Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 18
SVARTI-LI OG HVÍTI-LI
• ©
Hann brosti.
Tíu dögum seinna kom
Svarti-Li að finna mig. Ég
gat séð hvað honum bjó í
brjósti; alltaf þegar honum
lá eitthvað þungt á hjarta, var
eins og skuggi félli á ennið.
Þá varð ekki hjá komizt að
hvo’fa í sig hálfum lítra af
lienlivabæ. Ég flýtti mér að
framreiða vínið, af því ég sá
að það var ekki bjart yfir enni
hans.
Eftir tvö staup voru hend-
ur hans farnar að skjálfa ei-
lítið. Hann kunni ekki að
dylja nokiurn neins; um leið
og eitthvað kom fyrir liann,
var hægt að iesa það á andliti
hans, jafnvel þótt hann legði
sig fram að leyna þvi.
„Ég er rétt að koma frá
henni.“ Hann hló, hló vand-
ræðalega og af engri uppgerð,
heldur vegna hins að hann
langaði til að trúa vini fyrir
ti'finningum sínum. Vinarlaus
gat þessi maður ekki lifað
eina dagstund.
Ég rak ekki á eftir honum.
Við þurftum ekki að flýta okk-
ur, er við vorum tveir einir:
Tilfinningarnar bjuggu ein-
hvers staðar að baki þess sem
sagt var. Litum hvor á annan
og brostum samtimis; viðmát-
ið og þögull skilningurinn
náði dýpra til sálarinnar, en
orð geta gert. Það var ein-
mitt þess vegna, að Hvíti-Li
kallaði okkur „tvö fúlegg“,
þegar bann sá okkur neyta
víns.
„Litli bróðir er svo gefinn
fyrir að þrátta við mig,“
sagði hann. Mér var vel Ijóst,
hvers vegna hann sagði „er
svo gefinn fyrir“ — í einn
stað vildi hann ekki segja að
þeir bræðurnir befðu rifizt,
í annan stað vildi hann ekki
heldur segja, að litli bróðir
hefði á röngu að standa, jafn-
vel þó svo væri í raun og
veru. Þetta orðálag gaf til
kynna að hann vildi forðast
að segja það sem ekici varð
umflúið að segja. „Út af henni.
Ég er k'aufskur, skil ekki til-
finningar ungra stúlkna. Sagði
ég þér ekki um daginn að ég
hefði vægt. Það er ekkert sem
ég fyrirverð mig fyrir, en
hún tortryggir mig. Hún hélt
ég væri vísvitandi að svivirða
sig. Þú hafðir rétt fyrir þér,
ég er ekki nútimamaður. Ég
lit á ástamálin sem réttlætis-
mál, vissulega vilja djarfar
stúikur helzt að karlmenn-
irnir séu á hjólunum eftir
þeim. Hún hatar mig. Ég
endurtek — ég sleppti henni,
en þá vildi hún heldur ekki
Jíta við litia bróður. Auðvitað
skammaðist hann við mig.
Svo að ég fór aftur í dag að
finna hana, til að biðja fyrir-
gefningar. Kannski hellir hún
úr skálum reiði sinnar yfir
mér, svaiar reiði sinni, ef til
vill tekur hún bróður aftur i
sátt. Það var þetta sem ég
vonaði. Tja, hún skammaði
mig ekki. Hún bað okkur báða
að vera vini sína. En það get
ég ekki gert, þótt ég segði
henni það ekki skorinort, ég
segi þér það núna. Ef ég byrja
ekki aftur að vera með henni,
vill hún he’dur ekki líta við
litla bróður. Og þá hlýtur
hann að kýta við mig.“
„Engin ráð,“ bætti ég við
í hans orðastað. Eftir langa
þögn sagði ég: „Ég fer og finn
bróður þinn og ræð framúr
vandanum."
„Það væri gott,“ hann liag-
ræddi staupinu utan við sþg.
„Ef til vill er það gagnslaust.
í öllu falli er ég hættur að
vera með henni. Ef 'litli bróð-
ir skykli aftur fara að þrátta,
æt'a ég að sitja steinþögull.“
Við fórum að tala um eitt-
hvað annað. Hann sagðist
hafa verið að rannsaka trúar-
brögð þess dagana. Ég vissi
að hann las engar aðrar bæk-
ur, ekki vegna þess að hann
væri leiður á lífinu eða reik-
ull í andanum, að liann fór að
minnast á trúarbrögð.
Þegar eldri bróðirinn var
farinn, kom sá yngri. Hvíti-Li
var alls ekki vanur að koma í
heimsókn til mín, hann hlaut
að eiga eittlivert brýnt erindi.
Hann var enn ekki útskrifað-
ur úr háskóla, en virtist miklu
gáfaðri en bróðir hans. Þetta
var maður sem sópaði að,
maður finnur hann er sjálf-
kjörinn leiðtogi um leið og
litið er á hann. Hver setning
af munni hans er fu'l sann-
færingarkrafti, heldur við-
mælanda föstum. Hann sleppti
allri kurteisi, þveröfugt við
það sem bróðir hans gerði.
Sjálfur var ég heldur ekk-
ert sérloga kurteis við hann,
annars átti maður von á að
verða kallaður „fúlegg“.
„Stóri bróðir hefur auðvit-
að verið hérna?“ spurði hann,
„og hefur auðvitað talað um
okkar málefni?“ Ég flýtti mér
ekkert að svara vegna þessara
tveggjá „auðvitað“. Hann beið
heldur ekki eftir að ég svaraði,
en hélt áfram: „Þú vcizt,
þetta var bara átyl'a af minni
hálfu.“
Ég vissi það ekki.
„Heldurðu mig langí eiít-
hvað í þennan kvenmann?"
Hann brosti, brosti álveg eins
og bróðir hans, eini- munurinn
að bros Hvíta-Lis bar það
með sér að ég væri þess ó-
verðugur að brosað væri við.
„Eg var með henni eingöngu
til að stríða stóra bróður,
hvaða tíma hefði ég annars
til að sinna henni’? Samband
karls og konu er dýrslegt, sé
það skoðað niður i kjölinn.
í því tilliti kemst ég af án
hennar. Stóri bróðir heldur
að þetta dýrslega samband sé
heilagt, því hneigir hann sig í
duftið frammi fyrir henni,
fleygir sér fyrir fætur henn-
ar, heldur ég geri það líka;
en svo langt er ég nú ekki
leiddur." Hann skellihló.
Ég hló ekki, vildi heldur
ekki taka fram í fyrir honum.
Ég hlustaði af _ eftirtekt á
hann og virti andlit hans fyrir
mér af enn meiri áhuga. Hvar
sem á það var litið var það
eftirmynd bróður hans, en
svipbrigðin voru allt önnur.
Þess vegna fannst mér ýmist
ég væri að tala við gamlan
kunningja, eða ég sæti gagn-
vart ókunnugum manni. Ég
kunni þvf ekki sem bezt, sjá-
andi þetta gamalkunna andlit,
en finna ekki þau svipbrigði
sem voru mér svo vel kunn.
„Þú ski'ur að ég hneigi mig
ekli niður í gólf fyrir henni,
kyssi hana hins vegar þegar
ég hef tækifæri til. Hún lætur
sér það vel líka, að minnsta
kosti fullnægir það henni
betur en liöfuðhneigingar. En
þessu fylgir engin alvara. Það
er sannleikurinn í málinu.
Heldurðu ég eigi alltaf að
búa með stóra bróður?“
Ég vissi ekki hverju ég ætti
að svara.
Hann hló aftur — senni-
lega fannst honum ég vera
„fúlegg“. „Ég hef mínar fram-
tíðaráæt'anir, hann sínar, bezt
við förum hvor sína leiðina.
Er jjað ekki rétt?“
„Jú, hvaða áform hefur
þú?“ Til a'lrar hamingju gat
ég látið mér detta þessi setn-
ing í hug. Full aulalegt að
steinþegja.
„Hvaða áform? ég sleppi að
segja frá þeim núna. Bíddu
þar til við höfum skipt búi,
þá muntu sjá hvaða áform ég
hef.“
„Þú reifst við bróður þinn
eingöng vegna þess þú vildir
skipta bfn, hafðiir stielpuna
bara að átyllu, er ekki svo?“
Mór fannst ég orðinn býsna
gáfaður.
Hann kinkaði kolli bros-
andi, en svaraði engu, rétt
eins og hann vissi að ég ætti
eitthvað eftir ósagt. Hann
gst sér rétt ti': „Hvers vegna
segirðu honum það ekki af-
dráttarlaust, i stað þess að
skattyrðast?"
„Hann getur ekki skilið mig.
I'ú getur rætt við hann rólega
fram og til baka, en ég get það
ekki. Hann vatnar músum,
cf ég minnist á að skipta
búinu. Síðan kemur gamla
romsan: Hvað sagði mamma
áður en hún dó? Að við ættum
alltaf að búa í sátt og sam-
lyndi. — Þetta er það sem
hann hlýtur að segja, eins og
lifendur eigi að láta stjórnast
af þeim dauðu. Og annað til,
ég get ábyrgzt að um leið og
hann heyrir nefnt á nafn að
skipta búi, býður hann mér
bróðurpartinn af þvf. En ég
kæri mig ekki um meira en
mér ber. Hann lítur alltaf á
mig sem litla bróður, neytir
alls ástríkis síns til að
kappmella aðra. Læzt .þekkja
minn innri mann, i reynd-
inni á hann ekki heima í
nútímanum. Þessir tímar eru
mínir tímar og fullkomlega
óþarft að gera sér áhyggjur
mín vegna.“
Hann varð skyndilega al-
varlegur í framan.
Meðan ég virti fyrir mér
andlit hans, varð breyting
með mér innra. Mér varð Ijóst
að hann var meira en drembi-
látt ungmenni sem leit niður
á okkur Svarta-Li — þessi
„fúlegg“ — ef hann myndi
reyna að ta'a stilillega um
málið við bróður sinn, yrði
hann að eyða mörgum há-
stemmdum orðum, segja margt
fagurt um bróðurkærleikann;
og jafnvel þótt hann léti það
ógert, hlyti Svarti-Li að gera
það. Það var því ’ betra af
tvennu illu að skammast ó-
þvegið. Það sparaði allar
krókaleiðirnar, öll sárindi.
Hann ætlaði sér að ganga
hreint til verks, höggva á öll
bönd sem tengdu þá; freista
gæfunnar siðan einn og ó-
studdur. Svo ég víki aftur að
hinni leiðinni að ræða rólega
um hlutina; Svarti-Li mundi
ekki fyrir nokkurn mun fást
til að gefa afdráttarlaust
svar. En ef Hvíti-Li hellti
fyrst úr skálum reiði sinnar
yfir hann, og ef Svarti-Li
þverskallaðist samt við að
skipta, færi enginn i grafgöt-
ur um að það var hann sem
lá á eigum bróður síns.
Skyndilega var eins og rynni
upp fyrir mér Ijós.
„Ertu að biðja mig um að
tala við bróður þinn?“
„Laiukrétt, það sparar að
rífast við hann,“ hann var
enn brosandi. „Mig langar til
að honum verði þetta ekki of
þungbært, við erum þó alltjent
bræður.“ Hann sagði það eins
og honum væri óljúft að þurfa
að segja síðasta orðið —
„bræður".
Ég lofaði honum þessu.
Því afdráttarlausar því
betra, næstu tuttugu árin get-
um við alls ekki látið sem
við séum bræður.“ Hann þagn-
aði, andartak var vottur af
brosi í munnvikjunum. „Vegna
hans sjálfs finnst mér honum
væri langbezt að kvænast og
eignast pattaralega hnoðra,
á þann máta gróa sárin vegna
bróðurmissisins auðveldar. —
Að tuttugu árum liðnum verð
ég líka kominn afturúr tím-
anum. Ef ég verð þá enn í
lifenda tölu, kem ég heim
aftur sem litli bróðir. En
segðu honum að í ástamálum
ríði á að kyssa sem fastast,
Framhald á bls. 32.
18 VIKAN