Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 32
1
NATURANA
BRJÓSTAHÖLD OG MAGABELTI
HEIMSFRÆGT VÖRUMERKI
VÖNDUÐ IJRVALS EFNI
1. fl. SWISSNESK-ÞÝZK FRAMLEIÐSLA.
SÖLUBÚÐIR í REYKJAVÍK:
OCULUS, Austurstræti
LONDON, dömudeilcl, Austurstræti
TÍBRÁ, Laugavegi
SÓLEY, Laugavegi
SISl, Laugavegi
EINKAUMBOÐ A ISLANDI:
G. BERCNAHN Iflufdsveð I(
umboðs- og heildverzlun.
Svarti Li og hvíti Li.
Framhald af bls. 18.
en hneigja sig þeim mun minna.“
Hann stóð upp, hugsaði sig um
og sagði síðan: „Beztu þakkir.“
Ég fann glöggt að síðasta setningin
var sögð í ákveðnum tilgangi, var
skylda, sem honum var engan veg-
inn ljúft að gangast undir.
Ég fór daglega að heimsækja
Svarta-Li og færði honum alltaf
„lienhvabæ“ að drekka. Við luk-
um drykkjunni, hættum samræðum
og skildum, en án alls árangurs.
Þannig leið að minnsta kosti heill
mánuður. Ég útskýrði allt fyrir
honum, hann skildi það og féllst
meira að segja á að bróðir hans
hyggi á böndin. En þegar við vorum
í þann veginn að skilja, bætti hann
ávallt sömu setningunni við: „En
mér er um megn að skilja við bróð-
ur minn.“
„Hvaða áform hefur hann, hvaða
áform?“ Hann æddi fram og aftur,
fæðingarbletturinn skrapp saman,
32 VIKAN
þegar hann hrukkaði ennið: Hvaða
áform? Um það verðurðu að spyrja
hann, annars verður mér aldrei
rótt.“
„Hann gefur það aldrei upp.“
Þannig hafði ég svarað honum í
meira en fimmtíu skipti.
„Þýðir það ekki að hætta sé á
ferðum? Ég á engan annan bróður
en hann. Láttu hann deila við mig.
Hvað skaðar það? Áður var allt í
sátt og samlyndi, fyrst nýlega að
við erum farnir að rífast. Skyldi
það ekki vera út af stúlkunni, þegar
öllu er á botninn hvolft? Ræður
mér að kvænast? Enn ókvongaður,
og samt allur þessi úlfaþytur. Hvað
yrði, ef ég myndi kvænast? Hvaða
óform? Ekki nema það þó. Skipta
búi? Bezt að láta hann haga því
eins og honum sýnist. Sennilega hefi
ég móðgað hann. Ég hefi mínar
skoðanir, þótt ég deili ekki um þær
við aðra. Hvaða áform? Bezt hann
hagi því eins og honum sýnist. En
hvers vegna þurfum við nauðsyn-
lega að skipta búi? ...“
Þannig lét hann dæluna ganga
hvert skipti við fundumst.
En ekkert gaf honum vísbendingu
um áform bróður hans. Skelfing
hans bara jókst eftir því sem á leið.
Ekki svo að skilja það væri fum
á honum. Þvert á móti, hann fór
sér hægt og silalega eins og honum
var títt. Eins og hreyfingar hans
gætu ekki fylgt tilfinningum hans
eftir. Hversu órótt sem honum var
innanbrjósts, voru hreyfingarnar
jafn varfærnislegar og seinlegar,
eins og hann héldi á lífinu á milli
handanna.
Ég sagði honum að áform bróður
hans vörðuðu alla framtíð, .ekki að
hann væri í þann veginn að gera
neitt sérstakt. Hann hristi höfuðið.
Næstum heill mánuður var liðinn.
Ég notfærði mér þetta í rök-
semdafærslu minni: „Nú geturðu
sjálfur séð, hann rekur ekkert á
eftir þér. Augljóst að hann miðar
við langa framtíð, en ekki við líð-
andi stundu.“ Hann hristi enn höf-
uðið.
Því lengri tími sem leið, því
fleiri urðu sögur hans. Sunnudags-
morgun einn sá ég hann halda inn
í kirkjuna. Máski fór hann þangað
að finna kunningjana. Ég beið fyrir
utan um hríð. Hann kom ekki út,
en ég hélt áfram að bíða þolinmóð-
ur. Ég fór að ganga um hugsandi:
Li hlaut að hafa orðið fyrir mikilli
hugaræsingu — ástarsorgum, ósam-
komulagi bræðranna eða einhverju
öðru. Hann virtist ekki geta risið
undir þessu lengur. Hann gerði sér
áhyggjur út af minnstu smámunum,
þess vegna var eins og hann gengi
á glóðum. Þótt ekki nema að formin
á teskálunum væru skökk, olli það
honum áhyggna. Nú varð hann að
velta þessu vandamáli fyrir sér,
skoða það frá öllum sjónarhornum,
unz hann fyndi lausn þess. Lausn
sem gæfi honum frið fyrir samvizk-
unni. Fara í kirkju að biðjast fyrir
var gert til að grundvalla flekklausa
samvizku. Þótt hann gæti móttekið
hana sem fordæmi helgra manna og
dýrlinga, fullnægði honum það ekki
að leysa öll ný vandamál, svara
ferskum tilfinningum, á svo ódýran
háft. Niðurstaðan varð samt ávallt
sú að honum fannst engin lausn gæti
jafnast á við „fordæmið". Hann
komst því aldrei til botns í hvað
væri réttast að gera. Sennilega
elskaði hann hana með dýpt sálar
sinnar, en hlaut samt að sleppa
henni við yngri bróður sinn, var
auk þess særður dýpri ástarbenjum
en orð hans gátu tjáð. Hann sagði
iðuglega við mig: „Við skulum fara
saman í flugferð." Síðan brost hann,
ekki að það væri bros, heldur að
hann neyddi einhverju fram á and-
lit sitt sem því átti að líkjast.
Eftir hádegið fór ég enn að finna
hann. Að venju fór hann samstund-
is að tala um bróður sinn. Rúman
mánuð hafði þessu haldið fram. En
nú var yfirbragðið breytt, augun
geisluðu og einstaklega hljóðlátt
bros flæddi um andlitið, eins og
þegar hann hafði nýlega fest kaup
á vel varðveittu eintaki gamallar
bókar.
„Hvað er nú að sjá þig?“ Ég varð
fyrri til að hefja máls.
Hann kinkaði kolli, brosti svo:
„Fjarska skemmtilegt.“
Hann var alltaf vanur að taka
þannig til orða, þegar hann í fyrsta
skipti veitti athygli einhverju gömlu
fyrirbæri. Segði maður honum
bjálfalega draugasögu, fannst hon-
um hún líka „fjarska skemmtileg“.
Hann deildi ekki við neinn um til-
vist anda, en hann lagði trúnað á
þessar sögur. „Hver veit nema enn
furðulegra fyrirbæri eigi sér stað?“
Að hans dómi var ekkert óhugsandi
með öllu. Þess vegna gleypti hann
svo auðveldlega við öllu nýju, en
skorti ákveðnar kerfisbundnar skoð-
anir. Ekki vegna þess hann hugs-
aði ekki margt og skildi ekki ýmis-
legt, en í hvert skipti hann þurfti
að beita gáfunum, lét hann tilfinn-
ingarnar ráða gerðum sínum.
„Öll rök hníga að því sama, mað-
ur á ævinlega að fórna sér fyrir
náungann," sagði hann.
„Ertu ekki þegar búinn að fóma
kærustunni? “Ég vildi halda mig við
staðreyndir.
„Það telst ekki fórn. Það er að-
eins að láta tækifæri sér úr greip-
um ganga með aðgerðarleysi, ekki
að taka neitt frá sjálfum sér og
bjóða það sem fórn. Síðustu tíu dag-
ana hefi ég lokið við að lesa guð-
spjöllin. Ég er búinn að taka á-
kvörðun, mér ber að taka byrðar
bróður míns á mínar herðar, ekki
bara að fallast ekki á að hann skilji
við mig. Mér virðist hann ætti að
koma og tala við mig sjálfur, ef
það væri bara til að skipta búi.“
„Hann óttast þú sért ófáanlegur
til þess,“ svaraði ég.
„Ekki bara það. Síðustu dagana
hef ég gert mér ljóst að hann hlýt-
ur að búa yfir einhverjum raun-
verulegum áformum, auk þess
hættulegum áformum. Þess vegna
vill hann rjúfa öll tengsl milli okk-
ar, til að forða mér undan afleið-
ingum gerða sinna. Þú heldur hann
sé ungur og ófyrirleitinn? Það not-
færir hann sér einmitt. f reyndinni
ber hann hag minn fyrir brjósti,
vill ekki ég líði vegna ranginda.
Þegar hann veit mig á öruggum
stað, finnur hann sjálfan sig óháð-
an að gera hvað hann vill. Þannig
hlýtur að vera í pottinn búið. Ég
get ekki sleppt af honum höndunum,
ég verð að fórna mér hans vegna.
Mamma sagði fyrir andlátið ...“
Hann hélt ekki áfram, því hann
vissi mig kunna framhaldið.
Þessi skýring hafði aldrei komið
mér til hugar. Ég hafði heldur ekki
mikla trú á sannleiksgildi hennar.
Hver vissi nema hann hefði orðið
fyrir of sterkri trúarlegri æsingu,
og þyrfti þess vegna að fá óhindraða
útrás tilfinninga sinna?
Ég ákvað að fara og finna Hvíta-
Li, ef ályktun bróður hans kynni
þrátt fyrir allt að reynast rétt. Að
vísu vefengdi ég hana, en þorði
samt ekki að eiga neitt á hættu.
Ég gat ekki fundið Hvíta-Li,
hvernig sem ég leitaði hans: í skól-
anum, íbúðunum, bókasafninu, blak-
vellinum, jitlu matvælabúðinni,
hvergi var hann að finna. Ég spurð-
ist fyrir, enginn kvaðst hafa séð
hann nokkra síðustu dagana. Þetta
var einmitt líkt honum, færi Svarti-
Li að heiman nokkra daga, hlyti
hann að segja nánustu vinum sín-
um frá því fyrirfram. Hvíti-Li var
nú einu sinni fæddur með þessum,
ósköpum, eins og þjófur á nóttu,
gat hann horfið fyrirvaralaust. Ég
tók skyndiákvörðun — fara til
„hennar“ að spyrjast fyrir.
Hún þekkti mig, vegna þess hve
oft við Svarti-Li vorum saman. Hún
sagðist ekki hafa séð hann marga
daga. Hún var afar gröm við þá
báða, sér í lagi Svarta-Li. Ég var
kominn til að spyrjast fyrir um