Vikan


Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 29.11.1962, Blaðsíða 15
Wheelhousefjölskyldan horfir á sjónvarp. Til hægri er kaffitími á vinnustað. kyns upplyfting innifalin. Wheelhouse langar mjög til að geta ekið niður að ströndinni í eig- in bíl, og ef til vill gæti hann safn- að sér fyrir ódýrum bíl, en líklega myndi hann þá ekki ráða við benzínkostnað og önnur útgjöld, sem fylgja því að vera bíleigandi. Enn er of snemmt að segja nokk- uð um það, hver áhrif Efnahags- bandalagið kemur til með að hafa á Bretland og afkomu verkamanna þar. Vitað er, að þegar ákvæði bandalagsins hafa komið til fullra framkvæmda, verða talsverðir flutn- ingar verkamanna milli landa bandalagsins. Hvort brezkir verka- menn verða í svo ýkja mikilli hættu af yfirfylltum vinnumarkaði, skal ósagt látið, en búast má við að verkamannastraumurinn leiti frem- ur til landa, sem meira hafa af nátt- úruauðæfum. Walter Wheelhouse segir um Efnahagsbandalagið: — Ég get ekki talað af þekkingu um efnahagsleg- ar afleiðingar Efnahagsbandalags- ins, og það getur víst enginn, enn sem komið er. Hér er teflt á tvær hættur. Ég er þeirrar skoðunar, að verkamenn í Bretlandi skiptist í nokkurn veginn tvo jafnstóra hópa, annar vill fulla aðild að Efnahags- bandalaginu, en hinn enga. ★ Wheelhouse þykir gott að koma við á kránni, fá sér einn bjór og rifja upp skemmtilegar endurminningar. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.