Vikan


Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 22

Vikan - 20.12.1962, Blaðsíða 22
 Októberbyltingunni var fagnað að vanda í rússneska sendiráðinu snemma í nóvember. Það var þó ekki vegna þess að Kúbumálið eða aðraril viðsjár og annir hefðu tafið, heldur® vegna þess að gregorianska tíma-Jj talið gilti, þegar byltingin var gerð.» Margur kynni að halda, að það værui aðeins óflekkaðir línumenn, sem létu sjá sig í byltingarafmæli. En því ferj| fjarri. Þarna eru menn úr öllumi flokkum og var ekki annað að sjá enS kapítalistarnir hefðu prýðilega lysti á vodkanu. 1 Alexandroff ambassador og konaS; hans heilsuðu öllum með handabandi; þau eru einstaklega hlýleg og viðfeld- in. Það er sagt, að móttökur í sendi- ráðum gefi jafnan nokkra hugmynd Japanir skála líka. Þau eru við nám í íslenzku við há- skólann. Þingmenn og ráðherrar fagna líka bylting-unni. Hér eru þeir Sigurður Ágústsson alþm. (til vinstri) og Emil .Tónsson ráðherra. Nemandi og lærifaðir — Úlfur Hjörvar og Lenin, um ástandið í alþjóðamálum. Á bylt- ingarafmælinu var Kúbumálið til lykta leitt í bili, Rússar höfðu sýnt stjórnvizku og gefið eftir. Andrúms- loftið var orðið milt. Sjálfstæðismenn fjölmenntu, líka kratar og framsókn- armenn. Morgunblaðsmenn og vinir byltingarinnar voru kumpánlegir, klöppuðu á öxl hver annars og skál- uðu, en Lenin og Krússéf voru uppá vegg og horfðu á þetta allt og fannst það harla gott. Þórbergur seg ir Fáii ísólfs- syni nýjustu draugasöguna. Hermann Jónasson (til hægri) ræðir við' Gunn- ar Ásgeirsson, form. Bifreiða og landbúnaö- arvéla h. f. í miðju er kona Gunnars, Valgerð- ur Stefánsdóttir. Alexandroff ambassador stendur ásamt konu sinni við dyrnar og heilsar gcstunum. Hér er Óli J. Ólason ásamt konu sinni. Ha, — sherry, eða, án þess að — sko, wisky ha? Vodka, — já vodka takk. Vertu ævinlega velkom- inn, Eiríkur Ketilsson. iSiSSj* Lifi byltingin og friðsam- leg sambúð. Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra, gengur í salinn. •' 0 : : . ; Rússneska sendiráðið á horni Túngötu og Hóla vallagötu. Alvörúmál efst á baugi. Örlygur Hálfdanarson (lengst til vinstri) ræðir við óþekktan, ungan framsóknarmann, en Þórarinn Þórarins- son ritstjóri Tímans, snýr baki í þá. Hvað er svo glatt - Jóhannes úr Kötum heilsar Margréti, konu Þórbei'gs Þórðarsonar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.