög-
reglan og horfir á án þess að að-
hafast. Við sjáum líka bílaþvöguna
á götunum, og getum vafalaust gert
okkur í hugarlund hvernig það er
að þurfa að smeygja sínu farartæki
áfram eftir ' okkar reykvísku göt-
um — og eiga svo þar að auki að
bera ábyrgð á öllum þeim fáráð-
lingum, sem hefja dauðadans á
miðri götu — fyrirvaralaust.
G. K.
í fullri alvöru.
Framhald af bls. 2.
að bíða til klukkan níu eftir fyrstu
ferð.
Það var eftirtektarvert, hve erf-
iðir bílarnir voru í gang þennan
morgun. Ekki var kuldinn svo mik-
ill, að hann gæti verið næg ástæða.
Enda stafaði þessi gangtregða mun
fremur af því, að rakur snjórinn
settist á vélina, kveikjuna og kerta-
þræðina og olli útleiðslu, þegar haf-
ið var að starta. Merkilegt, því fátt
er auðveldara en að hafa bílana
vel vætuvarða, og það mega þeir
vera allan ársins hring. Sumir voru
líka hreinlega rafmagnslausir og
störtuðu ekki.
Allt þetta öngþveiti var óskiljan-
legt og óþarfi. Hver sæmilega skyni
borinn maður gat séð, að allra veðra
var von, og auk þess spáði veður-
stofan snjókomu, sem fyrr segir.
Ef almennt er ekki tekið meira
mark á tilkynningum Veðurstof-
unnar en þetta, væri betra að
teggja þá stofnun niður og koma
veðurfræðingunum í aðra vinnu.
Það væri kannski ráð að láta þá
bera ábyrgð á því, að strætisvagn-
arnir væru til taks á réttum tíma
með keðjur á hjólunum .. .
VINSÆLASTA HEIMAPERMANENTIÐ
HÉR Á LANDI
S&fa- frá Richard Hudnut með
hinum frábæra Clean Curl festi
Framkallið eðlilega fegurð hárs yðar með Richard Hudnut heima-
permanenti. Clean Curl festir, gerir hárliðunina ánægjulegri, auð-
veldari og fljótvirkari vegna þess að Clean Curl festirinn hreinsar
hár yðar um leið og hann gefur liðuninni endingu. Clean Curl gerir
hár yðar lifandi, eðlilegt og ilmandi. — Stúlkur, sem nota Style-
permanent vekja athygli fyrir hársnyrtingu sína.
Bleikar umbúðir fyrir mikla liðun. Bláar umbúðir fyrir
mjúka, látlausa liðun. — Islenzkar notkunarreglur með
hverjum pakka. —■ Stór pakki. — Lítill pakki.
Framkallið
eðlilega fegurð hárs
yðar með
^ashion <”p‘
||
áA
FRÁ RICHARD HUDNUT
Einkaumboð: Heildverzlun Péturs Péturssonar,
Hafnarstræti 4. — Símar: 11219 og 19062.
Naggur.
VIKAN 51